Hlín - 01.01.1928, Síða 79
Hlín 77
þeirra liggur ekki í vistmunaskorti, heldur í vöntun
þeirra á hœfileika til að elska, fóraa og trúa.
Jeg vil ekki »kúga« þær til að fylgja þessu eðli sínu,
en jeg mundi telja það gæfu mína, ef jeg gæti komið
einhverri konu í skilning um að þar er einkum eðli
kvenna og hlutverk, hvort heldur verkahringurinn er
þröngur eða víður.
Ryðguð smábrot.
Fyrir ítrekaða áskorun frá ritstjóra »Hlínar«, dett-
ur mjer í hug að skrifa nokkur orð um fyrsta kvénna-
skólann í Húnavatnssýslu, sem settur var á stofn árið
1879 á Undirfelli í Vatnsdal hjá síra Hjörleifi Einars-
syni og mad. Guðlaugu Eyjólfsdóttur konu hans. — Og
af því að jeg þekki það, að Halldóra er fær um að fága
og laga, er ekki ómögulegt að hún gæti gert eitthvað
úr þeim fáu molum, sem hjer verða til tíndir. — En
þegar farið er að grafa í gamla hauga, sem í fleiri tugi
ára hafa legið óhreyfðir, þá er ekki að undra þó ekki
verði alt með sínum rjetta litblæ, þegar það að nýju
kemur upp í dagsljósið.
Þessar fáu endurminningar, sem jeg tíni hjer sam-
an, eru því miður óglögg mynd, bæði af heimilinu í
heild sinni (um það mætti skrifa heila bók), og af
skólanum, þar sem jeg dvaldi 13 vikur veturinn 1879-80.
Þar er þá fyrst til máls að taka, að foreldrar mínir
bjuggu í Holtastaðakoti í Langadal, og var sitt stór-
býlið á hvora hönd, Geitaskarð og Holtastaðir. Það var
líkt og í gömlu sögunni: Kongur og drotning í ríki
sínu og karl og kerling í koti sínu.
Drotningin á Holtastöðum var Anna, kona Stephen-
sens umboðsmanns, sem bjó þar þá, en fluttist til Ak-
ureyrar síðar. — Frú Anna var stórmentuð gáfu-
kona. Hún kom oft.til okkar og sat löngum á tali við