Hlín - 01.01.1928, Page 55
53
Hlín
hið sama. Þetta er mikill styrkur þeim, sem við þessi
eí'ni íast. Það virðist beinlínis vera að vakna almenn-
ur áhugi fyrir heimilisiðnaði í landinu, og það er góðs
viti. — Nú hvílir sá vandi á Sambandi íslenskra heim-
ilisiðnaðarfjeiaga (S. í. H.) og á leiðbeinanda almenn-
ings í heimilisiðnaðarmálum, að þeir dragi skýrar og
glöggar línur og varði vel veginn fyrir fólkið. — Það
er margt sem gera þarf, en á hverju ríður mest?
Útsaki á íslenskum heimilisiðnaði.
Það er enginn el'i á því, að það sem mest á liggur nú
sem stendur, er að fá góða útsölu fyrir íslenska heima-
vinnu. útsölur þær sem til eru geta hvorki fullnægt
kröfum kaupenda nje framleiðenda, þessu þarf því að
kippa í lag og það sem allra fyrst. En það er óhugsandi
að setja á stofn útsölu, án þess að hafa nokkurt rekst-
ursfje milli handa. Það hefur tvívegis verið reynt að
fá lánað fje úr ríkissjóði til að koma upp útsölu, sem
keypti vel seljanlega vöru gegn greiðslu út í hönd, eða
sem greiddi a. m. k. nokkurn part verðsins við móttöku,
en Alþingi hefur ekki viljað sinna málinu. — Við, sem
þessu máli fylgjum, höldum því fram, að útsala, bygð
á þessum grundvelli, mundi auka framleiðsluna stór-
lega og bæta hana líka, því það yrði ekki keypt annað
en góð, vel seljanleg vara, að mestu leyti eftir pönt-
unum og fyrirmyndum frá útsölunni.
Verðið mætti samræma með þessu móti, og það
mundi líka geta lækkað, því menn gera sig ánægða
með að selja við lægra verði gegn greiðslu út í hönd.
Þingmenn hafa daufheyrst við bænum okkar, og hafa
borið því við, að engin hel'ði tíma til að framleiða neitt
til sölu, og þó eitthvað yrði framleitt, þá vildi enginn
nota það. — Með þessari skoðun er engin von, að þing-
menn styðji málið. En látum oss nú athuga þessar við-
bárur.