Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Blaðsíða 5

Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Blaðsíða 5
JNÝJA SIÚDENTABLAÐIÐ 5 Eiríliiir Magainssoii: Um hókmeimtir og bókmemitamat. Iramhald. III. Séra Benjamín Kristjánsson hefnr skrifað. En hvern- ig eiga þá aðrir að skrifa, svo að liið fagra og nytsama gangi samfeta? Nú telur liann að vísu, að böl sé til í heinii þessum, menn, sem Htið eiga nema bágt. En þó að sumir séu víst þannig gerðir, að þeir komist við af þessu, þá er þó full ástæða til að líta eftir og gefa vel meintar bendingar, að þessi viðkvæmni — vandakind, eins og Breiðfjörð gal í skyn að hún væri, er hún leit- aði inn á við — færi eigi rangleiðis, verði ekki of al- vörumikil, þegar hún leitaði út, beinist að »margvíslegu böli«. Ekki nú að tala urn, er hún gerist svo jarðbund- in og skriðul, að tala bara um fátæktina, glatar sínum liáfleyga uppruna í umfjöllun öreigalífsins, aðeins og einungis. Ef viðkvæmnin leiðir skáldin út í þær gönur að fjölyrða um þau efni, eins og þau liggja fyrir óhjúp- uð, þá lieitir það á máli benjamínízkunnar »langar og ömurlegar útlistanir á eymd og vesaldómi Iílsins«. Þegar svo er komið, verða skáldin fyrir alla muni að sjá að sér vegna skáldsins í sér eins og áður er bent á — og þó einkum vegna öreiganna sjálfraf!!). Of mikill realismi getur orðið þeim svo anzi liættulegur og benjamínizkan ber svo mjög fvrir brjósti, það sem þeim þénar bezt. Þessvegna gefur hún út hina frómu yíirlýsingu að »ör- eigunum er betur þént ineð litlu sólskinsbjörtu ljóði«, ekki stóru, öreigunum er ekki þént með stóru, bara »litlu sólskinsbjörtu«. Sjáið og lilustið íslenzku skáld og nemið af bók- menntamati benjamínzkunnar, livernig yrkja ber fyrir íslenzka öreigann! Hún er prúðbúin leiðbeiningin, »góð« og »fróm« og »fögur«, laus við allan »ömurleik«! En ef ykkur dytti í, hug að brjóta til mergjar inni- hald hennar, þá liafið pið benjamínízkuna í felum l>ak við snotur, velþekkt, vinsæl orð. Þar stendur reaktionin gegn þróun bókmenntanna, andspyrna, sem veit hve málstaður hennar er illur og ómenningarlegur og fer því í leikaragerfi bókmenntalegs áhuga og vandlætingasemi. Benjamínízkan er staðreyndafælin, einkum ef staðreynd- in er skilin út frá ræðn og raunhæfu sjónarmiði. Hún er gahhið, blekkingin, viljinn til að l'riða óróleg öfl »mjúku masi«. Steinar fyrir branð er of grófgert liátt- erni á bólcmenntasviðinu. Benjamínízkan skilur auðvit- að nauðsyn þess að fylgjast með tímanum. Hún hefir móderniserast, lært aí' reynzlu skyldra fyrirrennara. Sól- skinsbjört Ijóð lieitir það núna, sem öðru fremur á að bera á borð fyrir öreigann. Með þessháttar bókmenntum er honum vel »þént«. Sólskinsbjört Ijóð eiga að lauga sál hans, ef brauðið skyldi vera af skornum skammti og i'riða hann ef lífskjörin eigi samsvara draumunum um vöxt eg fegurð sér eða sínum (ii handa. En hver séu hin sólskinsbjörtu Ijóð, skýrist við lof það, er séra B. K. veitir Jóhannesi úr Kötium fyrir tvær fyrstu ljóðabækur hans. Og á »þénustunni« í öreig- ans garð þarf enginn að villast, sem ekki er blindur fyrir félagslegum öflum. Benjamínízkan ann bókmenntunum á meðan þær fjalla um fuglasöng og lækjarnið, rómantiskar ástir í sælu og sorg, trúarþel, fallega orðað vonleysi, sem ekk- ert skilur í sjálfu sér, abstraktan fögnuð, sem tekur hinn margbannsungna ömurleik, sem fjarlægt og synd- ugt fyrirbrigði. Hún er ást hinnar tryggðu stéttar á þeim hugsunum og skoðunum, sem útganga al’ hennar munni og svífa umhverfis hásæti hennar. Sín skilgetnu afkvæmi ein kallar hún skáldskap. Ann- að tilheyrir róttækum bókmenntum eða öðrum slíkum ruslakistum. Benjamínízkan er óvinur hinna reellu lýs- inga, sem afhjúpa «ömurleikann» sem sósielt fyrirbæri og láta sér detta í hug raunhæfa útrýming lians. Því titlar hún hinn sósíala realisma í bókmenntum síðari tíma sem sóðaskap, langar útlistanir á ömurleik, andúð á skáldskap í von um að ógeð manna á sóðaskap ásamt ást þeirra á skáldskap geri þá fyrirfram afhuga hinum nýju bókmenntum, ef verða mætti að kippti eitthvað úr vexti menningar svo að benjamínítarnir gætu villt á sér heimildir stundu lengur. Að dómi þessara manna eru skáldverk í bundnu o<r óbundnu máli því aðeins góð og gild vara, að hann snúist sem mest um þá hluti, sem lokka og laða hugs- anir manna frá fullkomlega raunsærri og jákvæðri lífs- athugun. Og þá auðvitað um leið að snéia hugum manna frá þeim rökréttu áhrifum, sem slík athusun liefir óhjákvæmilega í för með sér fyr eða seinna á hugsanalíf og athöfn. Höfundar, sem fara aðrar götur, eru jafnvel, að dómi eins þessara manna, komnir svo langt afvega, að þeir eru hættir að skilja »borgaralegt fólk«. — Þessir menn hrópa á orð og hugtök sér til aðstoðar, svo sem hið góða, fagra, sólskinsbjarta, vongóða — sem væru þessi góðkunnu orð algild að innihaldi, fælu í sér raunverulegan heim út af fyrir sig, sem spilling tímans væri að loka fyrir fullt og allt rétt einu sinni. »Raunsæi« þeirra hirtist meðal annars í þeirri afstöðu til öreigastéttarinnar að leita fyrst þeirrar lausnar á vandkvæðum hennar að yrkja fyrir þá um sólina, feg- urðina og gleðina. Orsakirnar fyrir ástandi þeirra eiga ekkert erindi fram á sjónarsviðið í bókmenntum og eigi heldur nærtæk lýsing á kjörum þeirra, nema þá til að sýna von þeirra og auðmýkt. Krafa benjamínítanna um góðar skáldbókmenntir er meðal annars í því fólg- in, að þær dragi ekkert óþægilegt eða ófagurt inn á sjónarsviðið, rumski sem minnst við óánægju eða gagn-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.