Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 9

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 9
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ ð nóg um. Ef einhvern milljónamæring langar til að komast á þing, fær hann ávallt einhvern Vökumann með sér í kjör- dæmið til að krækja í nokkrar sálir, en þeir, þ. e. Vöku- menn, þykja liðlegir til slíkra starfa, einkum foringjarnir. Eru þeir jafnan boðnir og búnir að hlaupa hvert á land sem vill fyrir þessar persónur, og er sagt, að það reynist þeim oft greið leið til þingmennsku síðar. Þetta hefur verið nokkur blettur á stúdentum hin síðari ár, því að þeim sem umgang- ast þá lítið, hættir við að dæma þá alla eftir þessum sendlum, sem eru tíðir gestir á heimilum þeirra fyrir hverjar kosningar. Hef ég orðið var við þetta víða út um sveitir. Aldrei hafa menn úr vinstri félögunum gerzt slíkir kosningasnatar, enda kemur það berlega í ljós í pólitískum átökum hér í Háskól- anum. Þá nota Vökumenn óspart æfingu sína í kosninga- kaupmennsku, svo að nýir stúdentar kvarta undan ásóknum þeirra. Vaka hefur haft meiri hluta í stúdentaráði síðustu árin. Niðurstöður þær eru þó villandi, því að í öllum kosningum, þar sem háskólastúdentar komast einir að, eru þeir alltaf í minni hluta. En í stúdentaráðskosningum er allt tínt til. Hver sem innritaður er í Háskólann er dreginn á kjörstað þó að hann komi aldrei í Háskólann endranær. Af slíku fólki á Vaka fleiri en vinstrimenn, enda eru menn hennar hneigðari fyrir smölunarstörf. Síðan Vökumenn náðu yfirráðum í stúdentaráði hafa þeir alltaf notað aðstöðu sína til að láta ráðið standa við hlið allra íhaldssömustu aílanna í landinu. Ef nokkur dansar eftir línu, þá eru það þeir. í fyrra voru stúdentum boðnar 10 mín- útur í útvarpi til þess að lýsa samúð sinni með þeim stúdent- um erlendum, sem orðið höfðu fyrir barðinu á stríðinu og nazismanum. Þessu var neitað af meiri hluta stúdentaráðs. Forsendur voru þær, að boðið væri komið frá Bretum, en þeir hefðu tekið Stúentagarðinn og mættum við því ekki gera þeim til þægðar að þiggja það. Þar með var málið út- rætt. Mætti nefna mörg hliðstæð dæmi. Stúdentaráðið kýs mann til að tala til þjóðarinnar af svöl- um Alþingishússins fyrsta desember. Síðan Vökumenn fengu meiri hluta í ráðinu hafa alltaf verið valdir ræðumenn, sem hlutu að taka með vettlingatökum á málefnunum, á- vallt menn úr þeim flokki, er vill gera sjálfstæðið að skrumi hins auðuga manns til yfirhilmingar hagsmunalegri sérstöðu eða þjóðfjandsamlegum tilgangi. Þannig hefur stjórn Vöku á málefnum stúdenta verið og þannig mun hún alltaf verða — að dansa nákvæmlega eftir línu milljónamæringanna. Við íslendingar eigum harða baráttu fyrir höndum, ef til vill harðari en margan grunar, enda þótt nazisminn verði sigraður. Auðvald og afturhald verður ekki sigrað að fullu. Þó að þær Evrópuþjóðir, sem kramdar hafa verið undir járnhæl nazismans geri sig ekki ánægðar með að hverfa aftur að sínu forna skipulagi, þó á auðvaldið enn hauk í horni vestur í Ameríku, og hann verður ekki sigraður að sinni. Ekki er heldur trútt um að íslenzkir milljónamæring- ar hafi farið að líta þangað vonaraugum, er þeir sáu hvert stefndi í Evrópu. Trúlegt væri að margir þeirra hefðu ekkert á móti því að komast inn í vesturheimsku auðhringana. Gegn þessu þarf íslenzk alþýða að vera á verði, og það er hún, sem mun taka í taumana. Væri ekki dapurlegt, ef ís- lenzkir stúdentar bæru ekki gæfu til að styðja hana í þeirri baráttu. Senn fara kosningar til stúdentaráðs í hönd. Vinstri félög- in þrjú ganga nú sameinuð til baráttu gegn afturhaldinu. Það er trú mín, að þau muni sigra. Það er trú mín að ís- lenzkir stúdentar eigi enn eftir að vinna glæsilegt hlutverk í baráttu alþýðunnar fyrir frelsi. --------------^ Bðkatregn V-------------' SVO SKAL BÖL BÆTA eftir Oddnýju Guðmundsdóttur. Hér hefur skáldkona kvatt sér hljóðs í nýstárlegum tón. Hún gengur þó ekki fram gustmikil með pilsaþyt um eyru lesenda sinna. Hún segir okkur sögur látlauss, íslenzks sveita- fólks á óvæntan og frumlegan hátt. Þetta er engin hetjusaga í venjulegum skilningi og laus við allan skáldlegan hrika- leik. Persónurnar eru fólk, sem verður á vegi okkar, hvar sem leiðir okkar verða um þetta land. Uppistaðan er saga Eyvindar, bóndasonarins fátæka, sem á hreppsskuld að einu arfsvon. Hann birtist lesandanum fyrst sem þreklítið ungmenni, sem fer í flæmingi undan beizkum veruleik lífsins. Andófið hefst, er hann setur sér að létta hreppsskuldinni af herðum föður síns. í því skyni heldur hann til sjávarþorpsins, en kemur jafnréttur aftur hvað greiðsluhorfur skuldarinnar snertir, en dálitla lífsreynslu í pokahorninu. Síðan ræðst hann til stórbóndans Björns í Dal. Fyrir Ey- vindi táknar sú ráðabreytni það, að hann vill þar fá skorið úr um manngildi sitt, enda höfðu leiðir feðra þeirra legið saman, og hallað á föður Eyvindar í viðskiptunum. Bergþóra hi :i búhugula dóttir Björns bónda, fellir hug til Eyvindar, en hc ' m eru önnur forlög ætluð en þau, að verða erfingi Dals- ins og 400 hesta túnsins þar, sem faðir hans og afi höfðu sléttað og grætt út og með því áunnið Dalsbóndanum verð- laun úr sjóði Kristjáns konungs níunda. Uppreisn Eyvindar gagnvart Birni bónda verður á öðrum vettvangi. Hann, vinnumaðurinn rís upp á framboðsfundi og gerir húsbónda sinn, frambjóðandann, skoplegan frammi fyrir kjósendum og sveitungum, en það verður bónda til falls í kosningunni. Og vopn Eyvindar í bessari viðureign voru „röksemdir og kjarnyrði blaða, sem ekki voru lesin í sveitinni".

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.