Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 4
4 NÝJA STÚD ENTABLAÐIÐ Flugvallarsamninguriiui þverbrotmn - Ríkisstjórnin þegir Baráttan um Keflavíkursamninginn á síðastliðnu ári var hörð og afdrifa- rík fyrir íslenzkt stjórnmálalíf. Stúdentar og vinstri öflin í landinu vildu standa á verði um óskorað sjálfstæði þjóðar sinnar yfir öllu hennar landi. Yfirstéttinni íslenzku hafði með svikum tekizt að fá meirihluta á Alþingi, og sá meirihluti gerði hinn smánarlega Kcflavíkursamning. Saga þessarar haráttu verður ekki rakin hér, stúdentar þekkja hana, aðeins á það minnst, að sá verknaður meirihluta Alþingis að neita að verða við kröfu stúdenta og verkalýðssamtakanna um að leggja samninginn undir þjóðaratkvæði er einhver hin mesta svívirðing, sem framin hefur verið í íslenzkum stjórn- málum nú um langt skeið. En með þessum verknaði sínum tók meirihluti Alþingis á sig ábyrgðina af Keflavíkursamningnum, her cinn vandann af honum og fær einn skömmina fyrir hann. Eftir að búið var að gera samninginn, tók varðstaðan um íslenzkt full- veldi á sig aðra mynd. Varðmennirnir urðu nú að einbeita kröftum sinum að þvi, að staðið væri nú við samninginn og einstaka greinar hans, i engu látið meira undan ágengni Bandarikjamanna og vinna ötullega að því, að samningnum verði sagt upp, strax og uppsagnarákvæði hans leyfa. — Stúdentar skipuðu sér i þessa varðsveit með fundarsamþykkt almenna stúdentafundarins i fyrra. Nú er það komið í ljós, sem margir óttuðust, að ennþá hefur verið látið undan ágengni Bandarikjamanna og það af islenzkum stjórnarvöldum: samningurinn sjálfur að engu hafður og íslenzk lög þverbrotin. Verður þetta rætt nánar hér og stúdentar brýndir til að sofna ekki á verðinum, því að enn sem fyrr eiga þeir í höggi við afturhald tveggja þjóða, sinnar eigin og þeirrar bandarísku. * Eina forsendu fyrir Keflavíkursamningnum töldu ólánsmenn- irnir vera þá, að Bandaríkjamenn þyrftu á flugvellinum að halda til viðkomu hér á leið sinni til Þýzkalands vegna þeirrar skyldu sinnar að halda þar uppi herstjórn og eftirliti. Það væri meinfangalaus greiðasemi að lána þeim völlinn til þess arna. Samkvæmt samningnum fengu Bandaríkjamenn svo leyfi til að hafa hér mannafla og halda uppi nauðsynlegri starfsemi vegna viðkomu hernaðarflugvélanna frá Bandaríkjunum til Þýzkalands. (Sjá 5. greinina). Nú vita allir íslendingar, að starfsemi sú, sem heyrir undir 5. greinina er aðeins brot af þeirri starfsemi, sem fram fer á vell- inum á vegum Bandaríkjamanna. American Overseas Airlines er stórt flugfélag í Bandaríkjunum, sem flytur farþega í flugvél- um á milli Gamla og Nýja heimsins og hefur viðkomu á Kefla- víkurflugvellinum. Fjölmennt starfslið þessa félags vinnur á vell- inum að viðgerðum og viðhaldi á farþegaflugvélum félagsins, að afgreiðslustörfum, hótelstörfum og fleiru. Um þetta er öllum íslendingum kunnugt og A. 0. A. hefur skrifstofu í miðri höf- uðborg íslands, sem annast þá farþegaflugþjónustu, sem að ís- lendingum snýr. — HVERGI í FLUGVALLARSAMNINGN- UM ER EINN EINASTI STAFUR, SEM HEIMILAR BANDA- RÍKJAMÖNNUM ÞESSA STARFSEMI. Þetta ameríska auðfélag starfar hér á landi í harðri samkeppni við ung íslenzk flugfélög án nokkurrar heimildar í Keflavikur- samningnum. Og ekki nóg með það. Þetta ameríska flugfélag hefur þau SÉRRÉTTINDI fram yfir þau íslenzku, að það þarf engan skatt að borga, hvorki tekjuskatt, eignaskatt né útsvar. Hér er íslenzka skattalöggjöfin þverbrotin og heldur betur gengið á snið við lögin um firmuskrá. Ofan á þetta bætist svo það, að allt starfslið A. 0. A., sem vinnur að farþegaflugþjónustunni hefur þau SÉRRÉTTINDI fram yfir annað fólk á íslandi, að það getur keypt áfengi, tóbak, all- ÞÆR GREINAR KEFLAVÍKURSAMNINGSINS, SEM BROTNAR HAFA VERIÐ: 5. gr. Flugförum þeim, sem rekin eru af Bandaríkjastjórn eða á hennar vegum í sambandi við framkvæmd þeirrar skyldu, er Bandaríkin hafa tekizt á hendur, að hafa á hendi herstjórn og eft- irlit í Þýzkalandi, skulu áfram heimil afnot af Keflavíkurflugvell- inum. í þeesu skyni skal stjórn Bandaríkjanna heimilt að lialda uppi á eigin kostnað, beinlínis eða á sina ábyrgð, þeirri starfsemi, þeim tækjum og því starfsliði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra afnota. Taka skal sérstakt tillit til sérstöðu slíkra flugfara og áhafna þeirra, hvað snertir tolla, landvistarleyfi og önnur forms- atriði. Engin lendingargjöld skal greiða af slíkum flugförum. 6. gr. í sambandi við rekstur flugvallarins munu Bandaríkin, að svo miklu leyti sem kringumstæður leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn í tækni flugvallarrekstrar, svo að Island geti í vaxandi mæli tekið að sér rekstur flugvallarins að svo miklu leyti sem frekast er unnt. 7. gr. Stjórnir Bandaríkjanna og íslands skulu í samráði setja reglugerðir um rekstur, öryggi og önnur mál, er varða afnot allra flugfara á flugvellinum. Slík ákvæði raska þó ekki úrslitayfirráðum ríkisstjórnar íslands hvað umráð og rekstur flugvallarins snertir. ar nauðsynjar sínar og lúxusvörur án tolls og álagningar sam- kvæmt íslenzkum lögum. Það þarf heldur ekki að borga tekju- skatt eða útsvar, og þegar skömmtun á nauðsynjum er upptekin á íslandi, er þetta ameríska fólk undanþegið henni. — ÞETTA ER HVERGI HEIMILAÐ I KEFLAVÍKURSAMNINGNUM. Lögin um áfengis- og tóbakseinkasölu ríkisins, íslenzku tolllögin, lögin sem heimila skömmtun á nauðsynjum — ALLT ER ÞETTA ÞVERBROTIÐ. Því var haldið fram af þeim, er gerðu samninginn, að allt starfs- liðið væri í islenzkri leiðsögn, háð íslenzkum lögum. Auðvitað voru þetta blekkingar. Nú hafa Bandaríkjamenn 30 lögregluþjóna á móti 10 íslenzkum lögregluþjónum til að halda uppi „lögum og reglum“ á Keflavíkurflugvellinum! Sjálft löggæzlustarfið er því búið að afhenda erlendum mönnum á íslandi. Það leynir sér ekki, að íslenzk lög gilda ekki lengur fyrir alla þá, sem á Islandi eru. Nokkrir Bandaríkjamenn eru ofar settir Islendingum, jiótt á sjálfu íslandi sé. Þegar ríkisstjórnin er að reyna að hilma yfir þetta, fá menn viðbjóð á henni. * * * Annarri forsendu fyrir Keflavíkursamningnum var líka hamp-

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.