Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Qupperneq 3
IN'ÝJA S nÚI>ENTABLA«I«
3
Þeim bar sú skylda, að sýna það með breytni sinni,
að engnm liæfir, nema skrælingjum einum, að spilla at-
gervi sinni, andlegri og líkamlegri, með eiturlyfjum, sem
aðeins eiga lieima í meðalaskápum læknanna.
Ef þeir hefðu virt nokkurs þessa skyldu, þá liefðu
þeir, sem einn maður, gerzt leiðtogar alþýðunnar í bar-
áttunni við vínið og með því skapað fordæmi, þar
sem hver sá þykir aumkunarverður, sein leitar sjúkri
sál sinni svölunar í óminni áfengis, á sama liátt og sá
þykir aumkvunarverður, sem neytir ópíums eða cocains.
— — Það er vissulega rétt, að bezt væri að þurfa
ekki að leggja bann við gerðum manna, livorki um
meðferð áfengis né annað. Og í þjóðfélagi, sem getur
boðið ölhim viðunandi kjör, er hættan á misbeiting ein-
staklingsfrelsis miklu minni. Sá, sem vinnur af áiiuga
hæíilegt starf, veit afkomu sína örugga og befir ein-
hvers af framtíðinni að vænta, liann er varla líklegur
til að gerast óreglumaður. En því meir, sem baráttan
um Jífsnauðsynjar Jiarðnar, því JJeiri, sem verða utan-
veltu í liinu æðisgengna kapjiliiaupi, sem nú er Iiáð um
aJJan heim, því betri eru skilyrðin fyrir óreglu og glæp-
um. Atvinnulaus maður liugsar aldrei til morgundags-
ins öðru vísi en með kvíða. Tilviljunin ein ræður því,
hvort hann hefir til næsta máls. Honum er lífið þrot-
laus kvöl, því að maturinn er það fyrsta. Það er líf•
íræðileg staðreynd. Og matarlaus maður virðir ekki
mikils Jiorgaraleg lög og dyggðir.
Það geta engar ýkjur talizt, þótt fullyrt sé, að nokkr-
um hluta þjóðarinnar sé gersamlega ofaukið. Ríkisvald-
ið er ráðþrota, Það getur ekkert við fólkið gert. En þá
rís upp flokkur manna, sem nefnist andbanningar. Sá
flokkur veit þó eitt ráð við ósköpunum. Ilann vill gefa
þjóðinni meira vín. Með því voru vandræðin leyst, því
að þar var fundin vís leið fyrir verkamennina til að
gleyma áhyggjum sínum og eyða síðustu skildingunum.
Það var einnig leið til að fylla hálftóma ríkisfjárhirzl-
una og að síðustu var það reynandi til að svæfa sjálfs-
bjargarviðleitni alþýðunnar.
Þarna eru að verki *vökumennirnir«, sem mest hafa
þótzt af íslenzku þjóðerni, íslenzkri menningu og ís-
lenzkri dáð.
Verk þeirra eru mikil, fyrr og nú, en livort þeim
verður goldið þakklæti að verðleikum, skal ósagt. Hitt
er víst, að takist hinni rísandi kynslóð að skapa sér
haldbetri menningu, þá verður þessara manna minnzt
— en aðeins til viðvörunar. .
Benedikt. Tómasson.
Verzlið einungis við þá, sem auglvsa í
Nýja stúdentablaðinu.
Ávarp
Til ungra námsinanna nm allan heim!
Til menntamanna hinnar ungu kynslóðar!
Félagar!
Við stúdentar, sem sátum á fundi í Briissel seinustu
daga desemhermánaðar 1934 og höfum tengzt órjúfandi
böndum, skorum á milljónir stéttarbræðra okkar til sam-
eiginlegrar baráttu fyrir nýrri framtíð. Við höfum tek-
izt 1 hendur yfir lönd og álfur, án þess að líta á mann-
flokka eða kynþætti, þjóðerni eða tungu, trú eða stjórn-
málaskoðanir.
Eldhríð uppvaxtaráranna hefir brætt okkur saman í
lieild. Við erum fædd á stríðsárunum. Feður okkar os
bræður voru tættir í sundur af sprengjum og byssukúl-
um. Mörg höfum við alizt upp við tár syrgjandi mæðra.
Við ólumst upp á árunum eftir stríðið. Fátækt og at-
vinnuleysi sundraði fjölskyldu ng heimili, ekki aðeins í
löndum hinna sigruðu, heldur einnig í löndum hinna
svonefndu sigurvegara.
Síi útsýn, sem framtíðin býður okkur, ungum náins-
mönnum, nýrri kynslóð, er vígvöllur, skotgrafir og fall-
byssur.
Hvaða göfuga hlutverk híður þekkingarþrár okkar,
náms og skólagöngu?
Flestum okkar er ofaukið. Ríkjandi þjóðskipulag, sem
ber einungis lyrir brjósti hag fámenns minnililuta, þarf
ekki á okkur að halda.
Eftir langan námsferil þurfum við að ganga undir
próf, sem stöðugt verða þyngri en áður. Við fáum próf-
vottorð, sem læknar, kennarar, rithöfundar, lögfræðing-
ar, margskonar verkfræðingar — en við öðlumst ein-
ungis nafnbót, en enga vinnu. Við getum ekki fært
okkur í nvt þekkingu okkar. Kunnátta okkar er fyrir-
litin, uppfinningar okkar eyðilagðar.
Ríkjandi stéttir leyfa okkur ekki að byggja upp nýtt
þjóðskipulag. Við erum ekki þeirra verkfæri. Samt vilj-
um við verða að gagni. Við viljum vinna saman í þágu
nýs skipulags, viljum vinna að heill þjóðanna og þroska
á þann hátt einstaklingseðli okkar og gáfur.
Við ungir námsmenn, menntamenn framtíðarinnar er-
um ein hinna vinnandi stétta og köllun okkar er að
reisa nýtt þjóðskipulag með hjálp annara vinnandi
stétta. Valdhafarnir sjá, hvernig byltingunni eykst afl
í okkar bópi. Þeir reyna að tala okkur af réttri leið í
gildru fassismans.
En hvað flytur fassisminn ungum námsmönnum? Ber-
um saman hverju hann lofar og hvað hann efnir.
Lítið til Þýzkalands, Ítalíu, Austurríkis og annarra
lauda, þar sem fassisminn hefir komið fótum undir
harðstjórn sína. Sá fassismi vill niðurlægja okkur með
því að gera okkur varðlið stóriðnrekenda. Hann boðar
okkur heilegt stríð gegn vaxandi fjölda verkfærra manna.