Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 34
32
Hlin
Deildartungu, að jeg kæmi uppeftir 8. sept. og hjeldi stutt
námskeið í þeim hreppum, er jeg hefði ferðast um í sum-
ar. 8. sept. fór jeg til Borgarness, síðar vestur á Mýrar og
upp í Borgarfjörðinn. Á 7 heimilum voru námskeið hald-
in og sóttu konur það víðast hvar og voru ánægðar yfir.
Námsskeiöið í Borgarnesi stóð í 3 daga, en á öðrum stöö-
um 2 daga og mest var þátttakan í Borgarnesi. — Að
morgni þess 3. okt. lagði jeg af stað til Rvíkur eftir langa
útivist. 5 j
TILLÖGUR GARÐYRKJUKVENNA:
1. Starfssvæðið þarf að ininka mikið, ætti helst ekki að
vera nema 1—2 hreppar.
2. Nefndir þarf að skipa i hverjum hreppi, er undirbúi
komu garðyrkjukonunnar, seinji feröaáætlun handa henni
og sjái henni fyrir samastað, þar sem hún gæti haft þjón-
ustu. Þar þyrfti helst að vera góður garðreitur, sem garð-
yrkjukonan hefði umsjón með og núðlaði úr. — Æskilegt
væri, að svo snemma yrði ráðið til starfans, að lilutað-
eigendur gætu náð sambandi hvor við annan, áður en
vinna byrjar.
3. i hverri þeirri sveit eða 'kauptúni, sem við höfum
starfað í, leggjum við til, aö einu af bestu garðyrkjuheiin-
ilunum verði falið að hafa áhrif í þessu efni framvegis í
þá átt að leiðbeina hinum sem þurfa og vilja, hjálpa Jreim
um plöntur, fræ o. s. frv.
Tiltóku garðyrkjukonurnar heinúli hver á sínu sæði,
önnur 8, hin 6, er þær álitu sjerstaklega hæf í þessu skyni.
— Konunum, sem tilnefndar voru, var svo skrifað, og
tóku þær málaleitun nefndarinnar vel og voru Jreim send-
ar plöntur og fræ.*
* Ein af konunum skrifar: Jeg fjekk matjurtafræið frá ykkur,
skifti því samviskusamlega niður á 21 bæ í sveitinni, vona að
eitthvað af því hafi komist í mold.