Hlín - 01.01.1928, Side 148
146
TJlín
átti tal við fundarmenn að hvetja og ráðleggja, og kon-
ur sóttu mig heim að fá álit mitt. Kom mjer þá »Hlín«
að góðu gagni. Það kom hjer fram misskilningurinn
gamli, getuleysi, þolleysi, efi, eða vantraust á sjálfum
sjer. Jeg get varla hlustað á það af ungu fólki við þetta
mál og á þessum tíma. Hjer í dalnum er ekki kvenfje-
lag, en ungmennafjelag, sem ungir og gamlir taka jafnt
þátt í, karlar og konur, það starfar vel.
Þú finnur nú og talar við V. frá Þ., sem fer suður
nú með slíipinu. Talaðu kjark í hana, hún er með efa
og finst svo lítið hægt. — Jeg er nú byrjuð sjálf að
vinna mjer inn lof eða last með þessu máli, vona að
gefa þar dæmi.
Af Norðurlandi er skrifað: Maðurinn minn setti mið-
stöð í húsið sl. vetur, keypti ofna úr brunanum á Hól-
um, hringaði svo bara vatnsæðarnar innaní eldavjel-
ina og reyndist miðstöðin ákjósanlega vel. — Svo leiddi
hann vatnið heim í haust hátt á' 4. hundrað meti'a,
þetta vatn er einkennilega inndælt, við höfum, að gainni
okkar geymt það í vatnsflösku með glasi yfir nú í 11
vikur, hefur flaskan altaf staðið hjer í stofunni í 10—
20° hita, og er ekki hægt að finna annað en að það sje
nýtekið úr lindinni.
Af NorburJandi er slcrifað: Smekkvís kona vestan.
hafs, sem alvön er sýningum og hátíðahöldum vestra.
skrifar mjer, að flestir þár vestra — og margir verða
þaðan — mundu æskja að kaupa smá-útskorna muni til
minja um ferðina eða hátíðina 1930, og hornspæni með
höfðaletri. Hún segir, að afai- lítið sje um útskurð
vestra, og að litlir askai', spænir og smátínur mundu
verða mest keypt. — Þetta fellur mjer vel við, og finst
það þjóðlegt. P.
Af Suðurlamli er skrifað: Frjettir hef jeg fáar.
Heilsufar er hjer fremur gott. Jeg hef sjálf þessa bless-
aða góðu heilsu, Guði sje lof. Jeg er hjer hjá syni mín-