Hlín - 01.01.1928, Page 114
112
Hlln
lega hröðum fetum. Þó má gera ofurlítinn skurð á
greinina skamt frá rótinni, en ekki má hann vera djúp-
ur í fyrstu, en smátt og smátt má dýpka hann, þó með
varúð fyrsta árið. Á þeirii hluta greinarinnar, sem í
moldu liggur, verður að vera að minsta kosti einn eða
helst tveir blaðknappar, því út frá þeim myndast
seinna rætur. Á fyrsta sumri hafa aldrei myndast ræt-
ur á þessum giæðlingum mínum, en venjulega á öði-u
eða jafnvel þriðja sumri og margir hafa brugðist. En
þó tel jeg þetta betra en að fleygja nýgræðingunum
tilraunalaust. Strax og rætur hafa myndast má skera
greinina alveg frá, og flytja hana á annan stað. Stund-
um hafa nýgræðingarnir verið svo margir og þjettir,
að jeg hefi ekki haft nægilegt rúm til að sveigja þá
alla. Hef jeg þá skorið þá smæstu upp svo djúpt niðri
í moldinni, sem jeg hefi getað, og sett þá niður í mold
annarsstaðar í garðinum, svo djúpt að aðeins efsti
toppurinn hefur staðið upp úr. Þessa anga hefi jeg
sett þjett og varið blettinn með botnlausum bala eða
potti, svo ekki verði stigið ofan á þá. Margt af þessu
deyr venjulega, einkurn ef miklir þurkar ganga, og
betra er að ala þá upp, þar sem skugga ber á um há-
daginn. Á þennan hátt hefi jeg alið upp 8 smáviði, sem
virðast geta átt góða framtíð fyrir sjer. En þeir eru
seinni til vaxtar en sveiggræðlingar. Venjulega er
þessum rótalausu öngum borgið, ef þeir laufgast næsta
sumar og má þá flytja þá, ef vill.
Deildartungu í Borgarfirði 8. júlí 1928.
Sigurbjörg Bjömsdótth■.