Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 4
4 NV'.JA STÚDENTABLAÐIÐ þjóðfélaga hingaS til er stéttabaráttan, og á Kenni hefur sögu- þróunin byggst. Framþróunin á ýmsum öðrum sviðum eins og t. d. í vís- indum og heimspeki grundvallast á mótsetningum, sem myndast milli kennisetninga og reynslu. Kenning er sett fram (thesis), nýjar staðreyndir koma í ljós (antithesis), bar- átta til samræmingar leiÖir til nýrra sanninda (synthesis). Samkvæmt dialektiskri efnishyggju eru kenningar og reynsla óaðskiljanlegar, og í því eru fólgnir yfirburðir henn- ar yfir önnur heimspekikerfi. Meiri hluti heimspekinga hallast að þeirri skoðun, að kennisetningin sé mikilvægari en reynslan. Marx heldur því hinsvegar fram, að þessar kenningar séu villandi, og gefur skýringu á hversvegna þær eru það : Þær eiga rót sína að rekja til fræðimanna, sem ekki vinna líkamleg störf. Þetta ástand skapar þá röngu hugmynd, að hægt sé að öðl- ast þekkingu á náttúrunni með heilabrotum einum saman, án þess að leggja vinnu í tilraunir. Þessi aðgreining á kenni- setningum og reynslu leiðir óhjákvæmilega til rangrar nið- urstöðu. Við athugun á baráttunni milli kennisetninga og reynslu vaknar sú spurning, hvernig mótsetningum milli efn- isheims og hugheims sé varið. Marx áleit efnisheiminn upp- haflegri. Himingeimurinn og þessvegna einnig jörðin voru til á undan manninum. Eftir að hann varð fær um að afla sér nægilegrar fæðu til að halda í sér lífinu, fór hann að hafa tíma til að hugsa. Þannig var fyrsta viðfangsefni mannsins framleiðsla, — framleiðsla matvæla. Þegar afköst vinnunnar hafa vaxið svo, að maðurinn fer að geta framleitt meira en fyrir eigin viðurværi, hafa um leið skapazt skilyrði til að hugsa. Þessvegna heldur Marx því fram, að hinar almennu hug- myndir, listir, vísindi og réttarskipun hvers tíma, séu endur- speglun framleiðsluháttanna. Þessa kenningu má nota til að skýra sérkenni vísindanna á síðustu öldum, allt frá tímum Galileo og Torricelli. Þessir vísindamenn innleiddu fyrstir einangraðar tilraun- ir til rannsóknar á náttúrufyrirbrigðum. Heimspekingar mið- aldanna létu sér nægja að gefa skiljanleg'ar skýringar. Gali- leo gat ekki fallizt á þetta sjónarmið og ákvað að einangra einstök fyrirbrigði og fá um þau skýra hugmynd, án þess að taka tillit til sambands þeirra við alheiminn. Samkvæmt kenningu Marxista var aðferð Galileo í samræmi við vaxandi verkaskiptingu við framleiðsluna. Aðferð Galileo hafði í för með sér stórkostlega aukna þekkingu á staðreyndum á sama hátt og verkaskiptingin jók framleiðsluna. En vegna þess, að vanrækt var að samræma staðreyndirn- ar í allsherjar vísindakerfi, skapaðist hugtakaruglingur, og á sama hátt skapaði skipulagsleysið í framleiðslunni ringul- reið í þjóðfélaginu. í rauninni er sú ringulreið, sem nú ríkir í vísindunum, ekkert annað en smækkuð mynd af skipulagsleysinu í þjóð- félagsmálunum. Mikhr spc. ...gar hafa alltaf haft næma til- finningu fyrir nauðsyn á samræmi. T. d. samræmdri Des- cartes algebru og rúmmálsfræði, og tengdi þessar tvær fræði- greinar við aflfræði, ljósfræði, lífeðlisfræði, sálarfræði og myndaði úr öllum þessum fræðigreinum heimspekikerfi. Newton fann samræmið í sólkerfinu, Joule og Mayer í orku- fræðinni, Darwin í dýraríkinu og Mendeljev í efnafræðinni. Á vorum tímum hefur Einstein endurbætt kerfi Newtons með hinni almennu afstæðiskenningu. Fylgjendur díalektískrar efnishyggju hafa bent á, að á sama tíma og mikilmennin unnu þessi afrek, hafi komið fram afar mikið af barnalegum kenningum. Á síðari tímum, þegar afstæðiskenningunni og orkuskammtakenningunm vex fiskur um hrygg, eykst hinni íhaldssamari heimspeki fylgi í Þýzkalandi og skapar hnignun, sem leiðir til villi- mennsku. Það er auðséð, að hér er um skort á samræmi að ræða. Hin aukna sérhæfing vísindamannanna, sem helzt í hendur við vaxandi verkaskiptingu, hefur takmarkað reynslu þeirra og almenna þekkingu meir og meir, svo að þeir hafa freistazt til að gína við allskonar bábiljum utan þeirra eigin verkahrings. Þannig birtast okkur mótsetningarnar, að jafn- framt því, sem vísindamennirnir vinna glæsilegri afrek í sinni grein, verða þeir sem stétt heimskari og heimskari. Hin óbeina aukning sérhæfingarinnar í vísindunum og aukin verkskipting í iðnaðinum leiðir á annan bóginn til glæsilegra árangra, en til forheimskunar á hinn. Undraverðar uppgötvanir um eðli hlutanna hafa verið gerðar af mönnum, er gjörsamlega hefur skort almenna þekkingu á stjórnmál- um, viðskiptalífi, listum og jafnvel vísindum. Takmarkanir hins mikla vísindamanns Faradays sýna þetta greinilega. Nú á dögum íramleiða ungir menn bifreiðir og útvarps- tæki með fjöldaframleiðslu, sem gerir þá einhæfa í hugs- un og leikni. Fylgjendur díalektískrar efnishyggju halda því fram, að mótsetningarnar milli aukinna uppgötvana og aukinnar ring- ulreiðar í vísindum og heimspeki, séu endurspeglun af svip- uðum mótsetningum í þjóðfélaginu. Á þessu verður því ekki ráðin bót fyrr en mótsetningum þjóðfélagsins verður eytt. Ringulreiðin í þjóðfélaginu á rætur sínar að rekja til fram- leiðsluhátta auðvaldsskipulagsins, þar sem eignastéttin kepp- ist við að ná sem mestum gróða, í fullkomnu tillitsleysi til öreiga stéttarinnar. Þessi gróðasöfnun herðir baráttu verkalýðsins gegn arð- ráninu. Aukin barátta skapar þjóðfélagslega ringulreið, sem aftur leiðir til ringulreiðar í vísindum og heimspeki. Á þess- ari ringulreið verður aðeins ráðin bót með sigri annarrar stéttarinnar, og að lokum hlýtur það að verða verklýðsstéttin, af því að eignastéttin, vegna trúar sinnar á nauðsyn þess, að einstaklingarmr eigi framleiðslutækin, er hindruð að gera þá skipulagsbreytingu á dreifingu eignanna, sem nauð- synleg er til að ráða bót á upplausninni. Fylgjendur díalektískrar efnishyggju benda á, að verk- lýðsstéttinni hafi þegar tekizt að ná völdum í Sovétríkjun- um. Þar sem hún hefur engar rangar hugmyndir um einka- rétt einstaklingsins á framleiðslutækjunum, hefur hún skil-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.