Hlín - 01.01.1928, Síða 73
Hlin
71
liggur er, eins og jeg benti á í erindi mínu, að vitið sje
æðst allra sálarhæfileika mannanna og því eftirsókn-
arverðast, hinn eini andlegi hæfileiki, er sje nokkurs
virði.
Hvernig stendur á því, að konan hefur ekki unnið
sjer meira til ágætis en hún hefur gert á þeim svið-
um andlegs lífs, er altaf hafa staðið henni opin? Hvers-
vegna, nemia af því, að eðli hennar og ákvörðun hefur
beint henni í aðrar áttir, og hún hefur fylgt eðlisávísun
sinni ?
Jeg benti á í erindi mánu, að mjer virtist líklegt að
hlutföllin milli vitsmuna og eðlishvatar væru ekki hin
■ sömíu hjá konum og körlum, og lægi í því mismunurinn
á gáfnafari þeirra og andlegu eðli. Eðlishvötin væri
ríkari hjá konum, en vitsmunirnir hjá körlum.
Eitt af því, sem benti til að þessu væri þannig far-
ið væri það, að konur ályktuðu oft öðruvísi en karlar,
eða ekki fyrst og fremst út frá rökrjettri hugsun, og
mundu þær því öðlast þekkingu á hlutunum á nokkuð
annan veg. En jeg taldi þetta gáfnafar á engan hátt
óæðra, þó það væri annað, heldur hjelt því fram, að
þessi eðlismunur væri mjög nauðsynlegur, af því hann
væri í fullu samræmi við starfssvið það, er jeg taldi,
að náttúran hefði frá öndverðu ætlað konunni. Frá
þessu er skýrt í erindi mínu á bls. 101—107, og gerð
þar grein fyrir því, er mjer virðist styðja þessa skoð-
un. — Það er einkum þessi skoðun er dr. B. C. Þ. ræðst
á móti.
En fjarri fer því, að rök þau, er doktorinn hefur
fram að færa móti þessari skoðun, hafi' sannfært mig
um að hún sje röng og rakalaus. — William James
hefur leitt líkur að því, að trúarreynslu öðlist menn
ekki með aðstoð rökrjettrar hugsunar. Er þá ósenni-
legt að ætla, að svo geti verið um reynslu eða þekkingu
á fleiri sviðum?