Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 120
118
Hlin
steinum í dysina, af því að hún syndgaði á móti hei-
lagri þrenningu«. — Helga slepti handlegg ömmu
sinnar og hljóp til dysjarinnar, greip 3 steina og kast-
aði þeim í hana. Þegar síðasti steinninn kom niður,
heyrðist henni hún heyra hljóð. Hún vissi ekki vel
hvaðan það kom, en varð hrædd og1 hljóp til ömmu
sinnar, og hræðslan fór ekki af henni, fyr en hún kom
heim, og faðir hennar tók hana f faðm sjer, og þó fanst
henni hún ennþá heyra hljóðið.
Helgu dreymdi um nóttina, að hún væri alein niður
við dysina, og hefði stein í hendinni. »Kastaðu«, heyrð-
ist henni kallað, og hún þóttist þekkja rödd Þorvalds;
hún gerði svo, aftur heyrðist henni kallað: »Kastaðu
öðrum og þriðja«. Þá heyrir hún stunur og angistar-
vein, dysin opnaðist og upp úr henni steig ung kona.
Konan leit hryggum bænaraugum á Helgu, hún vikn-
aði og fór að hágráta. — »Þakka þjer fyrir þessi tár,
góða barn«, sagði konan, »þetta er í fyrsta sinn, sem
nokkur hefur felt tár yfir mjer. Jeg veit að þú kastar
ekki oftar steinum á mig og lætur aðra hætta því. Því
vita skaltu, að hver steinn, sem kastað er í dysina, hitt-
ir hjarta mitt, svo jeg hljóða upp. — Guð hefur fyrii--
gefið mjer, en mennirnir hata mig ennþá, þeir hafa
merkt leiði mitt með þessum steinum, svo svívirðing
mín skuli verða eilíf. — Jeg grátbæni þig, Gríms-
bakkasól: Hyldu mig! Hyldu mig!«
Konan hvarf, en Helga var vakin af ömmu sinni,
sem vaknaði við það, að Helga grjet í svefninum. —
»Reyndu að sofna aftur — illir draumar eru ætíð íyrir
góðu«, sagði gamla konan. — En þetta var enginn
Ijótur draumur, hann var upphaf að hamingju Helgu
litlu. — Aldrei gat hún gleymt bæn konunnar: »Hyldu
mig! Hyldu mig!« — »Hvernig get jeg það«, hugsaði
hún.
En Helgu dreymdi nýjan draum. Hana dreymdi að