Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 7
r 1933 NÝJASTÚDENTABLAÐIÐ völd sin i þjóðfélaginu, en meinar alþýðunni um menntun. Stúdentar haía ætíð sýnt sig andvíga öllum tilraunum til að takmarka aðgang að skólanum og gera vafalaust framvegis, og nú þegar hefir nokkur liluti þeirra skilið, að þá haráttu dugar ekki að Iieyja einangraða; liana verð- ur að tengja baráttunni fyrir kollvörpun kapitalismans og sigri sósíalismans. Björn Sigurðsson.. Róttækir stúdentar í Oslo Stúdentafélagið í Oslo (Det norske studentersamfund) er jafngamallt háskólanum. Það liefir jafnan verið aðal- félag norskra stúdenta, og á langa og merkilega sögu að baki. Flestir af áhrifamönnum Noregs innan þjóðmála og bókmennta hafa tekið þátt i því með lífi og sál. Baráttan milli gamalla og nýrra skoðana og stefnumála hefir oft verið hörð innan félagsins. Þessi harátta liefir skapað snjallar umræður og umfangsmiklar deilur, sem hafa átt mikinn þátt i því að víkka sjóndeildarhring norskra menntamanna og húa þá undir síðara starf. Félagið liefir eflaust haft meiri áhrif á þjóðlífið en önnur hliðstæð fé- lög á Norðurlöndum. Á síðari árum hafa verklýðssinnar, hinir róttæku stú- dentar nútímans, horið félagið uppi. Að vísu liefur ihald- inu tekizt að ná undir sig völdunum við og við, síðast á árumuu 1928—1930. En það reyndist ekki færl um að stjórna félaginu ,og varð brátt að hypja sig heim að nýju. Síðan mvnduðu óháðir verklýðssinnar stjórn, og þeir sitja að völdum enn þann dag í dag. Þetta hefir valdið öllum filisteum og hetri horgurum miklum áhyggjum og sárra hugarkvala. Þeir hafa reynt að ófrægja og niða félagið á allan hugsanlegan hátt. Þeir hera róttækum stúdentum á hrýn, að þeir eyðileggi hina akademisku menningu og dragi félagsskap stúdenta nið- ur í skítinn. Allt eru þetta tilhæfulaus ósannindi, eins og nllir munu skilja, sem þekkja starfsaðferðir og liugsana- feril afturhaldsins niður í kjölinn. — Róttæku stúdent- arnir geta hent á það, að núverandi dýrlingar norsku þjóðarinnar, Wergeland og Björnson, voru hornir ná- kvæmlega sömu sökum af afturhaldsstúdentum sinnar samtiðar. Það eru róttækir stúdentar, sem alltaf liafa bjargað félagsskapnum frá andlegri værð og tortímingu. Það eru þeir, sem hafa haldið uppi hinni akademisku menningu, og þeir gera það enn í dag. Þau ár, sem álirifa ílialdsins hefir gætt mest i stúdentalífinu, liafa undan- tekningalaust verið ómerkustu árin i sögu félagsins. íhaldið horfir tárvotum augum til fortíðarinnar, þegar félagslif stúdenta var fólgið i höllum og samsætum, þar sem stúdentar mættust yfir rjúkandi púnsi og voru róm- antískir og andrikir. ()g þvi finnst það sorglega en frá megi segja, að stúdentalífið í dag skuli fyrst og fremst mótast af þjóðfélagslegum vandamálum nútímans. Ilialdið skilur aldrei samtíðina. Það sér ekki, eða þvkist ekki sjá, hinar djúptæku breytingar, sem orðið hafa i þjóðlífinu á seinni árum. Það vill ekki sjá það, að aðstaða stúdentanna hefir gjörhreytzt. Líf þeirra er ekkert rónxan- tískt lengur. Það er strit og aftur strit grár hversdags- leikinn og ekkert annað. Fyrrum gátu stúdentar gert sér vonir um góðar stöður að loknu námi. Nú lxlasir atvinnu- leysi og heiningalíf við öllum þorra stúdenta. Þetta á- stand, ásamt allsherjar rotnun hins kapitalistiska skipu- lags og' vaxandi stéttaharáttu, hlýtur að vekja alla ]xá stúdenta, sem geta séð út yfir námshækurnar, til alvar- lcgra hugsana. Félagsskapur stúdenta í dag verðnr að helga sig þessum málum fyrst og fremst. Fyrir þeim verð- ur allt amxað víkja. Róttækir stúdentar í Oslo álita jxað fyrsta hlutverk sitt að vckja áhuga allra hugsandi stúdenta á þjóðfélagsmál- um og sýna þeim með óyggjandi rökum fram á vitfirr- ingu og upplausn auðvaldsskipulagsins. Þeir vilja koma stúdentunum í fullan skilning um þá staðreynd, að hags- munir þeirra flestra og auðvaldsins eru gersamlega and- stæðir, og að hlutverk þeirra sé að skipa sér inn í fylk- ingar verkalýðsins og lxerjast af alefli fyrir gereyðingu auðvaldsins, sem vísar stúdentunum á dyr og kastar þeim út í sívaxandi atvinnuleysi og eymd. Um leið vinna rót- tækir stúdentar á allan liátt gegn fasismanum, þessari menningarandvígu skrælingjastefnu, sexn farin er að gera vart við sig meðal norskra stúdenta og tókst að ginna meiri hluta þýzku stúdentanna til fylgis við sig með lýð- skrumi sínu og loforðum. Róttæku stúdentarnir leggja mikla alúð við starf sitt, enda mvndi það ekki hera tilætlaðan árangur að öðrum kosti. h undastarfsemin er vel skipulögð. Fundir eru venjidega haldnir í hverri viku. Einhver hæfur maður, er fenginn til þess að flytja fvrirlestur um ákveðið, aktuelt mál. Siðan hefjast umræður um málið og standa þær oftast á milli verklýðssinna annarsvegar og íhaldsmanna hinsvegar. Þær eru jafnan fjörugar og standa oft langt fram á nótt. Venjidega er einhver þekktur listamaður Ein af nýju menningarhöllunum í Charkov, höfuSborginni í Ukraine. í henni eru leikhús, kvikmyndahús, bókasöfn og skrif- stofur hinna ýmsu menningarfélaga verkamanna.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.