Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 5

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 5
nýja stúdentablaðið 5 að kringum 5. október 1946, sérstaklega af foringjaliði Alþýðu- flokksins. Hún var sú, að við íslendingar værum ekki tæknilega færir um að reka stærsta flugvöll heimsins og þar að auki skorti okkur fjármagn til þess. Af þeim sökum ætti að gera samninginn og láta Bandaríkjamenn sjá um starfrækslu flugvallarins, en láta þá um leið kenna Islendingum flugvallarstarfsemi í „vaxandi mæli að svo miklu leyti sem unnt væri.“ (Sjá 6. greinina). Nú skyldu menn ætla, að Bandaríkjamenn hefðu haldið þessa grein, en svo er nú aldeilis ekki. Fram til dagsins í dag, rúmu ári eftir gerð samningsins, eru flestallir Islendingar, sem á Kefla- víkurvelli vinna, „aðstoðarmenn í eldhúsi", burðarkarla eða l>eir þrífa farþegaflugvélar A. O. A. Ríkisstjórnin liefur verið heðin að birta þingi og þjóð skrá yfir þá íslendinga, sem mundu heyra undir 6. gr. samningsins og taka fram um leið við hvaða tæknistörf þeir vinna og við hvaða kennsluskilyrði. ÞETTA HEF- UR RÍKISSTJÓRNIN EKKI GETAÐ GERT. — Bandaríkia- menn hafa hliðrað sér við að uppfylla skyldu sína skv. 6. grein- inni og íslenzka ríkisstjórnin ekki sótt málið af neinu ofurkap])i. Enda þarf þessi forsenda að vera fyrir hendi eftir 5(4 ár, svo að framlenging samningsins verði þægilegri! # * # Einna athyglisverðasta brotið á Keflavíkursamningnum og bezta dæmið um þýlyndi íslenzku ríkisstjórnarinnar gagnvart Banda- ríkjamönnum er þó brotið á 7. greininni. Samkvæmt henni á að gefa út reglugerð um rekstur- og öryggismál flugvallarins. I UÚMLEGA EITT ár HEFUR engin SLÍK REGLUGERÐ VERIÐ GEFIN UT! íslenzkir embættismenn hafa ekkert við að styðjast í störfum sínum annað en loðin ákvæði flugvallarsanm- ingsins, og Bandaríkjamenn haga rekstri vðllarins eins og þeim þóknast þvert ofan i 7. greinina. Ríkisstjórninni þykir „sómi“ að þessu, og hinn áðurverandi lagaprófessor við þennan skóla, sem nú skipar sæti utanríkis- ráðherra, lætur sér sæma að segja — einu ári eftir samningsgerð- ina og þrátt fyrir ákvæði 7. greinarinnar um reglugerðina, — >,að reglurnar á flugvellinum séu að skapast"! Hann veit, hvað hann syngur, karlinn sá. * * * Stúdentar! I þessum Stúdentaráðskosningum eins og í fyrra er barizt um 1. desember. Vökupiltunum tókst að eyðileggja daginn í fyrra, látum þeim ekki takast það í ár. Fylkið ykkur um lista Félags róttækra stúdenta, lista þess félags, sem alltaf hefur staðið > fylkingarbrjósti í baráttu stúdenta gegn afsali landsréttinda. X. D-LISTINN heíur kosningaskrifstoíu á Þórsgötu 1 — Sími 7510. Hin svarta samvizkð óiánsmar.nanna Nýlega var Jónas Árnason, blaðamaður, rekinn frá útvárpinu fyrir það eitt að minnast á Keflavíkurflugvölllinn í einu af er- indum sínum í þættinum „Heyrt og séð“. Jónas hafði flutt erindi sín á sunnudögum um það, sem fyrir augu og eyru hans bar í skemmtanalífi, atvinnulífi og menningarlífi þjóðarinnar. Voru erindi þessi orðin mjög vinsæl meðal útvarj)shlustenda, enda bar frásagnarstíll Jónasar og kímni hans af öðru, sem útvarpið ha^ði upp á að bjóða. Jónas brá sér öðru hverju út úr bænum til að „sjá og heyra‘“ og heimsótti bæði Lilta-Hraun og Keflavíkurflug' völlinn. Þegar hann flutti svo erindi sitt um Keflavíkurflugvöll- inn, fékk liinn vestræni meirihluti útvarpsráðs sting fyrir hjartað og samþykkti að banna Jónasi að tala í útvarp. Þessi ofstækisfulla ráðstöfum útvarpsráðs leiðir þrennt í ljós: I fyrsta lagi sýnir hún, að ólánsmennirnir 32 og stuðningsmenn þeirra vita upp á sig ósómann vegna réttindaafsalsins 5. október 1946. Þótt samvizka þeirra sé ekki eins svört og Júdasar forðum, þegar hann hafði svikið frelsara sinn, er ljóst af þeim kipp, sem útvarpsráð fékk, að sálarró hafa þeir aðeins þá dagana, þegar enginn minnist á Keflavík eða 5. október. Ef minnst er á Keflavíkurflugvöllinn og því ástandi lýst, sem ólánsmennirnir sköpuðu þar, ærast þeir og heimta þögn. Samvizkan þolir það ekki. I öðru lagi kemur lítilsvirðing útvarpsráðs á málfrelsisákvæð- um íslenzku stjórnarskrárinnar berlega í ljós með þessari ráð- stöfun. Langa lengi hefur enginn opinber aðili unnið svo gegn anda íslenzku stjórnarskrárinnar. Utvarpsráð — og það er eft- irtektarverðast — getur ekki einu sinni bent á eitt einasta atriði í erindi Jónasar, sem brýtur í bág við staðreyndir og sannleik- ann. Sökin er ekki fólgin í því að tala ósatt, heldur í því að tala. Og eru þá flestar bjargir bannaðar. Þegar þess er gætt, að for- svarsmenn meiri hluta útvarpsráðs hafa slegið sjálfa sig til ridd- ara fyrir viðhaldi almennra lýðræðisréttinda á íslandi, svo sem málfrelsis, ritfrelsis o. s. frv., sjá menn í hvert hyldýpisspillingar- fen íslenzka borgarastéttin er nú sokkin. I þriðja og síðasta lagi sýnir þessi ráðstöfun útvarpsráðs, hvað borgaraflokkarnir ætla sér fyrir með ríkisútvarpið. Þeir einir vilja ráða því, hvað íslenzka þjóðin „sér og heyrir“; þeir vilja gera útvarpið að áróðurstæki fyrir málpípur sínar, svo að hinir eigi óhægara um vik, sem standa vilja á verði um íslenzk þjóðar- verðmæti og íslenzkan þjóðarmetnað. Það vantar ekki lipurðina hjá útvarpsráði, þegar ráðherra borgaraflokkanna langar til að boða þjóðinni hrun. Þá er dagskránni hliðrað til, ráðherrarnir fá óáreittir að ráðast að pólitískum andstæðingum sínum, sem síðan er neitað um tækifæri til andsvars í útvarpinu. Það er þokkalegt hlutverk, sem útvarpsráð hefur með höndum eða bitt þó heldur. Lýðræðishetjurnar í meiri hluta útvarj)sráðs eru þessar: Stefán Pétursson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Jóhann Hafstein, stofnandi Vöku. Sigurður Bjarnason frá Vigur, alþingismaður. Ólafur Jóhannesson, kennari við Háskólann.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.