Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.10.1957, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 7 Verkin tala Á þingi Cosec í september s.l. mættu sem fulltrúar S.H.Í. þeir Benedikt Blöndal og Kristján Baldvinsson. Var þessi ferð Kristjáns það eina, sem frjálslyndir stúdentar lögðu að mörkum til starfsemi stúdentaráðs s.l. ár. Áttu þeir þó kost á því, að taka sæti í stúdentaráði og koma áhugamál- um sínum í framkvæmd, hvenær sem einhver fulltrúi vinstri félaganna forfallaðist. En þegar til kom virtust frjálslyndir engin áhugamál hafa og mættu ekki á fundi í ráðinu allan veturinn. Eitt aðalerindi fyrrnefndra fulltrúa á þing Cosec var að skýra frá úrsögn S.H.Í. úr I.U.S. En svo hrapallega tókst til, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fengu þeir aldrei áheyrn og tókst því ekki að koma tilkynningu um þetta á framfæri. Engu að síður virðist þingið hafa fjallað um ýmis merk mál. T. d. hefur Benedikt skýrt svo frá, að í nefnd einni hafi verið rifizt í fjóra klukkutíma um það, hvort gera ætti spænska þýðingu á leiðarvísi um alþjóðlega stúdentagarða! Benedikt kvað þá félaga hafa verið algjörlega sammála um afstöðu til mála á þinginu, enda hafa íhald og Fram- sókn löngum getað unnið saman. Þó taldi hann, að Kristján hefði verið „meiri Bretavinur“. Báðir greiddu þeir félagar atkvæði gegn danskri tillögu þess efnis, að Cosec sendi stúdentasendinefnd til Austur- Evrópu til að kynna sé aðbúð stúdenta þar. Verður því ekki sagt að þeir hafi farið erindisleysu! Um aðild H.S.Í. að Cosec er það annars bezt að segja, að stúdentaráð hefur enn ekki hirt um að útvega svonefnd International identification cards, sem veita stúdentum margvísleg fríðindi erlendis. Árgjöld til Cosec hefur S.H.Í. ekki greitt í þrjú s.l. ár, en þar er þó sú bót í máli, að sam- bandið nýtur fjárhagslegs stuðnings Rockefeller & Ford foundation og fer því vonandi ekki á hausinn þrátt fyrir vangoldnar skuldir uppi á íslandi. Útgáfustarfsemi Vökumeirililutans. í marzmánuði síðastliðnum var samþykkt í stúdentaráði tillaga frá meirihlutanum um að hefja útgáfu Stúdenta- blaðsins og skyldi blaðið einkum flytja bókmenntalegt efni, fréttir frá stúdentaráði o. fl. í ávarpi sínu í I. tbl. segir ritstjórinn Magnús Þórðarson: „Blaðið verður að byggjast á því, sem við eigum sameiginlegt, ekki því, sem illu heilli klýfur okkur í fjandsamlegar fylkingar11 og nokkru síðar „ — en stjórnmáladeilum vildi ég reyna að stýra framhjá 9túdentablaðinu.“ Eru þetta eðlilegar yfirlýsingar, því blaðið er kostað af fé stúdenta og því alls ekki til þess ætlazt að það sé notað í pólitísku augnamiði fyrir meiri- hlutann hverju sinni. En hvernig urðu efnir þessara frómu loforða? Næstum helmingur 1. tbl. er greinagerðir vegna úr- sagnar Stúdentaráðs úr I.U.S. og löng athugasemd frá for- manni stúdentaráðs við greinagerðir minnihlutans. Eru greinagerðirnar með smáu letri en athugasemdin með stóru. Er engin furða að ritstjórinn skuli kvarta yfir tregri sölu í næsta tbl. og talar hann þar um „hina örfáu stúdenta sem tímdu að kaupa síðasta blað.“ Enda þótt gjaldkeri ráðsins kvartaði stöðugt um slæman fjárhag og áhugaleysi ríkissjóðs fyrir fjárþörf stúdenta- ráðs virtist nú ekki skorta fé til stórræðanna og hiklaust gefið út annað tölublað. Hefst það á frétt um álit danskra stúdenta á forráðamönnum austurevrópskra stúdenta. Margt fleira fróðlegt og skemmtilegt er í ritinu t. d. árás á nýju fræðslulöggjöfina eftir Sverri Bergmann annan mann á lista frjálslyndra og svífúr andi Jónasar frá Hriflu þar yfir vötnunum. Einnig er í blaðinu athugasemd við athugasemd í síðasta tbl. og athugasemd við þá athugasemd eftir rit- stjórann, sem hafði byrjað með því að frábiðja sér allt pólitískt þras. Tvær greinar í þessu tölublaði eru svar- greinar við ýmsum skætingi sem birzt hafði í kratablaðinu nokkru áður. Þótti nú nóg komið af svo góðu og margt þarfara við fé stúdenta að gera en eyða því í áróðurskrif fyrir Vöku og báru fulltrúar róttækra fram tillögu um að hætta þessari útgáfustarfsemi og var fallizt á það. Ekki var meirihlutinn þó af baki dottinn og samþykkti nokkru síðar að gefa út ,,hátíðablað“ 17. júní. Aðalgreinin í því blaði er viðtal við ungverska stúdenta og er það vafalaust skýringin á því að fé skyldi hent í þetta fyrirtæki, en blaðið seldist mjög illa, sem hin fyrri og varð einnig mikið tap af því. „Ég skal gefa tíkall“. í umræðum um happdrætti í stúdentaráði kom í ljós að ágóðann skyldi nota til að greiða skuldir garðanna, en fyrr en að það hefur verið gert mun ekki grundvöllur fyrir byggingu hjónagarðs. Fulltrúi Stúdentafélags lýðræðissinn- aðra sósíalista var stöðugt á varðbergi með raunhæfar til- lögur í hagsmunamálum stúdenta eins og tillaga hans um herferðina gegn mölflugunni ber glöggt með sér. Lagði hann fram tillögu um að stofnaður skyldi „Hjónagarðssjóð- ur“ bara svo hann væri til „alltaf gæti safnazt í hann“ sagði fulltrúinn, „ég skal meira að segja sjálfur gefa tíkall strax“! Síðustu tillögurnar? Mjög virðast kratar áhyggjufullir vegna kosninganna, sem í hönd fara. Virðist svo sem þeir geri alls ekki ráð fyrir að fá kosinn fulltrúa , næsta ráð a. m. k. létu þeir fulltrúa sinn í fráfarandi stúdentaráði Unnar Stefánsson bera upp margar tillögur í hagsmunamálum stúdenta á síðasta fundi ráðsins s.l. sunnudag, eins og hér væri síðasta tækifæri til að láta ljós sitt skina á þeim vettvangi. Báru tillögurnar vott um mikla snilli og hugvit eins og sú fyrsta sem er á þessa leið: „Stúdentaráð skorar á stjórn stúdentagarðanna og for- ráðamenn þeirra að beita sér fyrir því að nú þegar verði hafizt handa um að gera árangursríkar ráðstafanir til að útrýma af görðunum möl sem mjög hefur orðið vart við að undanförnu.“ í umræðum um tillöguna upplýsti Unnar, að ýmsir vá- gestir hefðu herjað á Görðunum m. a. rússnesk veggjalús, sem þó hefði tekizt að vinna bug á, en alvarlegasta hliðin á mölmálinu væri sú að smókingar Garðbúa lægju undir skemmdum. r---------------- --\ Nýja stúdentablaðið Útgefandi: Félag róttækra stúdenta Ritstjorn: Sigurjón Jóhannsson, stud oecon. (ábm.), Guð- mundur Guðmundsson, stud med. og Kristinn Kristmundsson, stud. mag. PienísmiÖja Þjóðviljans h.f. V_______________________________________________________/

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.