Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 63
tilín
6l
nota til vefnaðar í skólanum). — Norsk kona, sem rit-
ar um jurtalitun í Noregi, segist hafa fengið 450 liti
úr jurtum, svo það sje ímyndun ein, að þar sje ekki úr
nógu að velja. — Sama kona skrifar, að það sje hryggi-
legt að sjá alla þá herfilegu liti, sem stúlkur, sem lært
hafa vefnað í skólum, noti, þegar heim kerhur, þeir æpi
hver til annars, sjeu skerandi og upplitist brátt. Þetta
megi ekki svo til ganga. Ætli það mætti ekki segja
sömu söguna hjer, ómerkilegir útlendir pakkalitir eru
að spilla litasmekk íslenskrar alþýðu. — Þeir, sem
láta sjer ant um þessi mál, verða að vekja menn til at-
huguriar um þetta, og þá er helsta ráðið að ryfja upp
gömlu litina.
Jeg ætla því að fara nokkrum orðum um þessar
gömlu litunaraðferðir, sem jeg hef að mestu leyti eftir
gömlu fólki, körlum sem konum.
Mjer þætti mjög vænt um, að mega eiga von á að fá
sem flestar upplýsingar og greinilegastar um litun' frá
þeim sem reynslu hafa í þessum efnum. Jeg vil láta
»I41ín« birta það smásaman. Jeg vildi óska, að það yrði
sem mest af fallegum heimalitum á sýningarmunum
1930, hinir skörpu og sterku pakkalitir fara ekki vel í
vefnaði, síst útvefnaði, nje í útsaum eða útprjóni. (Jeg
veit fyrir víst, að útlendingar, sem hafa vit á þessum
hlutum, fordæma þá gersamlega og vilja hafa mýkri
liti, sem hafa líka þann mikla kost að litast ekki upp).
Áður en gamla fólkið, sem hefur sent mjer upp-
skriftirnar, tekur til orða, ætla jeg að gefa nokkrar al-
mennar skýringar þessu máli viðvíkjandi:
Jurtunum er best að safna fyrri part sumars, áður en
þær blómstra.
Margar jurtir, sem notaðar eru til litunar, má þurka
og geyma, t. d. birkilauf, beitilyng, mosa, sortulyng,
fjallagrös o. fl. — Það þarf að þurka grösin vand-
lega, ekki breyskja þau, og geyma á þurrum stað. —