Hlín - 01.01.1928, Síða 77
mín
75
að þessu hefur það verið notað sem mælikvarði á
manngildi þeirra, hversu trúar þær reyndust eðli sínu.
Því er það, að mynd Bergþóru, er hún gengur inn í
brennandi bæinn til hinstu hvíldar hjá manninum,
sem hún var »gefin ung«, hefur orðið mönnum einkar
kær. — Það er hæfileikinn til að elska, fórna og líða,
sem er æðsta »gáfa« kvensálarinnar. Forsjónin varð
að gefa konunni þessar gáfur, þegar hún gerði hana að
móður. Með því að halda þeim við og hlúa að þeirn,
hefur hún lagt mest til vaxtar og viðgangs kynslóðar-
innar. -— f heimi fórnar og kærleika er því einkum
ríki konunnar. Það ríki er, ef svo má að orði kveða,
»ekki af þessum heimi«, eða miklum mun andlegra en
ríki karlmannsins. — En svo virðist, sem stærsta þrá
sumra forvígismanna kvenrjettindanna, hafi verið og
sje sú, að búa þeim ríki af þessum heimi. — Þeir hafa
viljað láta konuna drotna, í stað þess að þjóna, taka,
í stað þess að gefa, krefjast, í stað þess að fórna, efa,
í stað þess að trúa. —
Afstaða manna til þessara rnála hlýtur því, frá þessu
sjónarmiði, að byggjast á mati þeirra á þessum and-
stæðum, þ. e. eins og jeg mintist á í upphafi máls
míns, hún hlýtur að byggjast á lífsskoðun hvers eins.
Jeg hef þegar sagt, að jeg álíti, að þessar dygðir væru
engu ónauðsynlegri fyrir líf mannanna, en vitsmunir
og þekking. Og jeg held því fram, að þessu kveneðli og
kvendygðum sje »ógn og voði búinn« frá því kvenfrelsi,
sem vill þurka út eðlismun karla og kvenna og haga
uppeldi kvenna í öllu eins og karla, og vilja láta konur
líkjast körlum að svo miklu leyti sem auðið er.
Jeg hef aldrei verið á móti »frelsi kvenna« útaf fyr-
ir sig. Mjer hefur skilist það vera eðlileg mannrjett-
indi. Mjer hefur heldur ekki dottið í hug að neita því,
að konur gætu starfað til gagns fyrir þjóðfjelagið ut-
an heimilanna, þó jeg álíti, að þar verði jafnan aðal-