Hlín - 01.01.1928, Síða 121
Hlín
119
hún vœri stödd hjá föður sínum úti á túni. Piltarnir
voru að bisa við jarðfasta hellu, sem þeir gátu með
engu móti náð upp. »Látið hana bara liggja«, sagði
faðir hennar, »hyljið hana með mold og þekið yfir, að
ári liðnu verður það orðinn grænn bali«. — Þegar
Helga vaknaði, mundi hún draumínn, og sagði við
sjálfa sig: »Svona skal jeg hylja dysina fyrir allra
augum«.
Með frábærri iðni og þolgæði tók nú Helga litla til
starfa. — Dag eftir dag var hún niður við dysina og
bar á hana mold í litlu svuntunni sinni. Lengi hvarf
moldin niður á milli steinanna, og henni sýndist hol-
urnar aldrei ætla að fyllast. — Vikur og mánuðir og
jafnvel ár liðu, áður en dysin varð að grænum hól.
Helga litla var átta ára, þegar hún byrjaði, en nú var
hún orðin fullþroska, efnileg stúlka. — Allir voru hissa
á þessu starfi Helgu, og enginn vissi hvers vegna hún
gerði þetta, en rnenn báru ósjálfráða lotningu fyrir
þessu starfi hennar, og bölvunin, sem hvíldi yfir þess-
um stað, hvarf smátt og smátt í augum þeirra, af því
að saklaust barn gerði sjer far um að afmá hana. —-
En það var ekki einungis dysin, sem tók stakkaskift-
um á þessum tíma. Helga sjálf tók líka andlegum og
líkamlegum framförum. Fegurð og líf reyndi hún að
veita náttúrunni, og náttúran galt henni í sömu mynt.
— Blómin, sem hún gróðursetti á hólnum, gróðursettu
fagrar hugsanir í hjarta hennar. — En ekki lifði hún
eingöngu fyrir blómin, hún lét sér einnig ant um dag-
legu störfin, og þegar amma hennar dó, gat hún tekið
við bústjórn og verið aðstoð föður síns í öllu.
Altaf var sama umferðin um veginn, en nú fór eng-
inn lengur af baki, til þess að kasta steinum í dysina,
því nú var hún orðin að grasi vöxnum hól, og altaf
greri lengra og lengra út frá henni.
Svona leit það út vor eitt í maímánuði. — Fyrsta