Hlín - 01.01.1928, Síða 152
150
Tllín
að búa nokkuð til á sýningar, stafar það án efa að
nokkru leyti af því, að iðnaðarmenn eru nú farnir að
vinna flest þ'að af áhöldum og húsmunum, sem Heimil-
ismenn gerðu áður, svo kröfurnar eru harðari en áð-
ur var til handbragðsins. En þess verða allir hlutað-
eigendur að minnast, iðnaðarmenn, almenningur og
heimilisiðnaðarmennirnir sjálfir, að leggja ekki iðnað-
armannamælikvarða á vinnu heimilanna. Hún á
fullan rjett á sjer fyrir því og er meira að segja
bráðnauðsynleg. —- Það er, sem betur fer, talsvert til
ennþá af ólærðum hagleiksmönnum í sveitum og bæj-
um þessa lands, mönnum, sem eru færir um að gera á-
gæta sýningarmuni, Þeir mega með engu móti draga
sig í hlje. Það er ekki einungis útskurður og pírumpár,
sem á að sýna 1930, heldur líka algengir hlutir: áhöld
og verkfæri, sem hvert íslenskt heimili þarf á að halda,
svo sem: Meisar, kláfar, hrip, torfkrókar, torfljáir,
rekur, pálar, klifberar, reiðingar og alt annað til reið-
skapar, og það er ekki fátt, balar, trog, byttur, fötur,
kollur og ýmislegt af vefjaráhöldum. Spunavjelar, vef-
stólar, rokkar og kambar, alt hefur þetta verið smíðað
af ólærðum hagleiksmönnum hjer á landi á seinni ár-
um, og það þarf að koma í ljós á Landssýningunni.
Þess er vert að geta, þegar um ágætan vefnað á sýn-
ingardúkum er að ræða, hvort það er verk konu þeirrar
sem tætt hefur dúkinn, eða hvort hann sje ofinn af
karlmanni, og þá af hverjum. Þessa hefur að jafnaði
ekki verið gætt á sýningum.
Þessar upplýsingar um Landssýninguna og undir-
búning hennar verða að duga að sinni. Að öðru leyti
vil jeg vísa til greinar um þetta efni í 11. árg »Hlínar«.