Hlín - 01.01.1928, Page 134
132
Hlin
skifti, þakka jeg góðri samvinnu og vakandi áhuga
karla sem kvenna hjer í hreppnum, utan og innan fje-
laganna. M. Á. G.
Úr brjefi af Austurkmdi........ En segið mjer,
Halldóra mín, til hvers er að efla íslenskan iðnað:
kaupa vefstóla, rokka, kembi- og spunavjelar í hópa-
tali, þegar enginn vill nota neitt, sem unnið er úr ís-
ienskri ull? Hjer sjest ekki nokkur manneskja í ís-
lenskum sokkum, þó það svo sje fólk sem liggur við
eða er á sveit, þá eru konur og krakkar í búðarsokkum,
og allur annar klæðnaður jafn viskulegur. — Oft hef
jeg litið eftir því á þvottasnúrunum hjá sjómannafólk-
inu hjerna í þorpinu, hvort jeg sæi hvergi íslenskar
prjóna- eða vaðmálsnærbuxur, mjer finst að sjómenn
þurfi þó að háfa hlýjan nærfatnað. — Nei, alt eru það
búðarföt.
Það er víst enginn nema læknirinn, sem er svo dóna-
lega til fara að vera í vaðmálsbuxum.
Jeg held að það sje að verða eitt af stærstu þjóðar-
meinunum, heimskan og tildrið í fólkinu með klæðnað-
inn. — Hjer klæðist hjer um bil hver kona, yngri og
eldri, kjólbúningi, því það er varla hægt að tildra svo
peysufötunum að líki.
Jeg sje ekki annað ráð, en að það þurfi að senda
nokkra duglega menn út, sem gangi um landið sem
grenjandi ljón og lemji því inn í fólkið með hnúum og
hnefum að vinna úr íslensku ullinni og klæðast henni.
— Þetta er sannleikur, þó lýgilegt megi virðast. — Jeg
hef horft mjer til undrunar á stúlkur koma hingað í
bæinn úr afskektri sveit, en búðarklæddar eru þær frá
hvirfli til ilja — og jafnvel með lakkskó! — Nei, þetta
er hörmungarástand, sem þarf bráðra aðgerða við, þó
það máske sje búið að grafa svo um sig, að það sje ill-
læknandi.