Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Page 6

Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Page 6
6 NVJA STCDENTABLAUltí rýni gegn ríkjandi siðum, ríkjandi trúarskoðunum, ríkj- andi þjóðskipulagi. Skáldverk uppljúka hugskotunum meira en flest ann- að, og þau lýsa dýpra í sálirnar og lylta hærra undir hugsanirnar. Þessvegna er benjamínizkan næm á að skáldskapur haldi sér frá öllum róttækum realisma, sem tekur afieiðingum nýs skilnings á lífi manna og lífskjör- um. Þessvegna getur hún aldrei talað eða skrifað objekt- ivt um bókmenntalist. Þessvegna selur hún virðingu sína fyrir fúkyrði og meinlokur, fákænsku og mein- fýsi, er hún upplýkur sínum munni um þessi efni. Benjamínízkan er tilraun til að tízkubúa fallandi Jiugsanakerfi, andmæli gegn nýjum viðhorfum og nýju mati verðmæta og endurskoðun lífsskoðana. Tónn henn- ar er hinn móðursjúki heilagleiki, sem eigi þolir að sjá lífið, nema í rómantísku villuljósi. Þetta líf, sem liún þykist vilja verja og lofsyngja. Vörnin er í því fóigin að falsa veruleikann, lofgerðin til þess sungin að dylja hann — vitandi, óafvitandi. Bókmenntagagnrýni benjamínítanna verður því fyrst og l'remst reist á kröfunni um ákveðið efnisval og á- kveðna skoðanalega túikun þess efnis. Samband bók- mennta og þjóðlífsbreytinga er þeim að því leyti ljóst, að þeir vita að skáldverk geta túikað þær staðreyndir, sem breytingunum valda ljósar og röklastar, en t. d. dagblöð og flýta þannig fyrir nýjum tíma. Þessvegna lieimta þeir að skáid yrki um háspeki og liugtök, en róti eigi til í þeim jarðvegi, sem þessir svo Ioftkenndu hlutir hafa stigið upp úr á sínum tíma. Benjamínízkan er gömul. Hún er aílið, sem alltaf er viðl>úið í nafni góðra liluta, að kæfa viðleitni, sem fer lengra en liennar þægilegi áhugi nær. Hún er aflið, senj ver sinuna á kostnað nýgræðingsins. Hún er afturhald- ið í einni af þess viðsjáiustu myndum. Sem slík minn- ir liún óþægilega mikið á gömlu myndina: tílfur í sauðargæru. IV. íslendingar hafa um langan aldur Iiætt sjálfa sig með nöfnum eins og »söguþjóð« og » bókmenntaþjóð«. Ensögu- þjóðin á ekki sína éigin sögu ritaða samfellda. Almenn saga er engin til á hennar máli, utan nokkrar misheppn- aðar kennsiubækur og úrelt stærri ágrip. Bókmenntaþjóðin á auðvitað enga fullgilda bókmennta- sögu prentaða. Og fram til þessa dags hefur bók- inenntaþjóðin fóstrað einn einasta inann, sem um bók- inenntir hefir skrifað og við bókmenntafræði hefir leng- ist af þeim vitsmunum og þeirri virðingu fyrir þeirri mennt, að þjóðin öll hafi hlustað og vaxið af. Svo l’átæk er bókmenntaþjóðin af bókinenntafræðingum og bók- menntagagnrýni. Og eftir því fer bókmenntaþroski hennar. Af ólijákvæmilegum ástæðum eru bókmenntir hennar fáskrúðugri en með öðrum þjóðum, þótt svo sé eigi að tiltölu við fólksfjölda. Og af sömu ástæðum, lá- menninu, er íslendinguin erfiðara um vik að kynnast úrvalsbókum erlendum í þýðingum. En því meiri ábyrgð livílir á þeim, sem taka sér fyr- ir hendur að skrifa um bókmenntir fyrir Islendinga. Þeim er meiri þörf sannmenntaðra rnanna í bókmennta- legum efnum, því fátæklegri sem þeirra eigin tunga er að snilldarverkum, sem skapi samanburð og smekk. Þörf á virðulegri gagnrýni er og því brýnni, því erfiðara sem íslenzkum skálduin og rithöfundum er uppdráttar í andlegum efnum í íslenzku fámenni og fjarlægni. Is- lenzkir listamenn hins skrifaða orðs eiga örðugra með að vera án þeirrar uppörfunar og samstillingar, sem slíkum mönnum veitist í virðulegu og menntuðu bók- menntamati heldur en stéttarbræður þeirra erlendis, sem vaxa að getu og áræði við margfalt umfangsmeira menningarlíf og stórbrotnara. Islendingar kunna og ekki að lesa, þótt læsir séu þeir. Þeir bera litla virðingu fyrir skáldum sínum og ritliöf- undum. Almennan skilning á eðli skáldbókmennta skort- ir bókmenntaþjóðina tilfinnanlega. Hún les mikið, en les illa, ekki sízt sínar eigin bókmenntir, sem er kann- ske einkenni smáþjóðar, sem er í vexti og vill kynnast stærri verkum og viðhorfum en þeim, sem hún sjálf hefir skapað. En liennar eigin bókmenntir verða útundan af öðr- um orsökum. Smekkur þjóðarinnar er óuppalinn, skiln- ingur hennar á bókmenntastarfi með öllu óþjálfaður. Hún er þelckingarsnauð um blæbrigði skáldlistar, sér- kenni máls og stíls, lögmál byggingar sögu og kvæðis. Þekkingarskortur bókmenntaþjóðarinnar á bókmennta- legum efnum á að miklu leyti rót sína að rekja til þeirrar raunalegu staðreyndar að bókmenntagagnrýni, sem það nafn verðskuldar, liefur hún naumast cignazt enn. Allur þorri þeirra manna, sein um bækur skrifa, gera það án nokkurrar eiginlegrar bókmenntaþekkingar og þjálfunar. Bókmenntadómar Islendinga eru því með fullkömnum losaralirag og hala aldrei getað skapað skiln- ing né virðingu fyrir bókmenntaiðju. I þeim efnum hefir bókmenntaþjóðina fullkomlega skort leiðsögn kunnáttuinanna — að einum manni undanteknum, sem áður er bent á — en liinsvegar lialt töluvert af afvega- leiðendum að segja. Hún hefir enn eigi eignast svo þroskaða stétt bókmenntagagnrýnenda, að af starfi þeirra hafi vaxið virðulegt orðbragð um skáldskap og þroskuð hugsun um þá grein menningar. Það er hennar litterera giftuleysi. Þetta ramma giftuleysi er að leggjast sem mara yfir alla þá, sem unna þrám og viðleitni þjóðarinnar í bók- menntum hennar og sjá hennar vegsemd þar. Þeir fyll- ast eftirvænting hvert sinn, er þeir sjá í blaði eða tíma- riti grein um bókmenntir. Kemur nú loksins einhver fram, sem skrifar um bókmenntir fyrir bókmenntaþjóð- ina svo að lýsi af? Kemur nú loksins lianu, sem á skiln- inginn, þroskann og virðinguna? En vonbrigðin eru allt-

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.