Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 1

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 1
-fc ITCDA 21. árg. 1. tbl. Okt. 1957. 370.^ STUDINTÁBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: félag bóttækra st^denta Stúdentar! Tryggið vinstri samvinnu sigur ~ kjósið C~listann! í STÚDENTAKÁÐSKOSNINGUNUM, sem nú fara frara, eru fleiri listar í kjöri en verið hefur undanfarin ár, sakir þess, að nú náðist ekki samkomulag um sameiginlegt framboð vinstri félaganna í háskólanum. Eins og kunnugt er, hófst víðtækt samstarf Vökuandstæðinga í skólanum, er Vaka missti meiri- hluta sinn í kosningunum 1953. Fyrir forgöngu Féiags róttækra stúdenta var þá gerður málefnasamningur milli vinstri félaganna og hann síðan endurnýjaður lítt breyttur á hverju hausti. Höfuðatriði þessa málefna- samnings var, að vinstri félögin skyldu standa saman um að gera 1. des. að baráttudegi fyrir brottför hins erlenda heriiðs af Iandinu. Samningurinn var raunar miklu víðtækari, þótt ekki sé ástæða til að rekja það hér. Þetta samstarf varð með hverju ári víðtækara og árangursríkara og undir stjórn vinstri meirihlutans voru undirbúin mörg mál sem nú þykja stúdentum til mesta sóma, má' þar nefna Heimsmeistaramót stúdenta í skák, sem haldið var hér í sumar. Það var Félag róttækra stúdenta, sem ávallt hafði forgöngu um þessa samstöðu vinstri félaganna, alltaf það afl, sem hélt saman félögunum meðan meirihluti þeirra hélzt í ráðinu. Það var einnig fyrir forgöngu róttækra, að vinstri félögin tóku upp sameiginlegt framboð, og á síð*- asta hausti var svo komið að allir andstæðingar Vöku stóðu að sameiginlegu framboði. Orsakir þess, að listi vhlstri manna beið ósigurvoru einkum tvær: Sjálfstæðisflokkurinn lagði alla áherzlu á að vinna þessar kosningar, sem voru hinar fyrstu eftir að hann hrökklaðist úr ríMsstjórninni, og á hinn bóginn var sigurvissa vinstri manna svo mikil að kosningaundirbúningur var ekki rekinn af þeim krafti, sem þurft hefði að vera. Þetta sannast bezt á því að kosningaþátttaka varð mjög lítil, þótt allt flokksapparat Sjálfstæðisflokksins væri í gangi. Eftir ósigurinn lögðu fulltrúar róttækra í stúdentaráði allt kapp á, að þessi samstaða héldist og tókst að vernda vinstri samvinnu allt kjörtímabihð. Nú í haust sendu róttækir að venju öðrum Vökuandstæðingum boð um sameiginlegt framboð og samstöðu eftír kosningar. öll vinstri féiögin kusu viðræðunefnd, en jákvæður árangur varð ekki af þeim viðræðum og sýnilegt áhugaleysi var um þetta mál hjá krötum og frjálslyndum. Þetta breytir í engu afstöðu Félags róttækra til málsins og munu fulltrúar þess í stúdentaráði enn beita sér fyrir samvinnu eftir kosningar á svipuðum málefnagrundvelli og áður, og telja má hkur á, að það muni takast. Benda skal á þá staðreynd, að sú breyting hef ur orðið síðan í fyrra að hægri öflin hjá krötum og frjálslyndum móta nú stefnu þessara félaga í ríkara mæli en undanfarin ár. Aukið kjörfylgi þessara fé- laga myndi styrkja þessi öfl. Þeir stúdentar innan þessara félaga, sem einlæglega vilja samstarf vinstri félaganna í háskólanum, geta ekki sýnt þann vilja sinn á annan hátt en að kjósa róttæka nú í kosningunum og knýja þannig hægri öflin í sínum félögum til vinstra samstarfs. Aukið fylgi Félags róttækra stúdenta er eina raunhæfa krafan um vinstra samstarf, því að nú sem fyrr, eru það róttækir sem einir hafa tekið ábyrga afstöðu til vinstra samstarfs. KJÓSH) VINSTRA SAMSTARF — KJÓSIÐ C-LISTANN! LANDSBÓKASAFN 210731 ÍSLANDS

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.