Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 3
Ritstjórn: Árni Böðvarsson Björn Þorsteinsson Halldór Sigurðsson Mja sÉúdenÉabfaðið ÚTGEFANDI: FÉLAG RÓTTÆKRA STÚDENTA Febrúar 1947 Reikjavík EMIL BJÖRNSSON, cand. theol.: Kristindómur og sósíalismi Þið vitið það eins vel og ég, að kristindómur og sósíalismi eiga sjaldan samleið í hugum fólks, hér á landi a. m. k. Það er hverfandi lítil hætta á, að menn blandi þeim saman. Hættan er öll fólgin í því, að óbrúandi djúp mindist þar á milli. En nokkrir gerast þó slikir, að máttugir í veikleikanum leitast þeir við að vera kristnir, enaðhillast jafnframt hiklaust sósíal- isma.Hverjir hjálpa þessum mönnumtilaðveita þess- um „andstæðingum“ í einn farveg? „Kristnir“ bræð- ur hrópa í kór umhverfis þig: Kommúnisti, konnnún- isti, úlfur, úlfur, en „rauðir“ bræður hrópa í öðrum kór: Kirkja, kristindómur, ópíum afturhaldsins, úlf- ur, úlfur. Það er á allra vitorði, að hræðiirðin ganga á víxl. Það eru óþvegin nöfn, sem ímsir kirkjuhöfð- ingjar, ekki síst í rómversku kirkjunni, velja þeim, sem bendlaðir eru við kommúnisma, og á hinn bóg- inn minnist ég þess, sem er nærtækast. Það voru um- mæli í þessu blaði í firrahaust, en að því standa sós- íalistar, einsog við vitum. Þar var komist svo að orði unr getnað Jesú Krists, að guð hefði stungið undan einliverjum Jósef. Þetta er níð, þarna er níðst á því, sem ótöldum miljónum manna er heilagt í sannleika, að Jesús sé guð og hjálpræði guðs mönnunum til handa, og hinn sósíalski greinarhöfundur gefur fjandmönnum sósíalismans kærkomið tækifæri til að æpa: Svona eru allir sósíalistar, níðingar, guðníð- ingar, úlfur, úlfur. En hvernig stendur nú á því, að jafnan hefur verið svo kalt milli kristinnar kirkju og sósíalisma? Það er auðskilið mál, þótt fjandmenn sósíalismans vilji ekki skilja það, afþvíað þeir vilja nota þennan kala og misskilning út í istu æsar til að fæla menn frá sósíalismanum. Höfundar sósíalismans skildu það rélt, að forráðamenn kirkjunnar höfðu öldum saman leitt kirkjuna til öfugrar áttar. Upphaflega var hún kirkja fólksins í anda Jesú Krists, Kristindómurinn er stórkostlegasta frelsishreifing alþíðunnar, sem nokkru sinni hefur borist um jörðina, ofraun sagn- fræðingunum, hetjulegasta og sigursælasta baráttan, sem háð hefur verið gegn andlegri og líkamlegri kúgun í þessum heimi. En hvernig höfðu kristnir menn ávaxtað þennan arf um aldirnar? Þeir höfðu orðið að umskiftingum, kirkja fólksins var gengin NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ LAUDSBÓKAS/.FN| Ji\ i (> 8 2 S (I :st __________i

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.