Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 1
ir hwa ö. arg. okt—nóv. 1943 STUDENTABIáÐIÐ GEFIÐ ÚT AF „FÉLAGI RÓTTÆKRA STÚDENTA" ANDRÉS BJÖRNSSON cand. mag.; MAUST Hvert er horfinn vindur, sem vakti í dag og velti óldu af sundi, sem feykti burtu ryki og fallin laufin tók i fang og þungan stundi? Til heiða er hann horfinn, bv't hágnýfur á er héluklæðum vafið, og mjúkur gamburmosi og mógult sinustrá i mjöllinni grafið. En lengra mun hann œtla með arnsug i vœng um ómcelisgeima og hljóða kveðju flytja, er hann flýgur 'i kv'óld yfir fjallinu heima. AGNARR ÞÓRÐARSON stud. mag. í ÖERVI LAMBSINS Grein þessi er skrifuö í Lundúnum á öndverðu hausti 1942. Það var molluhiti í Lundúnaborg þennan dag. Gult sól- skin haustsins skein á silfurgljáandi flugvarnabelgina, og fán- ar bandamanna bærðust í blæþrotum á einu stærsta hóteli heimsborgarinnar. Hás hróp blaðasölumannanna, um árangurslaus áhlaup þýzkra skriðdrekasveita við Stalíngrad, drukknuSu í götu- skarkalanum og mannfjöldinn á götunni var eins og iSandi mauraþúfa. Eg var aS bíSa eftir strætisvagni og stóS óþolinmóSur aft- arlega í halarófunni og átti fullt í fangi meS að stilla mig, vegna hitans, en reynslan hafSi kennt mér, að hvergi væri eins gersamlega tilgangslaust að vera óþolinmóður og hér í Bretlandi. Þó gat ég ekki varizt brosi, er önnur stúlkan, sem stóð fyrir framan mig, sagði viS hina á áberandi Lundúna- mállýzku: ,,Veiztu, aS Ameríkanarnir eru komnir hingaS til aS hjálpa heimavarnarliSinu", um leiS gekk berleggjuS hispursmær framhjá meS Bandaríkjahermanni. Osjálfrátt gaut ég augunum til mannsins, sem stóS við hliðina á mér, til þess að forvitnast um, hvernig þessar óvæntu upplýsingar hefðu orkað á hann, en hann virtist of niðursokkinn í að lesa blað til að hafa gefið því nokkurn gaum. Þetta afskiptaleysi hans eða fjarhygli, sem annars er mjög áberandi hjá mörgum Bretum, varð til þess, að ég fór aS gefa honum nánari gætur. MaSurinn var vel búinn, miSaldra, á gljáfægðum skóm og hefði vel getað verið sæmilega efnaður kaupmaður neðan úr city eSa yfirþjónn á meSalstóru hóteli. En rétt í þessu nálgaSist okkur tötralegur fiSluleikari, sem lék á hljóSfæri sitt meS áköfum hávaSa og skerandi tónum. Flest fólkiS, sem beiS þarna lét sig þaS engu skipta, en prúSbúni maSurinn við hliðina á mér tók upp pening og lét hann falla ofan í poka fiðluleikarans með hinni sömu rósemd og fjarhygli. Sjálfur velti ég volgum koparpeningi nokkrar sekúndur LMDSBOKASAFN

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.