Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 2

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 2
2 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ milli þvalra fingranna og lét hann síðan falla aftur í vasa minn. ---- Á síðustu hundrað árum hefur hugtakið ,,mannúð“ náð mikilli útbreiðslu og fest djúpar rætur í siðgæðisvitund vest- rænna bjóða. Túlkun yfirstéttarinnar á bví hugtaki hefur jafnvel hlotið viðurkenningu hinna lægstu stétta bjóðfélags- ins, sem annars verða að vera og eru miklu raunsærri en milli- og yfirstéttirnar. Mikill fjöldi manna áttar sig alls ekki á því, að ýmiskonar góðgerðastofnanir, sem þeir álíta mann- úðlegar eru í raun réttri ómannúðlegar, draga aðeins úr sár- asta sviðanum, en lækna ekki meinið, og innan stundar er sársaukinn meiri en fyrr. Slík mannúð sem þessi er annars mjög algengt og skaðlegt fyrirbrigði hjá einstaklingum sem og heilum þjóðum. Venju- lega fer að bóla á slíkri ,,mannúð“ þegar samvizka rís úr rotinu, þannig er mjög óalgengt, að nokkuð beri á henni hjá mönnum, sem eru að brjótast til auðs og valda. Þeir þurfa að halda á allri þeirri hörku og öllu því miskunnarleysi, sem er vöggugjöf villimannsins og þar kemst ekkert að, nema hag- ur þeirra sjálfra og fjölskylduliðs þeirra. Það er ekki fyrr en menn hafa notið auðæfa lengi, helzt um marga ættliði, að nokkuð fer að bóla á réttlætiskennd eða hugsun um mis- jafnt hlutskipti manna. Kemur þá stundum fyrir, að einstaka menn, sem neytt hafa hinna góðu aðstæðna í þjóðfélaginu til menntunar og sjálfstæðra íhugana, hafa gengið svo langt, að þeir hafa gerzt reiðubúnir að fórna öllum forréttindum sínum fyrir það, sem þeir álíta fegurra, sannara og heilbrigðara líf. Þessir menn hafa verið ærið sundurleitir í starfsaðferðum og skoðunum, þó að þeir hafi átt sammerkt í því að vilja rísa gegn hræsninni og ranglætinu. Þannig hefur ekki aðeins starf margra ágætra manna verið unnið fyrir gýg, heldur og jafnvel til ills eins. Að ósi skal á stemma, segir gamalt máltæki, en þar sem barátta þeirra hefur ekki beinzt að orsökum meinanna, hefur hún orðið til þess eins að hiúa að hræsni auðstéttanna. Gott dæmi slíkra urobótamanna er Robert Oven, mannvinurinn, sem fórnaði ævistarfi sínu og eignum fyrir hugsjónir, sem voru ógrundvallaðar og því í eðli sínu ósiðrænar. Svo átakanleg hefur ævi flestra þeirra verið. Því það voru aðeins hinar örfáu undantekningar, menn eins og Karl Marx og Engels, sem skildu orsakir meinsemdanna og bentu á, að eina leiðin til úrlausnar væri róttækar ráðstaíanir, þar sem orsakirnar væru upphafðar. Síðan hafa margir gerzt fylgj- endur kenninga þeirra og hugsjóna. Ef við virðum fyrir okkur ævi þeirra manna, sem mest hafa barizt fyrir þessum hugsjónum, sjáum við, að allt líf þeirra hefur verið vægðarlaus barátta. Ofsóttir af hástéttun- um, auðmönnunum og oft og tíðum vantreyst af lágstéttun- um, hafa þeir verið hraktir og níddir og þolað margs konar písl. Það er því ekki beint uppörvandi að eiga sér hugsjón, ef litið er á málið frá þeirri hliðinni, enda er um allan þorrann svo, að hann lætur sig hugsjónir engu varða og hugsar um það eitt að safna þeim verðmætum, sem mölur og ryð fá grandað. Menn vilja halda forréttindum sínum umfram allt, og skiptir þar engu máli, þótt það sé á kostnað almúgans. AI- múginn er í augum þeirra hinn illi vættur, sem aldrei má drepa úr dróma, hlutverk hans er að þjóna. Þessir menn hugsa ekki út í það, að hagsmunir almúgans geta verið hags- munir heildarinnar og þá um leið hagsmunir þeirra sjálfra. í refskák þessari milli stéttanna er beitt ótal brögðum og þar helgar tilgangurinn meðalið. í gervi lambsins hafa ræn- ingjar blekkt marga saklausa sál, og hefur kristin kirkja ver- ið fremst í flokki með fyrirheitum sínum til handa þeim, sem í auðmýkt kyssa vöndinn. í skjóli hennar hefur hræsni yfir- stéttanna dafnað vel og í kjölfar hennar hafa risið upp alls konar góðgerðastofnanir, svo sem vetrarhjálp o. s. frv., sem eiga í raun og veru ekkert skylt við mannúð. Allt er gert til að viðhalda þeirri bábilju, að allsnægtir jarðarinnar séu aðeins handa ákveðnu, takmörkuðu broti af mannkyninu. Vafalaust myndi það takmarkaða brot kaupa upp loftið, sem við öndum að okkur og selja okkur það síðan, ef hægt væri að koma því við. Er oft einkennilegt að sjá, hvílíkur munur er gerður á mönn- um og dýrum. Allsstaðar úir og grúir af dýraverndunarfélög- um, en mannverndunarfélög þekkjast ekki. Þannig mætti til gamans minna á, er brezkar hefðarkonur mótmæltu hvala- drápinu í Fossvogi veturinn 1935 sem ómannúðlegri meðferð á saklausum og gáfuðum dýrum. Þeim hefði verið nær að mótmæla ómannúðlegum aðbúnaði saklausra og gáfaðra manna í postulínsiðnaðarhéruðunum í heimalandi þeirra. En slíkt myndi þeim aldrei til hugar koma, því það væri að fara inn á hagsmunasvæði þeirra. Oll þessi hræsni, sem er skreytt með nafninu ,,mannúð“ er því í raun og sannleika ómannúðleg. Hin sanna mannúð er að lækna meinin, en ekki breiða yfir þau. Þar er miðað við hagsmuni heildarinnar, en ekki við hagsmuni einstakra manna. Mannúð hefur tekið á sig margar og breytilegar myndir á yfirborðinu, en í kjölinn er hún alltaf söm við sig og verður alltaf, sem sé að þjóna mannkyninu. Þannig geta jafnvel hryðjuverk verið mannúðleg a. m. k. þegar þau eru í því skyni að útrýma mönnum, sem eru hættulegir velferð heildarinnar. T. d. neitar því enginn ó- spilltur maður, að morðið á böðli Tékkóslóvakíu, Heider- ich, var framið í þágu mannúðarinnar. Það ætti því ekki að vera neinum ofvaxið að skilja, að allar ráðstafanir, sem halda við meinunum í stað þess að lækna þau, eiga alls engan rétt á sér. Allar slíkar stofnanir, hverju nafni sem þær nefnast, starfa gegn hinni eðlilegu þróun. Og hver sá maður, sem réttir þeim hjálparhönd, þótt ekki sé nema með einum koparpeningi, er vísvitandi eða óafvit- andi í þjónustu þeirra afla, sem eru andstæð lífinu.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.