Hlín - 01.01.1922, Blaðsíða 72

Hlín - 01.01.1922, Blaðsíða 72
70 Hlín Það er lítill drengur, grennri en svarar hæðinni og gengur álútur með hendur á baki. Hann er klæddur mórauðum vaðmálsfötum, stagbættum, og druslur lafa niður úr skónum. Hann er sólbrendur niður á háls, hárið skolbrúnt, brárnar svartar og langar. En bak við þær brár skín í augu, sem enginn listamaður getur líkt eftir, svartbrún, djúp sem úthafið og full af myrkri. Pannig sá jeg hann í gær. Og þannig veit jeg hann lítur út í dag, þó að fjarlægð banni mjer að greina það nánar. En — hví er myrkur í augum þínum, litli vinur? Jeg spyr í hljóði og hefi svar á reiðum höndum: Æfisögu hans, ellefu ára stutta. Hann fæddist með augun full af Ijósi *og átti þar glaða birtu í nokkur ár. Pá dó pabbi hans og myrkur seildist að sálu hans. Mamma hans misti heilsuna nokkru seinna í basli og barnastríði, og sjálfur var hann fluttur úr lága kotinu sínu í annað enn þá lægra, langt í fjarska — kotið, sem þau búa í, hjónin, sem taka vilja hann af sveitinni fyrir lægst meðlag. — Nú er hann byrjaður annað smalaárið. Augun eru gluggar sálarinnar. Jeg horfði í augu lians í gær, drengsins í Kotinu. Jeg sá um þau inn í hugar- hreysið hans. Myrkur er þar inni — skuggi einrænis og vinleysis, rökkur fæðuvöntunar andlegra efna. í húmi því er aldin- reitur sálar hans — feikimergð Ijósþurfa plantna. En lengst inni í bjartasta horninu glitrar á gullið hans, eitt hveitikorn: Minjar liðinnar æfi. Jeg skildi við þá sjón, hví hann gengur áiútur, dreng- urinn litli og fríði, maður framtíðarinnar. Hann ber byrgði nóga: lik — vonanna ljósu og mörgu, er aldrei dirfðust að líta dagsskinið, og hæfileikanna fríðu og þroskavænu, er fátæktin stakk svefnþorn og kom fyrir knje, og munar- leysið kyrkti í greip sinni. — Ouði sjé lof — hann veit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.