Hlín - 01.01.1928, Side 136
134
Tllín
og nú aftur 2 til 3 spunavjelar í hreppnum. Prjonavjel-
ar eru á hverju sveitaheimili og 3 hjer á Raufarhöfn.
Úr Borgarfirði er skrifað: — Mikið þótti mjer vænt
um að hafa garðyrkjukonuna, það sem jeg náði í hana.
Mjer hefur ekki þótt vænna um aðra vinnu, sem jeg
hef notið. Þetta var líka ágætis stúlka, ósjerhlífin og
gott við hana að eiga á allan hátt. — Jeg er svo hjart-
anlega þakklát þeim, sem voru þess valdandi, að hún
starfaði hjer um slóðir.
Frá Borgamesi. — Kona hjer í þorpinu, sem heíur
gaman af blómum, setti niður græðling af »Danne-
brogs«-fúcsíu fyrir 5 árum. Þegar fúcsían var 2
ára, bar hún yfir 300 blóm. Þótti öllum, sem sáu hana,
hún alveg einstök. Síðan hefur hún verið afar stór og
falleg á hverju sumri, hún er alveg trjelaga: með
stofni og greinum.
Moldin á fúcsíunni er blönduð að y3 með nýju
hrossataði. Blómið stendur í sólríkri stofu og er vökv-
að með ylvolgu vatni á kvöldin.
Sama kona hefur átt »La france«-rós, sem bar 61
blómhnapp í einu. Sú rós var heimaalin, afar falleg.
Úr Kelduhverfi er slcrifað: — Mjög væri það nú á-
nægjulegt, ef kvenfjelög eða ungmennafjelög, sem
starfa að ræktun lands og lýðs, væru nú svo minnug,
að muna eftir staðnum, sem skáldið segir að sje:
»Prýðin vors prúða lands, 'perlan við straumanna
festi«. — Því þetta fátæka kvenfjelag er tæplega fært
um að leggja þar mikið fram. Og mjer finst, að ung-
mennafjelögum ætti að vera unun að því, að vera sjálf-
boðaliðar við að fága þessa »perlu«. — Jeg held að
hjer í sýslu mundu margar hendur útrjettar til vinnu,
ef öruggur væri foringi að fylgja, en hann vantar með
öllu. Stundum er jeg að hugsa um, hvort Ungmenna-
samband fslands eða Samband. norðlenskra kvenna