Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Side 1

Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Side 1
(TCÉTA STUDZNTABIASQ) 23. f «; 1» 1 1935 GUID UT AF "FEJAGI ROTTÆKRA HASKOIASTUDENTA" Stúdentaþingið í Brussel Síðustu dagana í desember var lialdið alþjóðlegt stú- denta|)ing í Brússel í því skyni, að sameina liina ungu menntamannakynslóð gegn stríði og l'asisma. Manni kemur það í svipinn á óvart, að slíkt ])ing skyldi geta átt sér stað, og til skannns tíma heíði það tæj)lega ver- ið hugsanlegt, a. m. k. ekki á svo breiðum grundvelli sem raun varð á. Háskólarnir eru um allan heirn, að undanteknu Rússlandi, gróðrarstíur þjóðrembings, yfir- stéttahroka og hverskonar löngu úreltra lífsskoðana og sjónarmiða. Háskólarnir eiga að ala upp lífvörð liins ríkjandi þjóðskipulags, eiga að leggja til lierforingja, uppfinningamenn — fyrst og fremst á sviði hernaðarins — agitatora og liverskonar áhugamenn innan [tjóðfélags- ins. Þetta liefir hingað til tekizt með þeim árangri, að yfirgnæfandi meiri hluti. menntamanna hefir í blindri auðsveipni gengið í [)að rúm, er valdhafarnir hafa vís- að þeim til. Menntamennirnir liafa orðið vikaliðugir þjónar hverskonar afturhalds eða að minnsta kosti and- leg vesalmenni, sem eru til alls annars líklegri, en að geta hugsað óbrjálaða hugsun. En nú á tveiin, þrem síðustu árurn, hefir ómenningar og hernaðarandinn keyrt svo um þvert bak innan háskólanna, að stúdentunum er nóg l)oðið, jafnvel þeim, sem engin kynni hafa af rót- tækum skoðunum. Námsfriðurinn er rofinn gegndarlaust, það er heimtað af stúdentunum, að þeir gangi á alls- konar hernaðarnámskeið, læri að fara með gas og varn- ir gegn því, taki þátt í skotæfingum og reglubundnum margra stunda bergöngum. Kvenstúdentarnir verða að ganga á hjúkrunarnámskeið, þveitastí fjárbetl og áróðurs- starfsemi og læra ýmis karlmannastörf í því skyni að geta tekið við þeim, þegar til stríðs kemur .Og loks er það látið viðgangast, að fasistar vaði uppi með óspekt- um og pyntingum 1 liáskólunum, svo að engum sé þar líft, nema hinum allra afturlialdssömustu. Þessar hamfarir hernaðarsinnanna hafa opnað augu hinna frjálslyndari stúdenta fyrir því, hvert verið er að teyma þá. Þeir sjá það betur og betur, að þeir hafa ekkert á vígvöll kapítalistanna að sækja nema dauða og limlestingu, og nú hafa þeir á þinginu í Brússel tekið höndum saman við róttækustu menntamennina um að reyna að tefja fyrir heimsstyrjöldinni, sem yfir vofir, reyna að láta liana verða hvatamönnum sínum til falls, snúa henni upp í byltingu, ef hún ekki verður hindruð. Borgaralegir lýðræðissinnar og friðarvinir (pacefistar) hafa skij)að sér við hlið fyrri andstæðinga sinna, komm- únistanna, til þess að vinna á móti hinum hamslausu eyðileggingaröflum, sem vel eru þess megnug að leggja heil þjóðlönd í rústir, ef ekki er tekið alvarlega í taum- ana. Þessi samfylking borgaralegra og marxistiskra menntamanna er eftirtektarvert tákn þeirrar alvöru, er nú fyllir hugi manna um allan heim. Hún sýnir að sá skilningur er að gríjia um sig, að þróun menningarinnar verður ekki tryggð með fögrum orðum og hátíðlegum yfirlýsingum einum saman. Það verður að berjast fyrir benni. A þinginu voru rædd hagsmunamál stúdenda yfirleitt, svo sem frjáls aðgangur að háskólunum, skoðanafrelsi o. fl., og þar var kosin nefnd til að skipuleggja alþjóð- lega baráttu stúdeuta gegn fasisma og stríði. Merkileg- asta nýjungin, er fram kom á þinginu, var þó sú áherzla, sem þar var lögð á samvinnu menntamannanna við al- þýðuna. Öllum flokkum kom samau, um að mennta- mennirnir ættu að skij)a sér bróðurlega við lilið alþýð- unnar, sameinast henni í baráttunni fyrir nýju þjóð- skipulagi, liagsmunir þeirra og hennar færn algerlega saman, markið væri bið sama. Þetta er því merkilegra, að sýknt og lieilagt er alið á því, að menntamenn séu nokkurskonar andlegur aðall, sem undir engum kring- umstæðum geti verið þekktur fyrir að setjast á bekk með alþýðufólki, hversu illa, sem hag þeirra sé komið í höndum yfirstéttanna, hvernig sem þekkingu þeirra og uppfinningu er misbeitt í þágu fámennra klíkna. Stúdentaþingið bendir til þess, að víðtæk stefnubreyt- ing sé að hefjast meðal frjálslyndari menntamanna, stefnubreyting, sem getur baft mjög þýðingarmikil á- brif á hina barðsóttu baráttu milli fasista og verkalýðs. Stúdentaþingið erþannigí senn gleðilegur vottur um vöxt andfasistabreifingarinnar og öflug livatning til mennta- manna og alþýðu um að ganga saman í eina fylkingu í baráttunni fyrir larsælli framtíð. v

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.