Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 6

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 6
I 6 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ HJORTUR GUNNARSSON^W. mag.: Frá störfum Er kosið var til stúdentaráðs s.l. haust höfðu vinstri félögin í háskól- anum myndað meirihluta í ráðinu síðustu árin áður. Andstaða gegn hernámi Islands var það sem eink- um þjappaði vinstri félögunum sam- an, og var það flestra mál, að sam- starf þetta hafði tekizt með ágætum og af því leiddi beinlínis að vinstri menn gengu í fyrsta sinn sameinaðir gegn Vöku í kosningum. Of mikil sigurvissa vinstri manna og það ofurkapp sem Sjálfstæðisfl. lagði á þessar kosningar varð til þess að Vöku tókst að sigra í kosningun- um. Vökumönnum varð þó ekki að þeirri ósk sinni, að ósigur vinstri manna orsakaði sundrungu í okkar röðum. Við róttækir höfðum for- göngu um að eining héldist þrátt fyr- ir þessar breyttu aðstæður. Samstaða yrði höfð um öll mál og kosningar í ráðinu og fulltrúi frjálslyndra á listanum tæki þátt í störfum ráðsins sem fyrsti varamaður aðalfulltrúa. Við fulltrúar róttækra í stúdenta- ráðinu töldum það höfuðskyldu okk- ar að vernda þá einingu vinstri manna, sem náðst hafði og hinsvegar y(ð hafa vinsamlega samvinnu við meirihlutann um þau störf, sem stúd- endaráð innir af höndum. Frjálslyndum var eins og áður er sagt veitt full aðstaða til að taka þátt í störfum Stúdentaráðs og koma þar fram sínum áhugamálum, en þeir tóku þá furðulegu og óábyrgu af- stöðu að neita að mæta í ráðinu, þótt gengið væri eftir því þar til sýnt var að þeir voru með öllu skeytingarlaus- ir um starfsemi stúdentaráðs. Frjáls- lyndir eiga því við enga aðra að sak- ast en sjálfa sig, að þeir koma lítt við sögu ráðsins s.l. ár. Framkoma kratafulltrúans í stúd- endaráði var slík að ég ætla með eindæmum sé. Hann virtist líta á það stúdentaráds sem eina hlutverk sitt að demba yfir ráðið kjánalegum og óraunhæfum til- lögum, en kom lítt eða ekkert nálægt þeim störfum sem vinna þurfti. Við fulltrúar róttækra töldum okkur samt skylt að reyna að hafa ein- hverja samstöðu með manninum og tókst oft að leiða hann á réttar brautir í þeim málum, sem vinstri félögin höfðu gert málefnasamning um. Þau umskipti sem urðu í stúdenta- ráði frá því sem áður ihafði verið, er Vaka náði meirihluta birtust einkum í þessu: Hinn 28. marz 1956 var samþykkt á Alþingi þál. tillaga, sem olli þátta- skilum í hersetusögu þjóðarinnar. Hún sýndi, að þáverandi stjómar- flokkar voru klofnir í utanríkismál- um, leiddi það til stjórnarslita og kosninga og sigurs vinstri aflanna í þjóðfélaginu. Aldrei höfðu andstæðingar her- námsins eygt bjartari framtíð, því nú virðist sem þeir flokkar, er árið 1951 kölluðu erlendan her inn í landið gegn vilja þjóðarinnar, hefðu tekið sinna- skiptum. Nú virtist sem þjóðernistilfinningin bældi niður hungrið í hernámsgróð- ann. En því var ekki að heilsa. Síðar á árinu gerðust þeir atburðir á al- þjóðavettvangi, sem gripnir voru af hræðslubandalaginu, sem eftir síð- ustu kosningar myndaði stjóm með 1. Stúdentar voru ekki lengur í for- ystu fyrir baráttunni gegn hernámi landsins og 1. des. varð sviplaus og alls ekki sá dagur sem hann á að vera, þar sem ekki mátti minn- ast á þau mál sem varða hina raunverulegu sjálfstæðisbaráttu. 2. Stúdentaráð varð algerlega vilja- laust verkfæri í höndum Sjálf- stæðisflokksins er honum þótti henta, svo sem skýrast kom í ljós er skrípalætin út af Ungverja- landsatburðunum stóðu sem hæst. 3. Stúdentaráð féll frá fyrri stefnu um að hafa vinsamleg samskipti við stúdenta hvar sem er í heim- inum. IJrsögn úr I.U.S. var barin fram af offorsi. Það varðar við sóma stúdenta að fella nú Vökumeirihlutann og stúd- entar verði þannig á ný það for- ystuafl í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar sem þeir hafa alltaf verið. Alþýðubandalaginu, til að snúa frá sínum eigin loforðum. Árið 1918 endurheimti ísland stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt og lýsti yfir ævarandi hlutleysi. Yfir- lýsingin var á þeim forsendum byggð að smáþjóð, óvopnuð, getur ekki varðveitt sjálfstæði sitt nema að varðveita hlutleysi sitt. Feli hún er- lendu stórveldi „vernd“ sína hefur sjálfstæði hennar verið skert. Nú hafa síðustu atburðir í vígbún- aðarkapphlaupi stórveldanna sýnt fram á, að Ráðstjórnarríkin séu fær um að eyða hverjum þeim stað á jörð- inni, sem hefur eitthvert hernaðarlegt mikilvægi fyrir árásarferðir á Ráð- stjórnarríkin. Það er því blátt áfram hlægilegt, að nokkrur heilvita maður skuli halda Framhald á 8. síðu. ÞORVARÐUR BRYNJOLFSSON, stud. med.. Krafa róttækra stúdenta er Iuá/iÍ með h&iUMi

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.