Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Side 8

Nýja stúdentablaðið - 23.02.1935, Side 8
8 IYÝJA STÚDEMTAISLAtílÐ var eiginlega um að vera? Hvað vildu ■ þau honum? Hann steig á stigsveifina og liægði ferðina. Maðurinn var nú kominn að götubrúninni. »Halló! — Halló!« »Góðan daginn«, sagði Franz, >hvað cr að frétta?« Ókunni maðurinn kastaði hrífunni sinni í grasið og ýtti stráhattsgarminum aftur á hnakkann. »0, það er nú svo sem ekki mikið. — En hvert skal halda?« Undarlegum vandræðasvip brá yfir störfreknótt and- lit hans. Grá augun rannsökuðn Franz frá hvirfli til ilja og námu staðar við hakpokann. Hvern fjandann vill hann vera að tefja mig, hugsaði Franz gramur, en liátt sagði liann: »Til Sanzdorf«. »Hefirðu þá eitthvað að gera þar?« »Já, atvinnubótavinnu við gróðursetningu». Hann sneri vinstri stigsveifinni og bjóst til brottferðar. Sá frekn- ótti tvísteig fyrir framan hann. Augun hvörfluðu enn að bakpokanum. Eitthvað er manninnum niðri fyrir, hugsaði Franz. »Er hann þungur þessi«?, spurði hinn hikandi. «Nei, sei, sei, nei, í honum er hara matarhiti og stormtreyja«. Þá hrosti hinn. »Það er hara þú tefjist ekki í dag«, sagði hann og benti fram fyrir sig. »Göturnar í Kubitz eru nefnilega lokaðar — Það er SA-eftirlit«. Þeir hlógu háðir, og sá hlátur hraut til grúnna þann misskilning, sem verið hafði með þeim. Þegar Franz vatt sér á hjólið, sagði freknótti maðurinn: »Við erum vinnumenn lrá Kubitz«, og hann drap tittlinga framan í Franz. »Við erum gamlir félagar«. — A hinu rudda svæði með skógarjaðrinum gat að líta bogin bök í löngum röðum. Það voru menn, sem unnu liér í atvinnubótavinnu. Þeir fengu fimmtíu og fimm aura um tímann. Sólskinið var hrennandi heitt. Þrjátíu sentimetra djúp hola, — græðlingur í hana — aftur þrjátíu sentimetrar — og græðlingur. Allt í einu kom moldarköggull íljúgandi og hæfði Franz í hendina. Hann leit við. Ó, já, það var Emil, sem vann þar nálægt. »Nú er allt reiðubúið. Fyrsta tilraunin í kvöld, klukk- an 11 12», kallaði hann lágt. Franz kinkaði kolli Ijómandi af gleði. »Já, en hinir?« Emil gerði bendingu. Að haki þeim kom eftirlitsmað- ur í ferlegum rosabullum. Hann var í riddarastormsveit- inni í Kubitz. Þegar hann var kominn framhjá, sagði Emil: »Segðu Karli þetta, Albert veit það. Vertu var- kár, komdu ekki á hjóli — og vertu stundvís. Er ekki allt í lagi?« »Jú«. Þegar Franz gekk heiman að um kvöldið, skein tunglið í fyllingu yfir skóginum. Franz gekk yfir akrana. Það var að vísu lengri leið, en öruggari. Hlýjar kyljur kvöldgolunnar léku um andlit honum og báru óminn af fjarlægum söng að eyrum lians. Það voru kvennaraddir, sennilega griðkonur úr þorpinu. Innan úr skóginum harst. ömurlegt ugluvæl. Slæður húmsins vöfðust um akrana. Franz hafði bráðum verið klukkustund á leiðinni. Bara ég komi nú nógu snemma, liugsaði liann. Loks sást þorpið. í gistihúsinu skein dauft lampaljós, kliður af samtali heyrðist út um opna gluggana. Bakdyramegin átti liann víst að fara. Hann gekk meðfram löngum skurði og klofaði yfir limgerði og gaddavír og heygði síðan til hægri. Skuggaleg persóna kemur utan úr húminu. »Franz«, hvíslar einhver órólega. »Já« — Það var Emil. »Yið vorum næstum farnir að halda, að þú ætlaðir ekki að koma«. — Yfir lítið og lágt herbergi kastar olíulampi guggnu og gulu ljósi. Þar bíða hinir. A horðinu steudur svart- ur, gljáandi hlutur. Það er útvarpsviðtæki, viðtækið þeirra. — Mánuðum saman hafa þeir aurað saman fyrir því. Emil, sem fyrir ári síðan var vélfræðingur í borginni, hefir staðið í ströngu við að koma því saman. Og í kvöld er þó svona langt komið. — í kvöld! Viðtækið starir á þá sínu eina auga, sem í eru rituð stöðvarnöfn og bylgjulengdir. »Einn okkar gætir dyranna«, segir Emil, »við verð- um að skiptast á, á tíu mínútna fresti«. Hann lítur á klukkuna. »Bráðum kemur það«. Það er dauðaþögn í herberginu. Emil tekur að snúa húnunum. Allra augu inæna á viðtækið. Lágur hvinur heyrist, — skrækir, kvenrödd bregð- ur fyrir — svo er aftur hljótt um stund. Svo eylcst hvinurinn, öðru hvoru smellur og skellur — og svo — og svo. — Þeir þyrpast nær. Frá gjallarhorninu dynur hljóðfærasláttur. »Internationale«. Franz sprettur á fætur. Hann sýpur hveljur af geðs- hræringu, eitthvað salt rennur niður í munnvik hans. Þessi söngur! Söngurinn þeirra — þeirra allra. — Hann barst til þeirra yfir fjöll og dali, yfir sléttur og skóga, um fimmtán þúsund kílómetra leið, liingað í lágreist hús í þýzku þorpi. Franz hafði sungið hann oft — oft áður, á fundum og í kröfugöngum, en á þessari stund er sem hann endur- 1‘æðist í huga lians. Hann tautar erindið fyrir munni sér, varir hans titra í hljóðfalli söngsins. Þessi orð: Hversu efnisrík voru þau í þessu lævi blandna lofti, í nauðum og dauða. Emil hefir gengið út og sótt Karl. Þeir standa orðlausir andspænis hvor öðrum. Augu þeirra stara. Þ«úr lirýsta hvor annars hönd, þessir út- lagar úr borginni, báðir sveitaverkamenn. Frá gjallarhorninu hljóma orð hinna fjarlægu íélaga, sem eldheit loforð, sem hvetjandi heit: »Öreigar allra landa, sameinist!«

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.