Hlín - 01.01.1922, Page 33

Hlín - 01.01.1922, Page 33
Hlin 31 Endurminningar frá heimsstyrjöldinni miklu. íJað var árið 1Q14, í ágúst, að ófriðurinn hófst sem kunnugt er. Jeg var þá í Edinborg ásamt ýmsum fieiri löndum. Voru þá brátt af stjórnarinnar hálfu reistar við því rammar skorður að fólk gæti flutt af landi burt. Einkum varð miklum erfiðleikum bundið að fara burt af Skotlandi um höfnina í Leith, er strax var gerð áð her- skipakví. Eitthvert, síðasta tækifærið að komast heim til íslands var að fara með vöruskipi er G. Gíslason & Hay Ltd., Leith áttu og var sent beina leið til ísafjarðar frá Granton. Fóru með því nokkrir íslendingar, þar á meðal Sigurrós sál. Pórðardóttir, er skömmu seinna tók að sjer stjórn kvennaskólans á Blönduósi, og hafði dvalið við skóla í Bourneville á Englandi. Jeg vann það ár á skoskri skrifstofu í Leith, og urðu það tildrögin til þess að eg fór til Birmingham eftir hina miklu loftárás, er þýsk Ioftför gerðu á Edinborg, og verður víst flestum minnisstæð. Enska stjórnin rjeri að því öll- um árum, að fá fólk til að vinna í breskum verksmiðjum, er öllum var breytt í hernaðar þarfir. Borgin Birmingham var þá t. d. því nær tvöfalt mannfleiri en á friðartímum og hin sama varð raunin á annarsstaðar. Margir útlend- ingar unnu við verksmiðjurnar; var það flest fólk frá Belgíu,' sem enska stjórnin tók á móti þúsundum saman, þegar það flúði land sittt, er Þjóðverjar í byrjun stríðs- ins brutust inn í landið. Kom þetta fólk til ýmsra hafnar bæja á Englandi *og var alt á ringulreið um hag þess.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.