Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 1
w frraA. 12. ÁRG. — 2. TBI. OKT. — NÚV. 194-? STUDINTABIAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF „FÉLAGI RÓTTÆKRA STÚDENTA" Hrindum meirihluta Vöku í studentaráði Gefum Vöku verðugt svar fyrir svik hennar í hátíðahöldunum 1. des. í fyrra Það er kunnctra en írá þurfi að segja, að órum saman hafa hceari og vinstri öflin í Háskólanum elt grátt silfur sín á milli. Jafn- vel þótt mörg verkefni stúdentaráðs liggi fyrir utan hinn pólitiska heim, er raunm eiai að síður sú, að árlega fjallar stúdenta- ráð um einhver málefni, sem sýna pólitiskt viðhorf háskólastúdenta. Það er því skylda sérhvers stúdents að velja oa hafna; — heildsalabörnin fylkja sér um Vöku, en al- þýðustúdentar kjósa Félag róttœkra stúd- enta — D-listann. Þegar flugvallarsamningur var á döfinni í fyrra, átti svo að heita, að allir stúdentar stœðu einhuga í því máli. En glöggvir menn þóttust kenna, að eitthvað óhreint vceri í pokahominu hjá Vöku. Nú hefur það komið á daginn, að Vaka hefur innan sinna vébanda „sterka menn", sem eru reiðubún- ir að fórna öllu: mönnum, frelsi og föður- landi fvrir Bandaríkin. Öttinn við fyrirlitn- ingu stúdenta faldi þessa menn fyrir kosn- ingarnar í fyrra. Nú hafa þeir stungið upp höfðinu og impra jafnvel á framlengingu flugvallarsamningsins. Ef einhver dregur í efa sannleik orða vorra, skal rifjuð upp eít- irfarandi tillaga, sem lögð var fram í stúd- entaráði 16. nóv. 1946: „Stúdentaráð HáskóJa íslands lýsir yfir, að það álítur að segja beri upp samningi þeim, sem ísland nýverið gerði við Bandaríki Norður-Ameríku um rekstur Kefla- víkurflugvallarins. svo fljótt sem uppsagnarákvœði hans leyfa. Telur rctðið, að íslendingar geti ekki unað því lengur en nú er nauðsynlegt, að menn ráðnir af erlendum stjórnvöldum annist svo mikilvœg störf fyrir þá sem hlut- taka í rekstri þessa flugvallar er. Ráðið álítur, að slíkt ástand geti skaðað hagsmuni og sjálfstœði íslands, enda ósamboðið fullvalda þjóð til frambúðar. Leyfir ráðið sér að beina þeim tilmœlum til hins háa Alþingis og ríkisstjórnar að vinna markvisst að þvi, að íslendingar verði sem bezt undir það búnir að annast þennan flugvallarrekstur einir strax og þeim gefst kostur á því samkvœmt uppsagnarákvœðum samningsins " Vökumennirnir Ásgeir Pétursson, Eggert Jónsson (í forföllum Geirs Hallgr.) og Gunn- ar Sigurðsson sátu hjá við atkvœðagreiðslu tillögunnar 29. nóv. s.l., og hinn fyrsttaldi hafði áður látið þau orð falla við umrœð- urnar, „að þeir atburðir gœtu skeð, að hann óskaði eftir því, að Bandaríkjamenn fœru ekki eftir 5V2 ár." (Fundargerð stúd- entaráðs 16. nóv. 1946). — Þannig er nú sýnt, hvert Vaka stefnir. En hún mun reyna, sem fyrr, að láta þögnina geyma flœrð sína til þess að blekkja stúdenta. Varið yð- ur á vatninu, sem sefur. Stúdentar! Þér hafið trúað Vöku fyrir sœmd yðar, en hún hefur brugðizt yður. Vér yrðum að gjalti, ef vér tryðum Vöku oftar fyrir 1. desember. Vér strengjum þess heit að þvo Vökuforina af 1. desember, en helga frelsi og föðurlandi hátíð dagsins, KJÓSUM D-LISTANN!

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.