Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 5

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 5
1933 NÝ.JA STÚDÉNTABLAÐIÐ 5 Skólar og pólitík Stétíarmótsetningarnar skerpast með degi hverjum liér á landi sem annarsstaðar. Islenzku yfirstéttinni er það fyllilega ljóst, að dagar hennar eru taldir. Þess vegna gripur hún til örþrifaráða, ef þau mættu verða til þess að tryggja henni yfirráðin um nokkuð lengri tíma en ella. Burgeisunum liefir lengi verið það vel kunnugt, að mennt- aður öreigalýður er ])eim hættulegri en ómenntaður. Þess vegna hafa þeir alltaf synjað alþýðu manna um sjálf- sagða uppfræðslu og staðið gegn liverskonar tilraunum verkamanna, til þess að afla sér og börnum sínum nauð- synlegustu fræðslu. Kirkja og klerkar liafa jafnan staðið í hroddi fylkingar og spornað dyggilega við framfaravið- leitni og fróðleiksfýsn undirstéttanna. Þess er jafnan vandlega gætt, að kenna börnunum elckert, sem komið gæti þeim að liði í lifsbaráttunni. Sögukennslan í skólum auðvaldsríkjanua cr eingöngu hernaðarsaga stórþjóðanna og lofsöngur um konunga og keisara, en livergi minnst á sléttaljaráttu né byltingar- tilraunir nema sem skrilsæði og glæpi óaldarflokka, sem vaða uppi og eru dónalegir við liöfðingjana. Það er leil- ast við að læða þvi inn í óþroskuð börnin, að ]>að liljóti svo að vera, að örfáir menn séu al' guðunum útvaldir og liinir þrælar ])eirra. Þegar svo þroskaðir nemendur og sannleikselskir kcnnarar leyl’a sér að efasl um áreiðanleik kenninganna og vefengja þær, er tafarlaust liafin her- ferð gegn þeim, og nú er svo komið, að ekki fá aðrir sæti i kennarastólnum og jafnvel á skólabekknum, en þeir, sem i blindni lilýða kenningum yfirstéttarinnar. Við höf- um mörg dæmi þessa frá seinustu árum. Nú stendur yfir á Eskifirði slikt mál, sem vakið hefir mikla athygli, enda þótl borgarablöðin liafi reynt að þeg'ja það i hel. Burgeisarnir í þorpinu hafa risið upp á afturfæturna og slá nú um sig með kærum og kvörtunum um skólastjóra, sem stjórnað hefir harnaskóla þorpsins i fjöldamörg ár, án þess að nokkurt tilefni hafi gefizt til kvartana, enda er liann viðurkenndur ágætis kennari. En skólastjórinn, Arnfinnur .Tónsson, er foringi verkamannanna ó staðnum og stendur framarlega i haráttuliði íslenzkra verkamanna, Kommúnistaflökknum. Það ])arf því enginn að efast um, að deilan sé pólitísk, enda liófst hún, er Arnfinnur gekkst fyrir verkfalli við vöruskipið Diönu, en það sigldi undir þýzka hakakrossfánanum. Þetta var óhentugt fyrir Ólaf Sveinsson, útgerðarmann, svo að hann ákvað að ganga á milli hols og höfuðs á Arnfinni og flæma liann frá skólanum og úr kaupstaðn- um, og liyggst nieð því að veikja mótstöðuafl verkamanna gegn kauplækkunartilraunum sínum. Er vonandi að verkamönnum takisl nieð samtökum sínum að koma i veg fyrir þetta óþokkabragð. Ólafur lét ákæruskjal ganga um þorpið og skrifuðu 40 undir ])að. Er skólastjóra þar l)orið á brýn pólitískur undirróður i skólanuin og ýmislegt fleira, sem þykir ó- kostur á skólastjórum. hikki eru þó færðar fram neinar sannanir fvrir staðhæfingum þessum, enda ekki tekizt að fá þær ennþá. 14 af þeim mönnum, sem skrifuðu á list- ann, liafa nú börn sín i skóla Arnfinns. Auk þess voru 11, sem aldrei hafa átt börn í skólanum. Hinir hafa sér- skóla. Skólanefndinni hefir verið hent á, að lienni sé lieimilt að setja Arnfinn af, en ekki liefir liún treyst sér til þess að svo stöddu. En svo mun fara í þessu máli, sem og öðr- um, að minna er litið á réttlætið en liag burgeisanna. Fjölmennur horgarafundur mótmælti þegar i stað þessum pólitísku ofsóknum auðvaldsins, en málið er enn rekið af kappi miklu og verður varla lokið nema á einn veg, nema verkamenn taki duglega i taumana, en þeirra er mátturinn og valdið, ef þeir standa saman. Eins og ég Iiel'i áður sagt, gera borgaral)löðin litið úr þessu máli, en þó stóð þessi fróma klausa í Morgunbl. 26. okt. síðastl., i fréttapistli frá ísafirði: „.... Hafa nokkrar deilur orðið um skólamálin á ísafirði út af ]>ess- um tilefnum. En fjarri fer, að þar hafi jafnrösklega verið tekið í taumana og Eskfirðingar liafa gert að sínu leyti. Mættu þeir verða fyrirmynd af afstöðu Sjálfstæðis- manna til slíkra mála“. Svo mörg eru þau orð. Þau þyrftu að ná til sem flestra, því að það er ekki oft, að hugarfar Sjálfstæðismanna kemur jafngreinilega fram á þeirra pappírum og þarna. Hér i Reykjavík er starfandi stéttarfélag barnakennara. Má það næsta furðulegt heita, að félagsmenn hafa ekki ennþá fundið 1)já sér hvöt, til þess að skerast i leikinn i slikum málum sem þessum. En svo mun ástatt vera í þeim herhúðum, að harnakennarar eru ríghundnir á klafa eigin hagsmuna og þora sig ekki að hreyfa, af ótta við afleiðingarnar. Það er enganveginn svo að skilja, að þetta Eskifjarðar- mál sé einstakt i sinni röð. Hvar, sem litið er á skólasög- urnar, gengur þetta eins og rauður þráður í gegnum þær, og alltaf eru það nemendur og kcnnarar af verklýðsstétt, sem verða fyrir harðinu á yfirvöldunum. Ekki þekki ég neitt dæmi upp á hið mótsetta. Allir kannast við röggsemi Jónasar frá Hriflu í skóla- málum: Lokun menntaskólans í Revkjavík, lirottrekstur- inn úr menntaskólanum á Akureyri, skoðanakúgun og hrottvikning úr Samvinnuskólanum og nú siðast, en ekki sízt, þetta merkilega plagg: þingsályktunartillagan lil end- urhóta á Háskóla Islands. Er það mál tekið til ítarlegri meðferðar á öðrum slað í blaðinu. Þá er og skennnst að minnast ])ess, er sérfróður sögu- kennari var svikinn um embætti við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, en íhaldsklerkur með stúdentsprófi i sögu tekinn i staðinn. Er það frægt orðið. Þá er heldur ekki langt að minnast þcss, að er velja átti skólastjóra við gagnfræðaskólann á Norðfirði, varð fyrir valinn nýútskrifaður stúdent. Faðir hans, einn hinna andríku þjóðarleiðloga vorra á Alþingi, er formaður skólanefndar og greiddi sjálfur atkvæði með veitingunni.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.