Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 3

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 3
NYJA STUDENTABLAÐIÐ HÖRÐUR BERGMANN, stud. mag.: T^ióöasamsmpix stúclmta Þegar vinstri f élögin náðu meiri- hluta í stúdentaráði haustið 1954 voru starfandi tvö alþjóðasamtök stúdenta, sem venjulega eru nefnd I.U.S (International Union of Students) og Cosec (Coordinating Secretariat). Þau fyrrnefndu voru stofnuð í París 1946 af samtökum þeirra þjóða sem börðust gegn nazistum í síðari heimsstyrjöld- inni en þau síðarnefndu í Edin- borg 1952 eftir að alþjöðasam- bandið hafði klofnað í sviftingum kalda stríðsins. Vinstrimeirihlutinn sameinaðist um þá sjálfsögðu stefnu að hafa vinsamleg samskipti við stúdenta hvar sem er í heiminum og vinna að samvinnu og sameiningu beggja sambandanna með því að eiga að- ild að þeim báðum. 1 samræmi við þá stefnu gerðist stúdentaráð að- ili að I.U.S. vorið 1955 sem auka- meðlimur. í samningum milli sam- takanna var ákveðið að S.H.I. væri óbundið af pólitískum yfirlýsing- um sem I.U.S. sendi frá sér, en hefði þó full réttindi innan sam- bandsins. Samskipti stúdentaráðs og I.U. S. urðu með ágætum. Tóku íslenzk- ir stúdentar þátt í mótum, nám- skeiðum og þingum I.U.S. og f engu meiri réttindi og áhrif innan sam- takanna en margir aðrir aðilar þeirra. Hefur Island t. d. alltaf átt fulltrúa í framkvæmdanefnd sam- bandsins. Ýmsir stúdentar sem litið höfðu I.U.S. hornauga urðu því fylgjandi við nánari kynni, Vökumcinn ekki síður en aðrir. Samskipti I.U.S. og stúdentaráðs náðu svo hámarki með því að ráð- ið samþykkti að Alþjóðaskákmót stúdenta yrði haldið í Reykjavík sumarið 1957, en skákmót þessi eru haldin að frumkvæði I.U.S. og hafa hlotið viðurkenningu Al- þjóða skáksambandsins. Jukust því vonir um, að takast mundi ein- ing meðal íslenzkra stúdenta um að vera í báðum alþjóðasambönd- unum. Eftir að Vaka náði meirihluta í ráðinu síðastliðið haust bjugg- ust þó ýmsir við, að rokið yrði til að bera upp úrsögn úr I.U.S. Ekki f ór þó svo og var málið látið kyrrt liggja, þar til er Ungverjar fóru að berjast fyrir auknu lýðræði í landi sínu. Enda þótt Vaka hefði mikið af því gumað, að félagið vildi ekki blanda stúdentaráði inní póli- tísk mál tók meirihluti þess nú fjörkippi mikla, þótt ekki hefði hann fyrr né síðar blakað auga fylgdu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins Ragnhildi Helgadóttur — flokkssystur sinni, þrátt fyrir heiðarlega en máttlitla baráttu hennar. Ekki sáu Vökumenn ástæðu til, að stjórn Stúdentaráðs gengi á fund menntamálanef/ndar, þegar f rumvarpið var til umræðu á þingi, þótt einstaka Vökumenn hafi hins vegar rætt við þá þingmenn Sjálf- stæðismanna, sem þeim voru kunn- ugastir. Hitt ber að viðurkenna að formaður stúdentaráðs fór ásamt Hirti Gunnarssyni á fund Einars Olgeirssonar og hafði samráð við hann um aðgerðir Einars í málinu. Hafi fulltrúi krata í ráðinu gert eitthvað í málinu ihefur árangur- inn ekki orðið meiri en vænta mátti. Hin nýju lög um Háskóla Islands standa enn til bóta. Allar þær greinar, sem stefnt er gegn aka- demisku f relsi og heimila takmörk- un aðgangs að Háskóla Islands þurf a að hverf a. Þess vegna munu fulltrúar Félags rótttækra stúd- enta, sem kjörnir verða beita sér f yrir niðurf ellingu f ramangreindra ákvæða og njóta þar tilstyrks allra réttsýnna manna. þótt stúdentar erlendir berðust fyrir réttindum sínum. Skorti meirihluta stúdentaráðs nú hvorki fé né áhuga, aldrei þessu vant, og bauð til fundar í Gamla-Bíó og skyldi þar heldur betur klekkja á kommúnistum og fella ríkis- stjórnina í leiðinni. I framhaldi af þessu bar svo meirihlutinn fram harðorða tillögu í Ungverjalandsmálunum á fundi ráðsms 19. des. s.l. Var tillagan lögð í munn framkvæmdanefndar I.U.S. og henni sett að samþykkja hana óbreytta, ella segði stúdenta- ráð sig úr samtökunum. Var þess- um vinnubrögðum harðlega mót- mælt af fulltrúum róttækra, en því ekki sinnt og lyktaði þessu máli með því að tillaga Vöku var felld af framkvæmdanefndinni og stúdentaráð þar með úr samtök- unum. Var því svo komið að S.H.l. sem í upphafi hafði gengið í I.U.S. með því skilyrði að eiga ekki að- ild að pólitískum yfirlýsingum hafði sagt skilið við samtökin vegna þess að þau höf ðu ekki vilj- að samþykkja pólitíska yfirlýs- ingu. Þannig er hægt að fara ó- trúlega gegnum sjálfan sig þegar annarleg pólitísk sjónarmið eru látin ráða. Að lokum skal minnt á að aðild stúdentaráðs að I.U.S. rennur út með eins árs fyrirvara þ. e. í marz n. k. ef stúdentar taka ekki í taumana í kosningum þeim sem í hönd f ara og koma í veg f yrir að jráðið verðji virkur a$ili að því kalda stríði, sem leitast við að skipta heiminum í tvær andstæðar fylkingar. Þeir sem fylgja þeirri stefnu Félags róttækra stúdenta að eiga samstarf við stúdenta hvar sem er og efla gagnkvæm stúd- entakynni geta ekki gengið fram hjá I.U.S. sem hefur innan sinna vébanda meginhluta stúdenta í Asíu, Afríku, A-Evrópu og víðar. Stúdentar ættu að sameinast um að bera klæði á vopnin og vinna gegn sundrung í stúdentahreyf ing- unni með því að eiga aðild að báð- um alþjóðasamtökunum og beita sér fyrir aukinni samvinnu þeirra.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.