Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 95
93
HUn
keyptu þau hjón prjónavjel, þá fyrstu, er kom í Skaga-
fjörð. Þegar vjelarkaupin voru að fullráðast, vildi Sigur-
laug, að konur í Rípurhreppi legðu fram lítinn part til vjel-
arkaupanna, svo þær ættu hlutdeild i vjelinni til nota fyrir
sín heimili, en trúin á notin var víst lítil frá þeirra hálfu.
Þó lögðu einhverjar fram 5—10 dali til vjelarkaupanna,
en eftirá kom þaö i ljós, að þær þóttust ekki geta nógsam-
lega notfært sjer sinn eignarhluta, þar sem þær höfðu
ekki prjónakonum á að skipa. Keypti því Sigurlaug þessa
parta og átti svo vjelina ein. — Vel hefði mátt búast við
að seint gengi að komast til ráðs við vjelina, þar sem eng-
inn var til að leiðbeina, en notkunarreglur á þýsku, en með
áhuga og þrautseigju komst hún fljótlega upp á að nota
hana og kenna svo öðrum.
Þegar þessar vjelar voru fengnar, og not þeirra að ósk-
um, þá var næst íyrir þeim hjónum að reyna að fá hrað-
virkan nýtísku vefnað, og í því augnamiði sendu jrau
Gunnar' son sinn til Danmerkur haustið 1879, til að læra
vefnað. Kom liann heim um vorið 1880 með uppdrátt af
hraðskyttuvefstól, sem var svo smíðaður um suinarið.
Auk þess kom hann með dúkapressu og lóskurðarvjel.
Var um hausið tekið til óspiltra mála með vefnaöinn.
Þótti þá mörgum undrum sæta hraðvirkni vefarans og
fjölbreytni vefnaðarins, en þaö fanst á, að þá var hús-
móðurinni skemt, er hver voðin eftir aðra kom úr vefstóln-
um á skömmum tíma með ýmsri gerð. Þann vetur óf
Gunnar einn, en næsta vetur tók hann pilta til kenslu;
gengu þá tveir vefstólar allan veturinn. Mun þá hafa ver-
ið ofið nokkuð á þriðja þúsund álnir, og mikið af því nnm
hafa verið fyrir heimilið, því Gunnar kom með þá ný-
breytni, að nota tvist í uppistöður og ull í fyrirvaf, sem
var lítt þekt áður, var því selt mikið af þessum tvistdúk-
um frá Ási með allskonar útvefnaði. Þá voru stúlkur í
áttskeftu dagtreyjum, með áttskeftu svuntur, þá með öðr-
um lit og jafnvel öðruni vefnaði, og tískeftu millipilsum,