Hlín - 01.01.1928, Side 160
158
HUn
Nr 4. R.úmábreiða hekluð úr þrinnuðu þelbandi,
fremur grofu, 5 sauðarlitir skiftast á, sem myndin
sýnir. Byrjað í miðju. Aukið í á hornunum. Stykkin,
sem eru 20 cm. á hlið, eru saumuð saman. Þau eru 53
í ábreiðunni, hún vigtar 3 pd. — Þessi ábreiða fer sjer-
lega vel yfir rúmi. Unnin af Svöfu Jónasdóttur, Fjalli
í Aðaldal.
14. mynd. Þessir hlutir eru sýnishorn af smámunum
þeim, sem ásamt öðrum fleirum, ættu að vera til sölu
á landssýningunni 1930.
Nr. 1. Halasnælda úr íslensku birki. Snúðurinn út-
skorinn.
Nr. 2. íslenskur barnsskór úr sútuðu skinni. íslensk-
ir skór, af ýmsum stærðum, með illeppum innaní, munu
seljast mikið, en þeir þurfa að vera vel gerðir, gott að
skinnið sje mýkt, flestir útlendingar nota þá fyrir inni-
skó. Selskinn með hárinu á þykir þeim sjerstaklega
fallegt í skó.
Nr. 3, 5 og 13 eru útskornir smáaskar eftir unglings-
stúlku í Túni í Flóa í Árnessýslu. Nr. 5 og 13 eru úr
íslensku birki.
Nr. 4 er dúkhringur (servíettu) úr íslensku birki,
utanmál 14 cm. (Hæfileg vídd).
Nr. 6. íslenskur skór úr birki eftir ltíkarð Jónsson.
Lengd 16 cm. br. 6 cm. Skóinn má eins vel hafa loklaus-
an. Hann má líka hafa úr íslenskum sandsteini, og nota
hann þá fyrir öskubakka.
Nr. 7 er pappírshnífur úr íslensku birki. Lengd 15
cm.
Nr. 8 er nálhús úr kýrlegg eftir unglingsmann á út-
verkum á Skeiðum í Árnessýslu. 7 /2 cm. á lengd.
Nr. 9 er nálaprilla svört með baldýraðri smárós í lok-
inu og saumuðum vírhnapp. 5 fjöðurstafir fyrir nál-
arnar. Stærð: 8'/2 X 5 cm.
Nr. 10. Smáaskur úr rekavið úr N.-ísafjarðarsýslu.