Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 10

Nýja stúdentablaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 10
10 NÝ.TA STÚDENTABLAÐIÐ 1933 JÓLASKÓRNIR VERÐA HAPPADRÝGSTI R FRÁ LÁRUS G. LÚÐVlGSSON Skóverzlun Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Foringi íslenzku nazistanna í Liibeck. Gísli Sigurbjörnsson, foringi íslenzkra nazisla. sem dvaldi nokkra daga í Hamborg, beimsótti Liibeck sið- astliðinn mánudag. Hann er kominn til Þýzkalands í þeim tilgangi, að kynna sér hinar nationalsósialistisku skipu- lagningaraðferðir. í því augnamiði mun Sigurbjörnsson lieimsækja enn fleiri slórborgir. „Gráskyrtuforinginn“ lét í Ijós í viðtali hrifningu sína á því, sem gerzt liefir í liinu nationalsósíalistiska þjóð- félagi á öllum sviðum eftir byltinguna. Hann lét í ljós takmarkalausa aðdáun sína á foringjanum Adolf Hitler. Þar eð S.(igurbjörnsson) er stjórnandi vetrarhjálparinn- ar íslcnzku og stendur yfirleitt mjög framarlega í pólitísku lífi á íslandi, bafði hann mjög mikinn áhuga á hinum stórkostlegu og vænlegu vetrarbjálpar-ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin liefir i byggju að gera. Yfirleitt er íslendingurinn mjög ánægður með Þýzka- landsför sina. Það er ef til vill fróðlegt að atluiga, að nationalsosialistiska hreyfingin á íslandi byrjaði bér um bil samtímis þjóðlegu viðreisninni í Þýzkalandi. Þrátt fyrir það, live ung húrí er, telur hún nú innan sinna vé- banda mjög fjölmennan bóp, sem þrátt fvrir harða mót- stöðu vinstriflokkanna (bnks-radikale) og borgarafl. (biirgerliche) stefnir liiklaust að settu marki. Og þetta markmið er ekkert annað en það, sem nú er að verða að veruleika í Þýzkalandi: hið þjóðlega og félagslega ríki, þar sem sameiginlegir hagsmunir ganga fyrir einka- hagsmunum og þar sem æskan stendur í fremstu röð. Sigurbjörnsson trúir á sigur Iiugsjónar sinnar. Það, sem hann hefir séð og sér í Þýzkalandi, hefir gert þessa trú óbilandi. Orðrétt þýðing úr Löbecker General-Anzeiger. Nr. 223, Freitag, den 22. September 1933. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Steingrímur Pálsson, stud. mag. Afgreiðslumaður: Björn Sigurðsson, stud. med., Bergstaðastrœti 83. Afgreiðsiusími: 2348. Að gefnu tilefni skal það fram tekið, að í blaði þessu hefir þeirri reglu ætíð verið fylgt, að birta frumsantdar greinar undir fiillu nafni og mun svo gert framvegis. Ákveðnar flokks pólitískar skoðanir, sehi þar kunna fram að koma, ber að lita á sem einkaskoðanir greinahöfunda sjálfra, er þeir einir bera ábyrgð á, en eigi félagið sem heild. Eins og þegar hefir verið getið um hér i blaðinu, eru viðhorf félagsmanna til stjórnmála mjög mismunandi, og sínum augum lílur hver á silfrið. Ályktun Fundur í Stúdentafélagi báskólans, lialdinn þriðjud. 28. nóv. 1933, lýsir sig eindregið mótfallinn öllum til- raunum til takmörkunar á aðgöngu að háskólanum og. menntaskólunum og telur sérstaka ástæðu til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á aðvörun jieirri, sem forsetar laga- og læknadeildar létu frá sér fara í september s. 1. Virðist fundinum, sem nær befði légið, að skólastjórn befði beitt sér fyrir því, að nýjar deildir yrðu stofnaðar við skólann og starfssvið bans aukið, i stað þess að bægja mönnum frá háskólanámi. Fundinum er það Ijóst, að allar hömlur á menntunarviðleitni manna bitna á fátæku stéttunum og niiða að því að gera menntunina enn meir en nú er, að einkaeign yfirstéttarinnar, og ennfremur að stúdenta- fjölgunin svokallaða mun lialda áfram að vera „vanda- mál“ og „bætta“ svo lengi sem auðvaldsskipulagið stendur. Barátta stúdenta fyrir aukinni og kvaðalausri menntun verður því að tengjast baráttunni móti auðvaldsskipulag- inu, baráttunni fyrir skipulagi socialismans, sem eitl er ]iess megnugt að útrýma þeim félagslegu niótsetningum, sem eru undirrót þeirra vandkvæða, sem bér er við strítt. Ályktun þessi var samþykkt með 17:7 atkv. og fól fund- urinn stjórn félagsins að birla hana í dagblöðunum. Stjórnin hefir þó enn ekki gegnt þessari sjálfsögðu skyldu sinni og virðist það benda til þess, að þörf sé á að hreinsa þar enn betur til en gerl var á seinasta fundi, er fornn félagsins var rekinn frá með vansæmd. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.