Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 3
NÝJA STÚDENTABLAÐIi) X Um dialektiska efnishyggju og |iroun vísindanna í Sovétríkjunum Grein þessi er lauslegur úrdráttur úr fyrsta kafla búkarinnar ,,Sovét Si- ence" eftir J. G. Crowther. Erfitt er að gera sér grein fyrir helztu sérkennum í þróun vísindanna í Sovétríkjunum, án þess að þekkja nokkuð til dialektiskrar efnishyggju. Bókmenntir þessa heimspekikerf- is eru mjög víðfeðmar, en það bezta, sem ritað hefur verið um þau efni, er bæði fjölþætt og djúphugsað. Helztu hugmyndir dialektiskrar efnishyggju voru settar fram af Karli Marx. Hvergi hefur hann þó ritað um þær í heild, heldur koma þær fyrir á víð og dreif í hinum umíangs- miklu ritum hans, í sambandi við önnur efni. Fylgjendur dialektriskar efnishyggju líta á heiminn (cos- mos) sem eina heild. Heimurin er síbreytilegur — alltaf á framrás. Það verður þó ekki ljóst nema litið sé á það frá sjónarmiði sögunnar, og þar af leiðandi er þekking nauðsyn- leg á því hvernig þróunin eða breytingarnar fara fram. Heimsþróunin, er dialektisk í eðli sínu. Hugmynd þess á rætur sínar í grískri heimspeki. Dialektik er grískt orð, sem þýðir samræða eða kappræða. Grískir heimspekingar voru vanir að rökræða um eðli hlutanna, og rökræður þeirra leiddu í ljós ný sannindi. Einn heimspekingur hélt fram kenningu (thesis), en annar andmælti (hélt fram antithesis). Nýtt sjónarmið (synthesis) leiddi svo af baráttu þessara tveggja andstæðu skoðana. Hegel gerði ráð fyrir, að með þessum hætti yrði heims- þróunin; öflum heimsins mætti líkja við hina grísku heim- spekinga. Vegna áhriia sem hann hafði orðið fyrir af grískri heimspeki, áleit hann að hugmyndir þær, sem beitt er til að lýsa hinum ýmsu atburðum og fyrirbrigðum, sem birtast í sögunni, væru grundvallar raunveruleikinn og efnisheimur- inn væri skapaður af hinni dialektisku þróun þessara hug- mynda. Það er athyglisvert að kenning Hegels er að mestu samhljóða þróunarkenningunni, þó enn væri ekki búið að setja hana fram. Hinar djúpsæu sögurannsóknir hans knúðu hann til slíkrar skoðunar. Marx hallaðist að þessari skoðun Hegels, að heimssagan hefði eðli framþróunarinnar, löngu áður en Darvin hafði tekið af skarið um framþróun í þeim þætti heimssögunnar, sem nær til jurta og dýra. Darvinisminn gerir ráð fyrir óslitinni, hægfara þróun, þar sem Hegel og Marx aftur á móti gera ráð fyrir, að þróunin sé bilkvæm (discontinuos) eða ójöfn, þar sem stökkbreytingar og hægfara breytingar skiptast á. Barátta andstæðnanna er grundvallaratriðið í þróunarkenn- ingu Marx og Hegels. Þar af leiðandi er hugmynd hinna bil- kvæmu breytinga í algeru samræmi við heimspeki Mary, þar sem barátta andstæðnanna, sem lýkur með ,,synthesis eru grundvallareinkenni heimsins og grundvallaratriði þróun- arinnar. Fylgjendur dialektiskrar efnishyggju gátu því alger- lega fallizt á þá hugmynd, að rás náttúrufyrirbrigðanna væri ójöfn. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að kenningar, sern ekki virtust geta staðizt, svo sem rafeinda-bylgjukenningin, séu alveg eðlilegar, og þeim finnst engm ástæða til að trúa því, að hinar nýju kenningar í eðlisfræðinni leiði af sér heirr.- spekilega erfiðleika hvað snertir skilning á náttúrufyrirbrigð- um. Þeim finnst meira að segja meira vit í þeim heldur en kenningunum um óslitna, hægfara þróun, sem hala verið í tízku síðan á dögum Newtons. Þar af leiðandi finnast þeim ó- þarfar þær heimspekilegu vangaveltur, sem koma fram í rit- um A. S. Eddingtons og J. H. Jeans, sem halda að nýjar kenningar í eðlisfræðinni, er flestar eiga rót sína að rekja til orkuskammtakenningar Plancks, hafi í för með sér óvænt heimspekileg viðhorf og bendi frekar til þess að efni.sheimur- inn sé ímyndun (hugræn hughyggja). Fylgjendur dialektiskr- ar efnishyggju líta á hið heimspekilega öngþveiti þessara stjörnufræðinga sem eðlilega afleiðingu þess, að þeir hafa ekkert fengizt við heimspeki áður. Á yngri árum viðurkenna þeir kenningar Newtons án gagnrýni, og nú er orkuskammta- kenningin hefur leitt í ljós, hve skammt þær ná, urðu þeir ráðþrota og ruglaðir. Díalektisk efnishyggja er ekki hið sama og vélræn efnis- hyggja. Samkvæmt kenningum vélrænnar efnishyggju ætti að vera hægt að reikna út fyrirfram atburðarásina, ef menn þekktu ástand heimsins og öll þau öfl, sem hefðu áhrif á það á tilteknu augnabliki. Hinsvegar lenda fylgjendur dialekt- iskrar efnishyggju ekki í sama öngþveiti og Newton, sem fann enga skýringu á hinni upphaflegu orsök breytinganna. Munurinn á kenningu Hegels og Marx er í því fólginn, að dialektik Hegels byggir á hughyggjunni, en dialektik Marx hinsvegar á efnishyggjunni. Díalektikina má nota til að skýra margvísleg fyrirbrigði í heimssögunni. Uppruna mannsins má skýra á þessa leið: Upp i'ir inn- byrðis baráttu dýraríkisins (thesis) og frummannsins (anti- thesis) rís mannkynið (synthesis), nýjar mótsetningar skap- ast og þróunin heldur áfram. Stéttabaráttan, sem nú á sér stað, er einn liður í þessari þróun. Gleggsta einkenní allra

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.