Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 5

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 5
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ ft ffayrar heyrdi éa racídirnar. í( Þótt stúdentar geri almennt grín að blaðaútgáfu Vöku, er hún að vissu leyti merkilegt menningarfyrirbrigði. Það er að vísu ekkert merkilegt, bótt íhaldsmenn og nazistar gefi út sameiginlegt blað til þess að berjast fyrir sameigin- legum pólitískum áhugamálum sínum, en hitt er öllu merki- legra, að þeir skuli geta skrifað grein eftir grein, sem þeir segja, að sé um pólitík án þess að minnast á pólitík. Þótt leitað sé með logandi ljósi í blaði þeirra eftir grein, þar sem tilraun er gerð til þess að taka þjóðfélagsmálin föstum tökum að hætti siðaðra og menntaðra manna, verður sú leit árangurslaus. Oll obéktiv gagnrýni er forsmáð, öll skyn- samleg röksemdafærsla fyrirlitin, hins vegar úir og grúir af greinum, þar sem gælur eru gerðar við allt það lélegasta og ómerkilegasta úr áróðri afturhaldsblaðanna í landinu með fjólum og öllu tilheyrandi. Hverri grein fylgir svo mynd af ungum stúdent til áréttingar því, að hér sé hinn akademiski andi að verki. Nú er ef til vill spurt: Hversvegna eru mennirnir að þessu ? Því láta þeir ekki pólitíkina ,,liggja á milli hluta“, eins og Jónas Rafnar segir, að í raun og veru sé ætlun þeirra ? Svar- ið er ofur einíalt. Þá langar til þess að skrifa um stjórnmál, en þeir geta það ekki. Þess vegna mæta þeir rökum sósíal- ismans með upphrópunum eins og t. d. ,,Kommúnistar vilja berjast við allt og alla“, „Kommúnistar vilja öllu á glæ kasta bæði illu og góðu“, að ógleymdu hinu klassíska her- ópi forheimskunarinnar: , ,Kommúnistar eru föðurlandssvik- arar“ o. s. frv., o. s. frv. Eitt skæðasta vopn sitt í baráttunni við ,,Rauðu hættuna" telja Vökumenn danskonstir sínar. Hinum nýju stúdentum er sagt, að kjósi þeir ekki Vöku, fái þeir alls ekki að dansa, því að Vökumenn séu hinir mestu athafnamenn í ballmálum, enda glæsilegir kavalerar. Það er því ekki ástæðulaust þó að hvarfli að manni við lestur blaðs þeirra, að félagsskapur þeirra leggi meiri áherzlu á fótamennt meðlima sinna en vitræna og samvizkusamlega leit að kjarna þjóðfélagsmál- anna. Hinsvegar mun slíkur lærdómur eflaust haldgóður undirbúningur þeim, er dreymir um að komast að sem ball- stj4iar hjá íhaldinu, ef metnaður og framalöngun Vöku- manna stefnir í þá átt. Ein af sjö andlegum höfuðdyggðum kaþólskra er að kenna fáfróðum. Róttækum stúdentum er ljúft að taka að sér þetta guði þóknanlega verk og birta í blaði sínu stuttar grein- ar um grundvallaratriði sósíalismans í eins alþýðlegu formi og hægt er, ef takast mætti með því að bæta úr pólitískri vanþekkingu Vökumanna. Mætti svo þyngja þetta smátt og smátt. Það er ekki ætlun mín, að eltast við einstakar greinar, sem út hafa komið í blaði Vöku, enda má segja um þær eins og skáldið sagði: ,,Hér finnst engin öðrum verri". Hinsveg- ar þykir rétt að gefa ofurlitla nasasjón af þvf, hverskonarpóli- yrði til þess að hefja þá endurskipulagningu, sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að notfæra sér á réttan hátt í þágu samfélagsins nútíma þekkingu í tækni og vísindum. Þess- vegna hefur Skipulagsnefnd Sovétríkjanna verið sett á lagg- irnar. Hlutverk þessarar stofnunar er að skipuleggja þjóð- félagið á skynsamlegan hátt, þannig að nútíma þekking sé notuð til hins ýtrasta. Eftir því, sem nefndin víkkar meira verksvið sitt og tekur að beita hinu skynsamlega kerfi á fleiri sviðum þjóðfélagsins, skapar það grundvöllinn fyrir vísindalegri rannsókn og heimspekilegri hugsun. Vísinda- legum sérfræðingum eru veittir hinir mestu möguleikar í sinni grein, en um efni, sem þeir hafa ekki þekkingu á verða þeir að leita álits annarra, er slíka þekkingu hafa. Þannig er hin þjóðfélagslega og menningarlega endursköp- un, þar sem hver vísindamaður þekkir starfsvið sitt og í hvaða greinum hann þarf að leita til annarra. Fylgjendur díalektískrar eínishyggju álíta, að lok stéttar- baráttunnar í þjóðfélaginu muni skapa skilyrði fyrir full- kominni heimspeki. Hin andlega kreppa vísindamanna og heimspekinga mun halda áfram að verða meiri og meiri, unz þjóðfélagið hefur verið endurreist frá grunni. Þegar það hefur verið gert, og heimurinn er orðinn eitt sósíalist- ískt ríki, mun næsta stigið í hinni díalektísku þróun verða barátta fyrir frekari yfirráðum yfir náttúrunni, mannkynið mun gera jörðina sér algerlega undirgefna, ef til vill sól- kerfið á eftir og því næst meira og meira af alheiminum. Jafnframt þessu mun maðurinn leysa mótsetningar síns eig- in eðlis, og eins og Gordon Childe segir: halda áfram að skapa sjálfan sig. Þessi þjóðfélagslega skipulagning eftir sósíalistískri fyrir- mynd mun skapa stórkostlega aukin skilyrði fyrir vísinda- legum rannsóknum. Skipulagsnefnd Sovétríkjanna er þeg- ar farin að einbeita athyglinni að fjölda mörgum vísinda- legum viðfangsefnum, sem nauðsynlegt er að leysa vegna hinnar sósíalistísku endursköpunar, og hefur látið fram- kvæma víðtækar rannsóknir á ýmsum sviðum. Hinn fyrsti og auðsæasti árangur af skipulagningu vísind- anna, sem díalektískir efnishyggjumenn hafa innt af hendi, er aukið framlag til rannsókna. í Sovétríkjunum er veitt meira fé til vísindalegrar starfsemi en í nokkru öðru landi, og hvergi hefur þróun vísindanna á undanförnum árum verið eins ör og þar.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.