Hlín - 01.01.1928, Page 53
Hlín
ði
Stjórn H. f. hefur útvegað mönnum víðsvegar um
land efni til heimilisiðnaðar, hör, tvist o. fl. Það efni
hefur verið af bestu tegund, fallegt og litartrútt. Verð
ekki hærra en í verslunum. Sömuleiðis hefur fjelagið
útvegað almenningi áhöld til vefnaðar: Vefstóla, skeið-
ar, skyttur, vefnaðarbækur, rúðupappír o. fl. Ennfrem-
ur skólum efni og áhöld til kenslu: Burstaefni, bast,
áhöld og efni til útsögunar o. s. frv.
Heimilisiðnaðarfjelag íslands samþykti á árinu að
gangast fyrir landssýningu á heimilisiðnaði árið 1930.
Samkvæmt ósk Þingvallanefndar kaus H. ísl. full-
trúa til þess, ásamt fulltrúum frá 4 öðrum fjelögum,
að ráða ráðum sínum um landssýningu 1930.
Heimilisiðnarfjelag íslands gekk á árinu inn í Sam-
band norrænna heimilisiðnaðarmanna. Var það sam-
band stofnað á sl. ári og fyrsta þing þess haldið í
Stokkhólmi í maí mán. 1927 (Þar hafði ísland sýning-
ardeild). — Annað þing verður háð í Björgvin fyrstu
dagana af ágúst 1928. Fulltrúi fyrir íslands hönd verð-
ur Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri. — Á þingum þess-
um verða jafnan til sýnis og athugunar fyrir sjerfróða
menn, er þar mæta, einhverjar vissar greinar heimil-
isiðnaðar. Að þessu sinni verður haft til sýnis: Prjóna-
skapur, bönd og körfur af ýmsu tæi. ísland tekur þátt
í sýningu þessari. — Sú kvöð fylgir, að ritgerð um ís-
lensk heimilisiðnaðarefni birtist í Árbók fjelagsins og
að erindi sje flutt á þinginu í Björgvin. Annast Ilall-
dóra Bjarnadóttir það hvorttveggja fyrir fjelagsins
hönd.
Reykjavík 1. maí 1928.
(hiðrún Pjetursdóttir.
formaður.
4*