Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 6

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 6
G N Ý J A STÚDENTABLAÐIÐ 1933 Hinsvegar var ekki liægt að nota sagnfræðing, sem |)á gal' kost á sér, enda var liann ákveðinn verklýðssinni. Brynjólfur Bjarnason, ritari Kommúnistaflokks ís- lands, hefir verið flæmdur frá liverjum skólanum á fætur öðrum, og þvkir víst engum merkilegt, sem kunnugir eru afskiptum lians af verklýðsmálum. Þannig mætti lengi telja, en jjetta ætti að nægja. Einokun yfirstéttarinnar á menntuninni er eitt af ein- kennum auðvaldsskipulagsins. Eins og veldi kirkjunnar liefir hnignað, siðan farið var að þýða bibliuna og gagn- rýna liana, þannig lirörnar og þessu úrelta skipulagi með aukinni menntun alþýðunnar. Rússar koma sér upp þús- undum skóla og leggja meginálierzlu á að menntast, en þeirra kennsla er hagnýt og miðuð við þarfir nemend- anna. Þeir leggja meiri álierzlu á að kenna börnunum grundvallaratriði eðlisfræðinnar cn söguna um „Brúð- kaupið í Ivana“ eða „Boðun Maríu“. Gunnar J. Cortes. Þingskjal nr. 295 er lillaga lil þingsályktunar um „sparnað og skipulags- breytingu við Háskóla íslands“. Hún er girnileg lil fróðleiks, þessi þingsályktunartil- laga frá Jónasi Jónssyni. Tillagan er í tveim greinum. í þeirri fyrri fer flm. fram á, að fyrirkomulagi rektors- embættisins sé hreytt, að það sé fast til lengri tíma og sérstaklega launað. „Hér er stefnt að því, að háskédinn fái stjórn eins og Iiver sómasamlegur skóli..Hann, ]). e. rektor, á að umgangast stúdenta og vera raunverulegur húsbóndi i embættismannaskóla ,tslands“. Skólaagi með menntaskólasniði — það var ])að, sem okkur vantaði helzt hingað að háskólanum! í væntanlegri reglugerð á ég von á að sjá standa með feitu lctri allt í kring á spássíunni setninguna frægu: „Nemendur mega ekki koma fram opinberlega utan skól- ans án sérstaks leyfis rektors“. „Skólaheimilið“, skoðanakúgunin eins og hún þekkist fyrst og fremst frá Akureyrarskólanum, á nú ckki leng- ur að ná til lægri skólanna eingöngu, nei, einnig við há- skólann á „að skapa skólanum fasta yfirstjórn með mannbætandi heimilislífi“. Það er engin tilviljun, að sá maðurinn, sem sté)ð á bak við fyrstu fassistisku ráðstafanirnar i skólum hér á landi, hrottrekstur Eggerts Þorhjarnarsonar og Ásgeirs Blöndals, maðurinn, sem heitir alveg fáheyrðri skoðana- kúgun í þeim skóla, sem hann er sjálfur skólastjóri við, Samvinnuskólanum, skuli nú gera fyrstu tilraunina til að skapa skólaaga og skoðanakúgun innan háskólans einnig. Síðari grein tillögunnar fer fram á: „Að lögð verði niður alll að því helmingur af hinum föstu kennaracm- hættum við háskólann, svo og emhætti liáskólaritara“. í staðinn eiga að koma tímakennarar. Hér er verið „að fá slarfsmenn háskólans og alþjóð manna á íslandi til að skilja, að sagan um möguleikana til vísindalegrar nýsköpunar fyrir iðjulitla íslenzka há- skólakennara á fullum launum er jafnhaldlítil í raun og veru eins og æfintýrið um nýju fötin keisarans“. Hér er þá gefið i skyn vafningalaust, að þeir menn- ingardraumar, sem ýmsir hafa alið með sér í samhandi við okkar íslenzka liáskóla verði aldrei annað en draum- ar. En þetta cr hlutur, sem hvorki „alþjóð manna á ís- landi“ né „starfsmenn háskólans“ fást til að trúa, sér í lagi eftir að hér er komin á fót og húin að starfa um nokkurt skeið með góðum árangri vísindastofnun, slík, sem rekin liefir verið hér undir forustu Niels Dungals prófessors og hefir nú þegar haft mikla liagnýta l)ýð- ingn. Hér er ennfremur í uppsigbngu ungur vísindamað- ur, Lárus Einarsson, sem stórmikils má af vænta, ef liann fær að njóta sin og dæma má af liinum stutta en glæsilega ferli hans sem vísindamanns. Þessi vísir til vísindastarfsemi, sem hér er komin upp, lofar ótvírætt góðu um áframhaldið. Mér er að vísu fullljóst, að harátta fyrir háskóla sem vísindastofnun og vísindalegri kennslustofnun stefnir út fyrir þann ramma, sem auðvaldsskipulagið liefir sett menningarþróuninni, að áframhald auðvaldsskipulagsins kostar eyðingu menningarinnar og öfugt, að þróun menn- ingarinnar kostar kollvörpun auðvaldsins, og þar af leið- andi, að barátta fyrir aukinni menningu á Islandi verður að tengjast ]>eirri baráttu annarri, er stefnir að kollvörpun auðvaldsins og sigri kommúnismans, hagsmunaharáttu verkalýðsins. Það kann að vera rétl hjá Jónasi Jónssyni, að vísinda- starfsemi liér við háskólann komi ekki til greina undir núverandi skipulagi, en þar með liefir liann fordæmt skipulagið, en ekki vísindin. I „embættismannaskóla“ Jónasar Jónssonar er ekki annað eftir af hlutverki háskólans en að sjá um, að til séu menn, til að taka við þeim embættum, sem losna. En einnig ]>ar er margs að gæta. „Næsta skrefið er að fækka nemöndum svo, að tala þeirra miðist við þörf þjóð- félagsins, en ekki atvinnuþörf nemanda“. Hér er ])á komin íholdguð hræðsla horgaranna við menntaðan é)reigalýð: — Menntum ekki fleiri en svo, að við getum kevpt þá til fylgis við okkur að námi loknu, hinir geta orðið okkur hættulegir. Þetta virðist vera að verða kjörorðið. Og enn segir í greinargerðinni: »Kg líl þannig á, að á næstu árum hljóti ill nauðsyn að knýja þjóðina lil að fækka til stcirra muna embættis- mönnum sínum í nálega öllum starfsgreinum, en mn leið bæta kjör þeirra og krefjast af þeim meiri vinnu“. Þetta getur ekld þýtt nema eitt. Þarna á að taka upp ráðið, sem borgarastéttin grípur til, þegar hún finnur vald sitt valt. Hún lætur fáa menn, en trygga, fara með

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.