Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 8

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 8
8 NÝ.JA STÚDENTABLAÐIÐ Eitíkur Finnbogason stud. mag.: Hvað líður akademiskum frelsisanda? Á baráttutímum þjóðanna hafa stúdentar skipað glæsileg- an sess. Þeir voru hinir frjálsu andar, sem kynntust nýjum kenningum og stefnum og voru nógu óháðir til að geta til- einkað sér þær. Með þessar nýju kenningar gengu þeir svo út á meðal fjöldans og boðuðu honum, kenndu honum að líta á kúgunina sem eitthvað annað en guðs náð, sögðu hon- um dæmi úr fjarlægum löndum, þar sem undirokaðir höfðu háð baráttu og sigrað. Þannig vöktu þeir þjóð sína til baráttu — til dáða. Á uppgangstímum fasismans stofnuðu róttækir stúdentar víðsvegar með sér bandalög, sem unnu gegn honum með miklum dugnaði og vöruðu við stríðshættunni. Sem eitt glæsilegt dæmi um baráttu stúdentanna má nefna Kína. Þar gengu stúdentar með mal og staf út á meðal þjóðarinnar og hvöttu hana gegn japanskri undirokun og villimennsku, og tóku sjálfir forystu í baráttunni. Nú á síðari árum hefur andstaða afturhaldsins orðið æ betur skipulögð. Einn liður í baráttu þess var að fá sem flesta menntamenn á sitt band, því að þeim trúa þjóðirnar bezt. Ein aðferð til þess var sú, að gera alþýðuæskunni erfitt fyrir að mennta sig, svo að sem mestur hluti menntamanna yrði verða að fara í annan bæjarhluta á óhentugum tímum til J leikfimisiðkana. Þeir hafa ekki aðgang að bókasafni Garðs og þá skortir tilfinnanlega samkomusal. Einna alvarlegast er þó, að svo getur farið næsta haust, að ekki nærri allir fái húsnæði, sem stunda vilja nám við Háskólann. Menntaskólinn hefur verið endurheimtur. Þjóðleikhúsið líka. Er það til of mikils mælst, að Bretar skili Garði ? Þörf- in er rík eins og sýnt hefur verið. í hálft annað ár hefur ekki heyrzt getið um neinar tilraun- ir til að fá aftur Garð, og hafi þær ekki verið gerðar, má ekki lengur við svo búið standa. Menntaskólinn og Þjóðleik- húsið fengust fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar. Virðist sjálf- sagt, að Garðstjórn leiti fulltingis hennar í Garðsmálinu. Stú- dentar munu standa sem einn maður bak við Garðstjórn í viðleitni hennar til að endurheimta Garð. En ef Garðstjórn hefst ekki handa hlýtur stúdentaráð að láta málið til sín taka. Við verðum að hafa fengið Garð til fullra afnota í síðasta lagi næsta haust. Ef svo á að verða veitir ekki af að hefjast handa nú þegar, því að auk þess sem taka kann langan tíma að leysa þetta mál, má gera ráð fyrir að vegna viðgerða á húsinu muni líða langur tími frá því að Bretar flytja út og þar til stúdentar geta flutt inn. úr auðstétt. í því skyni voru inntökuskilyrði í stúdentaskólana hert. Afleiðingin varð, að þeir, sem mesta aukakennslu gátu keypt sér urðu ofan á við inntökuprófin. Onnur leið auðvlds- ins til að fá stúdenta á sitt band, var að kaupa þá eða ógna þeim. Þar notaði það yfirráð sín yfir framleiðslutækjum og opinberum stöðum. Ef stúdentar fylgdu ekki auðstéttinni að málum, fengu þeir enga stöðu að afloknu námi. Margir kusu þá heldur að selja skoðanir sínar, en að ganga atvinnu- lausir, er þeir höfðu lokið embættisprófi. Þetta vopn beit oft vel á þá menntamenn, sem langaði til að stunda grein sína eftir að hafa eytt mörgum dýrmætum árum og stórum fjár- fúlgum í að læra hana. Vegna alls þessa hefur afturhalds- öflum og nazistum vaxið nokkuð fiskur um hrygg meðal stúdenta hin síðari ár. Þetta, sem ég nú hef greint er saga stúdenta í öllum lönd- um og einnig hér á íslandi. Það voru stúdentar, sem vöktu íslenzku þjóðina af svefni miðaldanna og blésu í hana lífi. Nú á síðari árum, eftir að afturhaldið hér sá, að þarna fólst hætta fyrir sérréttindi henn- ar, gerði það sínar ráðstafanir. Inntökuskilyrði í hinn al- menna menntaskóla í Reykjavík voru hert. Síðasta ráðstöfun þess var gerð í fyrra, er stéttarskóli kaupmanna var gerður að stúdentaskóla. Það var sterkt bragð, því að skólagjöld eru þar há, og nokkurn veginn víst að annað en auðmannabörn sæktu ekki þann skóla. Um leið og ráðstöfun þessi var gerð var sleginn sá varnagli, sem er svo einkennandi fyrir auð- valdið. Eftir að loksins er búið að troða nemandanaum inn í þennan skóla, eru sem minnstar kröfur gerðar til gáfnafars hans, því að þessi skóli er léttasti stúdentaskóli á Norður- löndum, ef dæma á eftir reglugerð. Sú aðferð að kaupa sálirnar hefur einnig verið reynd hér á íslandi, og ef maður athugar þann flokk, sem skipar sér undir merki íhaldsins í Háskóla íslands, má sjá, að sú aðferð hefur gefizt furðu vel. Hér í Háskólanum eru fjögur pólitísk félög: Félag rót- tækra stúdenta, Félag frjálslyndra stúdenta, Alþýðuflokks- félag háskólastúdenta og Vaka. Aðalmarkmið þriggja fyrst nefndu félaganna er að vinna gegn hinu svarta aíturhaldi og auðvaldsklíkum, en fulltrúi þess hér í skólanum er Vaka eða Félag lýðræðissinnaðra stúdenta eins og þeir nefna sig einnig. Þykir þó heldur öfugmæli að nota slíkt nafn á það félag. Þetta félag er runnið saman úr tveimur félögum, íhalds- félagi og nazistafélagi, og hefur það alltaf verið Þrándur í Götu allra frjálshuga mála meðal stúdenta. Enda er Vaka svo tryggur þjónn peningaklíku landsins, og meðlimir hennar svo skyldir henni andlega, að gætnari íhaldsmönnum þykir P.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.