Hlín - 01.01.1919, Page 33

Hlín - 01.01.1919, Page 33
Hlín 33 þessar hundruðum saman. Margir lögðu fölur á hluti drengjanna úr basti, tágum og spónum, en eigendurnir vildu ekki farga þeim. hað er enginn efi á, að mikið seldist af svona löguð- um smáhlutum. Einstaka unglingar hafa líka gert nokk- uð' til sölu að endaðri skólaveru. Efni pantaði jeg fús- lega um leið og handa okkur, en það er varla við að búast, að börn hafi fyrirhyggju með efnisútvegun o. þ. h. Framhaldsnámsskeið eða vinnustofur hefðu þurft að taka við af skólanum, og nóg efni að vera til sölu hand- hægt fyrir alla að ná í. Þá sannaðist, að töluverðu mætti koma í verk. Ef handavinnan verður tekin upp meðal námsgrein- anna í skólunum á næstu árum, má gera ráð fyrir, að framan af a. m. k. verði kenslu drengjanna hagað eitthvað líkt og gert hefur verið lijer á Akureyri. Hún útheimtir lítið rúm og ódýr áhöld hjá því sem fullkomin smíða- kensla gerir. Það þarf að verða samræmi í liandavinnkenslu bæði drengja og stúlkna víðsvegar á landinu. Kennarar og kennaraefni þurfa því að fá góða undirbúningsfræðslu í þessari námsgrein sem öðrum, er þeir eiga að kenna, svo það tefji ekki fyrir framkvæmdum í málinu, þegar þar að kemur. Hnlldóra Bjarnadóttir. Um skófatnað og skinnaverkun. Skyldum við íslendingar sjá okknr fært að hafa sarna skófatnað umbótalítið á þessum dýru tímum? Höfurn við athugað, hve mikið verð liggur i sauðskinnsskógerðinni eins og hún tíðkast alment upp til sveita? Skinnin eru of víða notuð ný og ólituð, því fyrir utan að þau draga þá fremur raka, verða skórnir við brúkun- 3

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.