Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 9

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 9
1933 NÝ.1A STÚDENTABLAÐIÐ 9 Ofsóknir á hendur róttækum menntamönnum í Kaupmannahöfn Stúdentafélagið danska (Studentersamfundet) gekkst fyrir mótmælafundi gegn blóðstjórn Hitlers 18. sej)t. s. 1. Fund þenna sátu um 3000 manns og var þar samþykkt einróma álvktun, frá þáverandi formanni félagsins, Ed- vard Heiberg byggingameistara. í ályktun þessari lýsti fundurinn yfir „andstyggð sinni á binni blóðugu ógnarstjórn Þýzkalands“ og krafðist með tilvisun til þeirra staðreynda og sannana, er Lundúnadóm- stóllinn liefði leitt í ljós, að Torgler, Dimitrow, Pojíow og Tanew væru látnir lausir þegar í stað, en stimplaði Hitlcr, Göbring og Göljbels sem þá raunverulegu brennuvarga. Hitler og sendibcrra lians i Kauj)mannahöfn móðguð- ust stórum yfir að lieyra þenna sannleika, og liefir nú danska rikisstjórnin, samkvæmt kröfu þeirra, tiöfðað mál gegn Edvard Heiberg fvrir að bafa samið, undirritað og sent þessa ályktun fundarins. Virðist Stauning viðvika- léttur fvrir Hitler og hans glæpastjórn, engu síður cn flokksl)ræður lians annarsstaðar. Heiberg er einlægur verklýðssinni. Ilann cr nú rit- stjóri danska róttæka stúdentablaðsins „Plan“ og hefir ritstjórn bans á því blaði verið frábær. Hann er hvorki elskaður af dönsku borgurunum né þeirra máttarstólpum, sósíaldemokrötunum. Hin markvissa og stéttvísa barátta hans í þágu verkalýðsins liefir eigi verið til þess fallin að afla honum vinsælda í þeim herbúðum, en danskur verka- lýður mun kunna að meta baráttu bans og þessa árás, sem nú er á hann g'crð, og mun skerjui sina baráttu móti fassismanum meir en nokkru sinni fyr. íslenzkir stúdentar mega taka sér Edvard Heiberg lil fyrirmyndar. Eins og bann eiga þeir að skijja sér í raðir hinna fátæku og kúguðu, hungruðu og klæðlausu, og heyja baráttuna móti auðvaldsskipulaginu, sem er rót allra þeirra meina, sem er rót atvinnuleysisins, sem nú mæðir á stúdentum eins og verkalýðnum. Sælir eru fátækir Blað eitt i Edinborg auglýsti fyrir skömmu: „Síra F. E. Watson lieldur sérstaka guðsþjónustu í Bells- liillkirkju fyrir fólk, sem sökum fátæktar hefir farið á mis við guðsþjónuslurnar. Allir, hversu fátæklega sem þeir eru til fara, eru vel- komnir á guðsþjónustuna á sunnudagskvöldið 3. des., en þá munu verða eins litil ljós i kirkjunni og mögulegt er, svo að allir, sem fátæklega eru klæddir, geti setið í ró og næði. — Velklæddu fólki er ekki lieimill aðgangur að guðsþjónustunni“. Ilver segir nú, að enska kirkjan geri ekkert fyrir verka- lýðinn? En vilja ekki íslenzku j)restarnir læra af þessu ■og koma á slíkum guðsþjónustum bér, í skammdeginu? Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Símar 3071, 3471 PÓSTHÓLF 164 Fiestar vönduðusfu ís- lenzku bækurnar eru prentaðar í Gutenberg í>rír svikarar Franski stjórnmálamaðurinn Briand sagði einu sinni eftirfarandi sögu: Þegar Millerand var forseti Frakklands, var mér falið sem forseta þingsins, að taka á móti þáverandi forseta Póllands, Pilsudski marskálki. Við heilsuðumst mjög bá- tiðlega á járnbrautarstöðinni. Þegar við ókum burt i skrautvagni stjórnarinnar og liafði verið sýndur hinn mesti sómi, sat Pilsudski um liríð þögull. Svo muldraði bann hljótt: — Er þetta virkilega þú? — Ja, það er ég, — livíslaði ég og andvarpaði. Um kvöldið var stór veizla í Elyséehöllinni. Þar voru haldnar stórfenglegar skálaræður. Millerand og Pilsudski árnuðu livor öðrum heilla, á hjartnæman liátt. Eftir borðhaldið kom Pilsudski til min og hvíslaði: -— Segðu mér, kæri vinur, er það virkilega hann? — Já, - hvislaði ég stamandi með þungu andvarpi, — það er virkilega hann. Svo var mál með vexti, endar Briand söguna. að við vorum allir þrir gamlir félagar. Fvrir mörgum árum síð- an mættumst við sem fulltrúar á sósíalista-þingi, Pilsud- ski fyrir Pólland, Millerand og ég fyrir Frakkland. (Þýtt).

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.