Hlín - 01.01.1928, Page 66
64
Hlín
aðferð, það má láta litinn krauma á vjelinni hjá sjer.
Jeg hef litað úr »grasi«, nýslegnu grasi, og er það
fallegur litur.
Sömuleiðis má lita úr skógviðarlaufi, rabarbara-
blöðum, fjallagrösum, njóla, beitilyngi, sortulyngi,
sóleyjum, rannfangi, fíflum o. s. frv. — úr berjum
hefur verið litað blárautt.
Brúnn lynglitur.
Úr sortulyngi litum við þannig: Lyngið er skorið af
tágunum og það látið í tunnu, helt á það hreinu þvagi
og iátið standa 1—2 vikur. Þá er það látið ofan í sem
lita á og látið liggja niðri í eitt dægur, síðan tekið upp
úr og látið hanga á priki uppi yfir tunnunni eitt dægur.
Þetta er endurtekið þangað til liturinn þykir nógu
dökkur.
Litarefnið verður fallegra og dekkra, ef ullin er grá
undir. Við notum þennan lit á peysur o. fl.
Því heitara sem er, þar sem litað er, t. d. í hlýju
fjósi, því fljótari er liturinn að gerast og því fallegri
verður hannö Anna Hlöðvisdóttir, Reyðará í Lóni.
Umsögn Ingibjargar Jónsdóttur frá Djúpadal.
Lítið held jeg verði um upplýsingar, sem jeg get
gefið þjer um litinn, jeg er búin að gleyma því, sem
móðir mín gerði. Það eina sem jeg man var, að hún
litaði úr jafna, þú kannast víst við jafnagulu, sje það
svo látið í indigó (steinlit) verður það grænt (sax-
grænt). — úr fjallagrösum litaði hún líka gult, væri
það svo látið í kúahland, fjekst það rautt. — úr sól-
eyjum má lita gult.*
* Kúahlandsrautt, sem var mikið notað í glitofnu áklæðin, er
blárauður litur, mjög haldgóður. Litunaraðferðin er hin sama
og við steinlit (indigó). Það fylgir sögunni, að kúahlandið
sje best til litunar í gróindunum á vorin.