Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 11

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1933, Blaðsíða 11
 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 11 stöður og lögmál þeirra vísinda, og engum aðferðum kennt að beita, sem að haldi gæti komið, ef þeim léki liugur á að afla sér víðtækari þekkingar og meiri mennt- unar en sérnámið eitt veitir. Fátækt þjóðarinnar og smæð á auðvitað drýgstan þátt í því, að ástandið er svo bágborið, en þó mun óhætt að stað- Jiæfa, að betur liefði mátt að háskólanum blynna en orð- ið er, ef sannur menningarmetnaður og ábugi á vísinda- iegum efnum liefði þar að verki verið allt frá byrjun. Slíkar aðstæður bafa auðvitað átt sinn þátt í fábreytni, andleysi og auðvirðileik stúdentalífsins, en þó má þvi ekki einvörðungu um kenna. Meginsökinni verður að beina á liendur stúdentum sjálfum. Sannleikurinn er, að þá virðist mjög liafa skort allan sannan vilja og viðleitni til af sjálfsdáðum að bæta í þá bresti, sem af ofangreindum áslæðum bljóta ólijá- kvæmilega að verða á allri almennri menntun þeirra. Engar sögur fara af því, að þeir liafi gert alvarlegar til- raunir til að afla sér blutlægrar þekkingar á markverð- ustu viðfangsefnum vorra daga, ræða þau á fundum sín- um öfga og hleypidómalaust og orka þannig til ljóta á sitt félagslif. Ef stúdentum hefði frá upphafi verið ljóst, hve þungar skyldur á þeim hvíla, einmitt að þessu leyti, sem verðandi leiðtogar og menningarfrömuðir fátækrar, fá- mennrar og afskekktrar þjóðar, þá er ekki vafi á því, að margt hefði verið á annan og betra veg innan háskóla ,vors en nú er raunin á. Að vísu Jiefir við og við verið valíið máls á því af áliuga- mönnum í þeirra liópi, að við þetta væri á engan hátt unandi til lengdar og eittlivað yrði til bragðs að taka, sem leysti íslenzka stúdenta af klafa tómlætis og hug- sjónadeyfðar, og í rauninni munu þeir allflestir viður- lrenna, að svo sé. En þrátl fyrir það liefir aldrei orðið af framkvæmd- um, er til bóta liorfðu, og stúdentar látið sér það lynda, enda jafnan fundið einhverja viðunandi vörn í málinu. Mörgum mun liafa vaxið í augum tímaeyðsla og töf frá námi, er allar breytingar á starfsháttum þeirra lilyti að hafa í för með sér, en fremur veigalítil rök eru það og allsendis ófullnægjandi, því að fæslir stúdenta sækja nám sitt svo fast, að eigi hafi þeir nokkurn tíma af- lögu, er þcir gætu varið sér og síniun félögum til auk- ins þroska og háskólanum til sæmdar. Og hví skyldi íslenzkum stúdentum meiri vorkunn en collegum þeirra víða um heim, og hvar væri aka- demiskan anda að finna, ef slikur lmgsunarháttur væri alstaðar ríkjandi? En því fer betur, að svo mun óvíða vera og akadem- isk hugsun livergi útlæg ger nema úr stofukytrum há- skólans islenzka. Eða ber það kannske vott akademiskrar menntunar og liárrar siðmeningar, að þá sjaldan stúdentar liafa hætl sér út á þann hála ís að ræða almenn menningar- og þjóðþrifamál, hefir allt lent i persónulegum illdeilum, pólitisku skítkasti og marklausu og alvörulausu blaðri mn einskisverð aukaatriði. Lýsir það viðhorfi sann- menntaðra og víðsýnna manna, sem meta staðrcyndir meir en persónulegan geðþótta og vilja af einbug og djörfung vega rök og gagnrök í máli liverju? Því þarf eigi að svara, en hitt er jafn vist, að þar kemur berlega í ljós, að íslenzkir báskólaborgarar liafa algerlega verið á valdi þeirrar ómenningar og lubba- legu baráttuaðferða, sem gagnsýrt bafa allar umræður um almenn mál bæði i ræðu og riti í þessu landi. Og þetta eru verðandi kennimenn og fræðarar lýðs- ins, sómi þjóðarinnar, sverð og skjöldur, sem bera sig borginmannlega og hyggja á stórt: völd, metorð og mannvirðingar, sem þeim að sjálfsögðu beri í krafti menntunar sinnar og mannkosta allra! 3. Allir, sem nokkuð skynja og skilja, eru samdóma um j>að, að vér lifum ó einhverjum þeim furðulegustu og stórfeldustu tímum, sem yfir mannheim hafa liðið. Þjakað mannkyn stynur undan ofurþunga þeirra örlaga, sem það hefir skapað sér í gegnum aldirnar, í hamslausri baráttu og blóðugum hildarleik um þau verðmæti, er það þarf sér til viðurbalds og dregin verða úr skauti jarðar. í þrotlausri leit eftir betra lífi og fullkomnara, meiri gæfu og gleði hefir engu verið þyrmt, en öllu fórnað Á brautu þeirri, sem að baki liggur, ægir saman fer- legum firinverkum og glæstustu sigrum andans á efn- inu. Ógrynni auðæfa liafa verið dregin fram úr djúpum jarðar, óhemju orka bundin og beizluð, náttúran öll sveigð til miskunnarlausrar blýðni við vilja mannsins og valdafýsn. Spámenn og spekingar setjast á rökstóla, reikna og álvkta. — Og sjá! Djarfir draumar eru að rætast, oki ánauðar og hvíldarlauss strits er svipt af magnþrota mannkyni, dögun nýrrar menningar nálgast óðfluga, því að til er ofurgnótt allra nauðsynja, sem mannlegar þarfir heimta og hugur þeirra girnist. En ekki er þó allt með felldu, þegar að er gáð — því mitt í allsnægtunum stendur mannkynið ráðvillt og ráðþrota, lmngrað og gleðisnautt. Hvað veldur slíku feikna fóri! — hverjum er um að kenna? Menn gerast raunsærri og rýnni í hugsun og margt kemur í Ijós, sem var áður myrkri liulið. Kreddur og kenningar, sem hlotið hafa hefðbundna belgi og enginn hefir verið svo djarfur að hagga við, reynast hégóminn einber. Menn dirfast að ganga i ber- högg við ævagamlar hégiljur og lileypidóma, sem óspart hefir verið haldið að einföldum, kúguðum og stritandi múgnum til að villa honum sýn, svo að þeir fáu, sem sólarmegin liafa setið, gæti í næði notið ávaxl- anna af striti hans og jjrældómi og fleytt gullið ofan af blóðinu, sem hann hefir úthellt fvrir ímyndaðar hug- sjónir. Skipulag mannlegs jjjóðfélags er miskunnarlaust gagn- rýnt og ráðizt óhikað og óttalaust á úrelta starfsháttu

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.