Hlín - 01.01.1928, Page 158
156
Hlín
(tog)bandi í sterkan pokastriga, bekkurinn utan með
einlitur, prjónaður með flosprjóni.
Nr. 3. Ofinn einskeftu gólfrenningur (ribs), sjer-
staklega hentugur á stiga, frá Reykjarfirði við ísa-
fjarðardjúp. Uppistaðan er tvinnaður togþráður, má
vera grófur, harðsnúinn, svo renningurjnn verði stinn-
ur. Verður að vera mjög mikið varpaður, 40 þræðir á
þumlung, svo í fyrirvafið sjáist ekki hið minsta. — í-
vafið má vera mjög gróft og úr mjög óvönduðu efni,
einungis að það sje vel sljett. — Liturinn er: Svart,
rautt, grátt (það hvíta á myndinni). Til þess að renn-
ingurinn sje ekki mjög saurljótur, mætti hafa annan
þráðinn í miðjunni dökkan, hinn ljósan, eða tvinna
saman dekkra og Ijósara.
Þyngdin á þessum renning er 1 kg. metrinn.
Nr. 4 er dyramotta saumuð saman úr hrosshársrenn-
ingum (brugðnum gjarðaborðum) frá Höfn í Borgar-
fjarðarsýslu. Þetta er fyrirtaks gott efni í dyramottur,
sterkt og fallegt. Endana á mottunni er best að brydda
með einlitum gjarðaborða, dökkum.
Nr. 5 er gömul gólfábreiða úr togi með vaðmálsvend,
ofin í Hegningarhúsinu í Rvík fyrir 40 árum. Fjór-
föld uppistaða og ívaf, mikið varpað og fast ofið svo
ívaf sjest lítið.
Þessi gólfrenningur hefur verið notaður á gangveg-
inn í stofu á heimili mínu í 30 ár og sjer furðu lítið á
honum. Aðallitur, tvinnað saraan svart og dökkrautt.
Breidd 62 cm. Þyngd á metra 1 kg. .
Nr. 6 er gólfrenningur úr tuskum, sem Norðmenn og
Svíar nota á gólf nærfelt á hverju heimili. Einskeftu-
vefnaður, uppistaða hafaldagarn eða seglgarn (en
bestur er togþráður). Mjög lítið varpað, 6—8 þræðir
á þumlung. — fvaf tuskurenningar, kliptir niður og
saumaðir snyrtilega saman. ívafið er svo vafið upp á
langa spýtu, sem notuð er sem skytta. Ábreiður þessar