Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 49
Hlin
47
sýnir hirðuleysi okkar og vöntun á nýtni að vinna ekki
þetta ágæta efni upp til agna.
Sveitabændur eru jafnvel liættir, margir hverjir, að
tæta hrosshárið í reipi og gjaröir, en nota útlent efni, sem
er að engu leyti betra, en fyrir þá hluti fara árlega marg-
ir peningar út úr iandinu, sem yrðu þar kyrrir, ef hross-
hárið væri notað.
Þá eigum viö að nota hrosshárið í gólfmottur, sem ár-
lega eru fluttar inn fyrir þúsundir króna. Þær ættum viö
allar að gera í landinu sjálfu úr þeim efnum, sem til falla,
hrosshárinu, fyrst og fremst, það er allra efna hentugast
til þeirra hluta, hrindir vel frá sjer, er sterkt og fallegt, en
svo ætti líka að gera mottur úr köðlum, snærum og net-
um, sem til falla frá útveginum, Sömuleiðis úr afklippum
og öðrum tuskum.
Ekki er vandinn mikill að gera þetta: Fljetta lengjur
fast, leggja þær í króka og sauma saman. Þannig eru út-
léridu motturnar gerðar'.
Þá má nota hrosshárið í inniskó, engir skór eru hlýrri
nje sterkari, og þeir geta lí.ka verið fallegir. Mikið fje fer
út úr landinu fyrir inniskó árlega, og mikils er líka um
vert að liafa þurra og hlýja fætur. Þeir, sem hafa vanið
sig á að nota hrosshársilleppa, vilja ekki missa þá.
í sópa og bursta er hrosshárið ágætt, dýrmætasta efn-
ið, sem útlendingar nota til þeirra hluta. Við ættum alls
ekkert að flytja inn af burstum eða sópum tilbúið, en
gera það alt sjálf, flytja aðeins inn það efni, sem við höf-
um ekki, vinnulaunin eiga ekki að fara út úr landinu.
Útlendingar nota oft hrosshár á húsgögn sín, og þykir
það bæöi fallegt og sjerlega haldgott. Það mun ekki hafa
verið reynt hjer á landi. — Sænskur heimilisiðnaðarfor-
kólfur var eittsinn að sýna mjer húsgögn með hrosshárs
fóðri, og spurði mig, hvort við notuðum ekki hrosshárið
til þeirra hluta hjá okkur. Nei, jeg sagðist halda að það
væri of stutt tilþess. Hann var ekkiáþví. »Hástarne har