Hlín - 01.01.1928, Page 132
barnið datt, en manneskjan strunsaði áfram og inn í
bæ eins og ekkert væri. Jeg gat í svip engu hljóði upp
komið, en blessaður hesturinn stóð kyr í sömu sporum,
hvernig sem á hann var hottað. Loks gat jeg kallað, og
drengurinn var tekinn upp úr fönninni, sem huldi hann
að mestu. — Þá labbaði hesturinn sjálfkrafa með hægð
út að hesthúsinu sínu.
Hvernig stóð nú á þessu? Hesturinn var framúr-
skarandi þægur og liðugur í taumi og gat alls ekki
sjeð, er drengurinn datt. En það var eins og hann vissi,
að ef hann hreyíði sig úr sporunum, væri barnið troð-
ið í sundur ■— seni hefði líka hlotið að verða.
Jeg hef altaf skoðað þetta sem sjerstaka handleiðslu
guðs.
Nú er hann dáinn, drengurinn minn. En þó æfin
væri ekki löng, átti hann marga góða vini, sem söknuðu
hans.
Guð blessi þá alla.
Gömul Jcona.
Sitt af hverju.
Úr brjefum.
Af Baröaströnd er skrifað: — Það er óhætt að full-
yrða, að með hraðskyttuvefstólnum hefur verið stigið
stórt spor í framfaraáttina, hvað vefnaðinn snertir, því
að vefa í þessum nýju vefstólum gengur svo miklu
greiðlegar, en í þeim gömlu, að undrum sætir.
Um það, hve margar álnir sje hægt að vefa í hagan-
lega smíðuðum hraðskyttuvefstól á dag, er ekki gott
að gefa sígilt svar, því afkastasemi í vefnaði fer, eins