Hlín - 01.01.1928, Side 80
78
Hlín
móður mína, og bar þá margt á gómia. — Einn dag
kom hún, og sagðist nú koma með nýjar og góðar
frjettir: Það ætti að fara að koma á fót kvennaskóla á
Undirfelli í Vatnsdal. Frúin ljómaði af fögnuði, sagði
líklegt að Húnvetningar kynnu ekki við að vera á eftir
öðrum í þessu stórmáli.* »Þetta er lífsnauðsynlegt«,
sagði hún, »að stúlkur fái einhverja mentun«, og svo
lýsti hún nákvæmlega skólum hjer og sjerstaklega er-
lendis og þýðingu þess, að konur lærðu jafnt og karl-
menn.
Jeg hlustaði hugfangin á frúna, meðan hún sagði
frá, ’fanst hún vera að segja eitthvert yndislegt æfin-
týri líkt og þúsund og ein nótt. — »ó, að jeg ætti nú
gamla töfralampann hans Aladins«, hugsaði jeg, »þá
skyldi jeg ekki vera lengi að skoða huga minn um það,
hvort jeg ætti að fara á þennan fyrirhugaða Undir-
fellsskóla eða ekkk.
Upp frá þessum degi dreymdi mig vakandi og sof-
andi þennan skóla, og fanst ekkert mundi jafnast á við
það, að fá að læra eitthvað nytsamt. Jeg tók það ekki
með í reikninginn, hve 13 vikna nám mundi færa lít-
inn ávöxt, en kosta marga peninga. En 17 ára gamall
unglingur, sem ekkert þekkir heiminn, grunar síst, að
lífið sje einn óslitinn, strangur skóli, frá vöggunni til
grafarinnar, og í þeim skóla verði þó enginn fullnuma
hversu gamall sem hann verður.
Á þeim árum áttu fátækar stúlkur ekki margs úr-
kosta, nema veia í vinnumensku, en kaupið var ekki
hátt, 36—40 krónur um árið. Þetta ráð tók jeg, fór í
erfiða vist, og fjekk 36 krónu kaup frá krossmessu til
nýjárs, og sótti svo um skólann síðara tímabilið, frá
* Tveim árum áður, 2. nóv. 1877, byrjaði kensla í kvennaskóla
Eyfirðinga að Syðra-Laugalandi og í Kvennaskóla Skagfirð-
inga að Ási í Hegranesi.